Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA FORNLEIFA
367
1. Vaðlaþing
Vaðlaþing er nefnt í Víga-Glúms sögu, Ljósvetninga sögu og
Reykdæla sögu.35 Eru þar nefndar búðir á þingstaðnum og hann
sagður vera nærri Kaupangi, við austanverðan Eyjafjörð. I
Sturlungu kemur fram að Vaðlaþing var aflagt um árið 1200.36
Um nákvæma legu þingstaðarins eða afdrif búðanna höfum við
engar heimildir. Hins vegar fóru fornfræðingar á 19. öld um
Eyjafjörð og köstuðu fram þeirri hugmynd að Vaðlaþing hafi
verið haldið þar sem nú eru tóftir í svonefndri Búðarlág nálægt
Kaupangi í Eyjafirði.37 Undir aldamótin grófu þeir í þessar tóftir
og töldu sig vera að skoða þingstað, en skýrðu ekki frá hvað í
uppgreftinum sýndi að þar hafi þingmenn haldið til, fremur en
aðrar skepnur.38
2. Þingeyjarþing
I Reykdæla sögu er nefnt Eyjarþing.39 Arni Magnússon skrifaði
stutta lýsingu á Þingey í Skjálfandafljóti á fyrri hluta 18. aldar,
getur þar örnefnisins „Þinghóll“ og segir jafnframt að þar séu
engar þingbúða- eða lögréttuminjar.40 Fornfræðingar frá seinni
hluta 19. aldar og fram á þessa öld fundu þar m.a. fornleifar sem
þeir töldu vera þingbúðir frá söguöld, gerðu uppdrætti og grófu í
þær án þess að finna sérstök ummerki um þinghald.41
35 Islenzk fornrit IX, Jónas Kristjánsson gaf út (Reykjavík 1956), 93; Islenzk
fornrit X, Björn Sigfússon gaf út (Reykjavík 1940), 32, 43, 195-6.
36 Sturlunga saga, ritstjóri Ornólfur Thorsson (Reykjavík 1988), I, 132.
37 P. E. Kristian Kálund: Islenzkir sögustaðir III. Norðlendingafjórðungur. Har-
aldur Matthíasson þýddi (Reykjavík 1986), 94.
38 Daniel Bruun: Fortidsminder og nutidshjem paa Island: Orienterende Under-
sögelser foretagne i 1896 (Kaupmannahöfn 1897), 223-226.
39 Islenzk fornrit X, 236, 239, 240; Hinfoma löghók Islendínga sem nefnist Járn-
sída eðr Hákonarbók (Kaupmannahöfn 1847); Jónsbók og réttarbœtur, Ólafur
Halldórsson gaf út (Kaupmannahöfn 1904), 6.
40 Árni Magnússon: Chorographica Islandica. Safn til sögu Islands og íslenzkra
bókmennta. Annar flokkur, 1,2. (Reykjavík 1955), 96.
41 P. E. Kristian Kálund: tilv. rit, 117-118; Daniel Bruun: tilv. rit 1897, 220-223;
Brynjúlfur Jónsson: „Rannsókn í Norðurlandi sumarið 1905.“ Árbók hins ís-
lenzka fornleifafélags 1906 (1907), 3-6.