Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 273
SKÍRNIR
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
543
ans af fjölrými, samanber Erró, mætti kenna póst-móderníska „nýaldar-
sýn“ Guðna við alrými.) Hjörleifshöfða svipar til þrítöflunnar Onefnd
1989 nr. I, er samanstendur af „bláum“, „gráum“ og „svörtum" flekum.
Guðna þótti samt ekki nóg að gert. I Onefndri 1989 nr. II - fjórir
strammar, hver um sig á stærð við hurð, sem spanna á tæplega átta metra
kafla frá heiðbláum til mettaðs indígóblás litar, næstum svarts, frá dreifð-
um öreindum til svarthols - er „skurðarlínunni" engin hvíld gefin. Það
er einsog verkið innihaldi allt efni jarðar. Guðni fiskar ósýnilega línuna
upp úr hinu Nietzsche-íska hyldýpi, bilinu á milli aðliggjandi
rammanna, og hrekur hana út fyrir „endimörk heimsins“.
Lóðrétt og lárétt pensilförin koma nú til skjalanna því þau eru sá
kóngulóarvefur, sá rammgerði fjötur, „sléttur og blautur sem silki-
ræma“, er heldur efni og tómi læstu saman. Grindin er kannski táknræn-
asta einkenni hinnar módernísku hefðar. Síðan hún var innleidd í mál-
verkum frum-kúbistanna hefur hún lifað hálfgerðu kóngalífi og smitast
kynslóða á milli, frá Picasso og Braque til Piet Mondrians og þaðan yfir
til Agnesar Martins, Jasper Johns, Brice Mardens og Sol LeWitts. Grind-
in, einsog listfræðingurinn Rosalind Krauss rökstyður af kantaðri for-
tölulist, er það meðal sem myndlistin hefur notað hvað mest til að
„einkavæða sjónsviðið" og koma í veg fyrir að frásagnarhefðin traðki á
yfirráðasvæði hennar. Hún heldur áfram að ala af sér fleiri dæmi um eig-
ið ágæti, samkvæmt Krauss, jafnframt því að vera andsnúin þróun og
umræðu. Krauss fullyrðir einnig að hún sé „and-eftirlíkingarleg og and-
náttúruleg". Eftir málflutningi hennar að dæma ættu málverk Guðna í
rauninni ekki að geta verið til. Er hann einfaldlega undantekningin sem
sannar regluna, eða má vera að honum hafi heppnast að rjúfa vitsmuna-
lega þögn grindarinnar og opna hana fyrir merkingarfræðilegum, jafnvel
frásagnarlegum, möguleikum? Krauss fjallar um hvernig ristanetið hefur
verið notað til að lýsa yfir „nýsköpunarmætti nútímalista". I tímalegum
skilningi er þetta net einfaldlega tákn nútímaleika, en:
I rýmislegum skilningi staðfestir grindin sjálfstætt ríki myndlistar-
innar. Hún er marflöt, geometríukennd, skipuleg, auk þess að vera
and-eftirlíkingarleg, and-náttúruleg, and-raunveruleg. Hún sýnir
hvernig listin lítur út eftir að hafa snúið baki við náttúrunni.
Flatneskjan sem stafar frá hnitásunum sópar burt eiginleikum raun-
veruleikans og hleypir hliðarútbreiðslu grindarinnar á tvívíðu yfir-
borðinu óskorað að. Reglufesta skipulagsins er ekki afleiðing eftirlík-
ingar heldur fagurfræðilegs ásetnings [...] Grindin gerir það að verk-
um að samtengingar á hinu fagurfræðilega plani virðast tilheyra öðr-
um heimi og vera, með hliðsjón af náttúrulegum hlutum, bæði end-
anlegar og fyrirfram ákvarðaðar. (The Originality of the Avant-
Garde and Other Modemist Myths, bls. 9-10. MIT Press, 1985)