Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 150
420
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
konar rytma, og loks myndaðist rímið á þessum endingum (upp-
haflega þýðir rím aðeins rytmi á latínu).
Rímið er áleitið stílbragð og barst út um Evrópu í kristnum
kveðskap. Á því leikur vafi hvort innrím dróttkvæðanna muni
skyldara kristnu rími eða norrænum samhljóðatengingum, því
það gæti hafa myndast sem eins konar mót-stuðlar, frekar en við
stælingu á latnesku rími. Mestu varðar þó um áhrif þess á tónlist
fornkvæðanna, að minni þungi fellur á stuðlana og athyglin bein-
ist að fleiru en þeim einum. Endarímið, sem tók síðan við af lá-
rétta innríminu, er vafalítið komið af kirkjulatneskum kvæðum.
Með tilkomu þess hverfur mótvægið sem ljóðstafirnir höfðu inni
í vísuorðinu, og lengd línunnar verður jafnframt óbreytanleg.
Þótt margt væri áhugavert að skoða frá breytingarskeiði fram-
burðarins verður aðeins þekktasta afurð þess, ferskeytlan, til um-
ræðu hér, og hún gerð að fulltrúa rímnaháttanna. Við grípum því
niður þar sem endarímið er orðið traust í íslenskri kveðandi og
bragurinn bundinn jafnt að hryn, sumsé bragliðaskipan, og
áherslum. Aðferðina gætum við nefnt áherslu-hrynbundinn
brag.38
Hljóðdvalarbreytingin veldur því að tvær kennivíddir sem
áður mátti greina að, styrkur og lengd atkvæðanna, eru nú alger-
lega samstígar í reglulegum rytmaslögum. Eins og fyrr greinir
hefur reglulegur rytmi aðra þýðingu í nýmálinu en í því forna, og
allt aðra þýðingu í íslensku en flestum öðrum tungumálum.
Munurinn liggur aðallega í möguleikum málsins að falla að brag-
grindinni.
Tungumál þar sem áherslur geta staðið allavega í orðum, og
eru ekki alltaf fremst, skarast á sífellt nýjan hátt við taktfasta
grind. Þau sjö atkvæði sem ættu að vera í oddalínu „hreinnar“
ferskeytlu gætu deilst niður á orð á fjölda vegu í því máli. Orðin
sem raðast í línuna geta til að mynda verið 3+1+1+2 atkvæði
(„leathergloves were left behind“), 1+2+4 atkvæði („I collect
collectionstamps"), og þannig mætti lengi telja, því ef við röðum
þannig ein-, tví- og þríkvæðum orðum í áherslu- og atkvæða-
38 Saga ferskeytlunnar nær í raun aftur fyrir hljóðdvalarbreytingu en hér skoð-
ura við hana í hinu nýja hljóðræna umhverfi.