Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 248
518
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
þurfa ekki nauðsynlega að vera aðrar manneskjur, þau geta verið háleit
markmið, hugsjónir, listsköpun o.s.frv. I fjórða lagi telur hann að ástin
leiki lykilhlutverk í einstaklingsþroska; með því að verða ástfanginn geti
einstaklingurinn kallað fram innri gerð sína og breytt henni. Ástin sé lík
hitagjafa í efnafræðitilraun sem leysi upp storknuð efnasambönd og geri
kleift að tengja þau saman á nýjan hátt.38 Kenning Freuds býður þannig
heim þeirri túlkun að sjálfið endurskapist sífellt í ástinni. Val ástarvið-
fanga er því í reynd mikið ábyrgðarmál.
Þá hugmynd að ástin gefi lífinu siðferðilegt innihald eða stefnu má
finna í ólíkum myndum hjá ýmsum heimspekingum og margir þeirra
hafa dregið hinn siðferðilega þátt hugmyndarinnar skýrar fram en Freud
gerir. I bók sinni Ótímabœrar hugleiðingar (Unzeitgemáfee Betracht-
ungen) notar Nietzsche t.d. mjög hlaðin siðferðileg hugtök til að fanga
skylda hugsun:
Hin unga sál ætti að líta yfir farinn veg og spyrja: Hvað er það sem
ég hef raunverulega elskað hingað til? Hvað er það sem hefur lyft
sálu minni, fangað hana og blessað hana? Skoðaðu þessi göfugu við-
föng og kannski mun eðli þeirra vísa á lögmál, grundvallarlögmál
þíns eigin sanna sjálfs [...] því að þitt sanna eðli liggur ekki falið djúpt
í sjálfum þér heldur óendanlega hátt fyrir ofan þig, eða að minnsta
kosti hátt fyrir ofan það sem þú telur þig vera.39
Freud væri án efa sama sinnis. Líkt og Nietzsche telur hann ástarvið-
leitnina lífsverkefni sérhvers manns og með því eru honum lagðar þung-
ar skyldur á herðar. Ef maðurinn hugi ekki sífellt að því verkefni verði
hann siðmenningunni að litlu gagni. Siðmenning sem viðurkenni ekki
ástareðli mannsins nái aldrei takmarki sínu. Henni lánast e.t.v. að halda
mönnum í skefjum um skeið en henni tekst ekki að rækta heilbrigða,
hamingjusama og skapandi menn.
Við niðurlag þessarar greinar verður vart hjá því komist að spyrja hvort
ekki sé ákveðin mótsögn í túlkun minni á Freud. Svo virðist sem Freud
hafi mjög háleitt siðferðilegt markmið en hafni því engu að síður að veita
mönnum örugga leiðsögn í listinni að lifa. Þessi mótsögn liggur þó ein-
37 Sjá „Triebe und Triebschicksale," Gesammelte Werke, X.
38 Hér má glöggt sjá hvernig Freud styðst bæði við aflrænt og merkingarbært
líkan af ástríðunum. Ást, sem Freud líkir oft við orkuflæði, er rígbundin við-
föngum og þessi viðföng greinast ekki einvörðungu í nútíðinni - liggja ekki
eingöngu á hinu sjáanlega yfirborði. Þau eiga sér rætur djúpt í sálinni og langt
aftur í fortíðinni.
39 Friedrich Nietzsche, Werke in Drei Bánde, ritstj. Karl Schlechta, Wissenschaft-
liche Buchgesellschaft, Darmstadt, 1966, bindi 1, s. 290, leturbreyting er mín.