Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 71
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
341
sagan sögð, a.m.k. ef átt er við að leiðindin eigi upptök sín alfarið
í mannverunni. Að vísu getum við ekki heldur fullyrt að þau eigi
upptök sín í hinum ytri veruleika, a.m.k. ef átt er við hluti, per-
sónur og atvik. Engu að síður rísa djúp leiðindi sem ástand okkar
sjálfra einnig úr grunni sem nær aftur og út fyrir okkur sjálf. I
fyrrnefndum innsetningarfyrirlestri Heideggers hitti hann nagl-
ann á höfuðið þegar hann sagði:
Hin eiginlegu leiðindi [...] eru enn víðs fjarri þegar okkur leiðist einungis
þessi bók eða hitt leikritið, hin athöfnin eða þetta iðjuleysi. Þau brjótast
fram þegar 'manni leiðist'.44
Orðalagið „manni leiðist" er, ef grannt er skoðað, ekki einungis
afbrigði af „mér leiðist (sjálfum)“, heldur tjáir ópersónulega yrð-
ingin innsta sannleika þeirrar persónulegu. Því hún nefnir
hvorttveggja ísenn, skynjun veruleikans sem nær aftur og út fyrir
mannveruna og sjálfsskynjun mannverunnar sjálfrar. Sjálfsskynj-
unin, sem greinir óhlutbundin leiðindi frá þeim hlutbundnu,
kemur fram í persónufornafninu „mér“. Persónan sem mælir
þessi orð finnur til sjálfrar sín í leiðindatilfinningunni. Grunninn
sem nær aftur og út fyrir leiðindin gefur Heidegger aftur á móti
til kynna með því að skýra yrðinguna „manni leiðist” sem svo: „I
þessum leiðindum blasir við það sem er í heild“.45 I þessari
reynslu liggur fólgið verufræðilegt þekkingargildi leiðindanna.
Til skýringar ber Heidegger leiðindin saman við angistina og lýk-
ur þeim samanburði með annarri ámóta ögrandi fullyrðingu:
„Angistin opinberar neindina".46 í vissum skilningi er „það sem
er í heild“, eins og það blasir við í leiðindunum, eins konar neind,
nefnilega í þeirri merkingu sem Pascal hafði í huga er hann sagði
að þegar maðurinn er dæmdur til fullkomins aðgerðarleysis verði
hann þess áskynja „hversu fánýtur, yfirgefinn, ófullnægður, háð-
ur, vanmáttugur, tómur hann er“. Þegar Heidegger segir leiðindin
opinbera „það sem er í heild" á hann við heiminn eins og hann
blasir við þegar hann hefur verið sviptur allri merkingu: Tilgangs-
44 M. Heidegger, Was ist Metaphysikl, bls. 30.
45 M. Heidegger, sama rit, bls. 31.
46 M. Heidegger, sama rit, bls. 32.