Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 275
SKÍRNIR
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
545
fjallgörðum til beggja handa. Það er engu líkara en „Fjallið“ hafi allt í
einu ákveðið að opna augun eftir milljónára dvala. Verkið steypir mis-
munandi tímabilum á ferli listamannsins saman við andartak upplifunar-
innar. Það er einsog heilaskannmynd eða bakspegilsyfirlit af leið hans
inn í „Fjallið". Þverstæðurnar milli innra-ytra, minningar-sýnar hafa
dregist saman, ef þær hafa þá ekki horfið með öllu. Við fljótum í glæru,
vökvafylltu hylki þarsem allt virðist sýnilegt, enda segist Guðni ekki
hafa verið að mála dalinn heldur andrúmsloftið sem fyllir hann. Það
mætti halda að Wittgenstein hefði verið að rýna í þetta verk þegar hann
skrifaði að „gegnsæi mætti líkja við hugsun“. Einstök atriði myndarinnar
leysast upp fyrir augliti okkar, bindast í margbrotið mengi skynjana og
merkinga, og önnur gægjast fram, sem renna svo aftur saman við aukna
vitund um heildina.
Norski málarinn Christian Krogh (d. 1925) hafði einu sinni á orði að
þótt öll þjóðleg list væri í eðli sínu slæm, þá væri öll góð list óhjákvæmi-
lega þjóðleg. Þrátt fyrir ákveðinn skyldleika við íslensku landslagshefð-
ina hefur Guðni aldrei lagt mikið upp úr honum og yrði ábyggilega lítt
snokinn fyrir að láta bendla list sína við „göfugan málstað lýðveldisins".
Myndir hans eru heldur ekki svo mikið af (íslenskum) fjöllum og þær
eru (almennt) um fjöll, fjalla-fjöllun, „gatið“ milli hlutarins og þess sem á
hann horfir. Guðni heimfærir athuganir sínar á náttúrunni upp á rað-
venslakerfi rúmfræðinnar og klæðir landslagið í skrautlausan búning
grunnformanna, rétt einsog Cézanne taldi því best komið til skila.
Fyrstu verk Guðna voru þannig stundum lítið meira en strik, þríhyrn-
ingur og baugur (land, fjall, sól) sem hann útfyllti með fremur tætings-
legri pensilskrift. En í látlausri meðhöndlun sinni á viðfangsefninu hafa
skilin milli tákns og myndar, inntaks og stílbragðs, smám saman máðst í
burtu. Eða segja má að andstæðurnar hafi gengið í eina sæng. I öllu falli
er erfitt að henda reiður á hvar mörkin liggja.
Kannski er algjör óhlutdrægni ekki til. En ef hún væri það, þá reynir
Guðni að miðla „kjarna landslagsins" í gegnum bakdyrnar á algjörri
hlutdrægni. Ofugt við ný-expressjónisma síðasta áratugar er malerísku
yfirbragði verkanna ekki ætlað að bera vitni um skapgerð listamannsins.
Með því að kerfisbinda pensildrættina hefur Guðna lánast að sneiða hjá
þeirri formleysu sem tengd er við persónulegar tilfinningar, hjá hinu
sjálfvísandi og kempulega burstafari sem Lichteinstein skopstældi svo
eftirminnilega í Big Painting (1965), og jafnframt að draga úr „nærveru
sinni“. Og það að hann skuli ekki vera með innyflin utan á sér á kostnað
sjónrænna staðreynda, eða líta á „sálina" sem einhvern veginn ofan og
handan við líkamann, er einn af athyglisverðari flötum á list hans.
Hin tilvistarlega spegilmynd sem horfir við okkur í Onefndri 1992
nr. VII flytur okkur fram á við til útópískra Iðavalla og samtímis afturá-
bak eitthvert inn í okkur. Sú Ónefnda rænir augunum úr áhorfandanum
til að skoða sig sjálfa. Að horfa er fylgifiskur þess að hafa sjón og vera