Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 86
356
ADOLF FRIÐRIKSSON
SKÍRNIR
dommelig stof“ var niðurstaðan óljós, en talið mögulegt að þetta
væru leifar af einhvers konar mjólkurafurð, hugsanlega skyri eða
osti.12 Þorsteinn Erlingsson skáld og áhugamaður um fornfræði
skrifaði Sigurði bréf og fagnaði þessari uppgötvun. Hann sagði:
„Berji þeir það nú fram bölvaðir asnarnir að Njála sje róman og
að brenna Njáls á Bergþórshvoli sje tilbúningur og þjóðsaga."
Þetta „er sá besti skyrspónn sem Island hefur átt og hefur það þó
átt margan góðan“.13 Eftir lát Sigurðar var sagt svo um störf hans:
„Með hinum mörgu rannsóknum sínum hefir hann sannað,
hversu áreiðanlegar hinar fornu íslendingasögur eru í öllum þeim
atriðum, sem rannsökuð verða [...] Hann hefir þannig staðfest hið
sögulega gildi þeirra."14
Athafnamesti fornleifafræðingur aldamótanna var danskur
stríðsfréttaritari, rithöfundur, liðsforingi og fornleifakönnuður,
Daniel Bruun (1856-1931) að nafni. Rannsóknir Daniels Bruun
voru með nokkuð öðru sniði en hinna íslensku fyrirrennara hans.
Hann hirti lítið um að vísa í fornsögurnar til að skýra tóftirnar,
heldur gróf hann í þær af kappi, mældi, myndaði og teiknaði. í
stað þess að treysta einvörðungu á frásagnir og munnmæli, leitaði
hann vísbendinga í fornleifunum sjálfum og því var nákvæm
skráning á framvindu rannsóknar mikilvæg. Yar þetta nýmæli.
Mælingar hans og teikningar voru langtum vandaðri og ýtarlegri
en áður hafði þekkst á íslandi.
Þó svo að Bruun hafi lagt meiri áherslu á gildi uppgraftar-
gagna og rannsóknaraðferða, var túlkun hans á minjunum ofin
saman við gullna þræði úr fornsögunum. Honum var ekki kapps-
mál að staðfesta með rannsókn að tiltekin tóft eða haugur hefði
tilheyrt nafngreindum kappa á söguöld, en rannsóknir hans voru
innan ramma þeirrar hefðar sem sköpuð hafði verið með vísun í
12 V. Storch: „Kemiske og mikroskopiske undersögelser af et ejendommelig stof,
funded ved Udgravninger, fortagne for det islandske Oldsagsselskab (forn-
leifafélag) af Sigurd Vigfusson paa Bergthorshvol i Island, hvor ifölge den
gamle Beretning Njal, hans hustru og hans sönner indebrændtes Aar 1011.“
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1887. Fylgirit.
13 Þorsteinn Erlingsson 1887. Lbs. 4156, 4to.
14 Valdimar Ásmundarson: „Sigurðr Vigfússon. Æviatriði hans og störf.“ Árbók
hins íslenzka fornleifafélags 1888-1892 (1892), vi.