Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 49
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
319
orðin sjúk en aðeins óspilltur líkaminn og tilfinningalegar tján-
ingar hans heilbrigð.15
Það var ekki fyrr en á öndverðri 20. öld að heimspekingar
tóku að velta tilfinningunum fordómalaust og skipulega fyrir sér.
Ber hér einkum að nefna tvo strauma, sem hvor með sínum hætti
fylgdi öðrum þeirra tveggja tilfinningaflokka sem áðan var getið.
Annar straumurinn, sem náð hefur hvað lengst í greiningu þeirrar
gerðar tilfinninga sem í þrengri merkingu kallast geðshrœringar, á
rætur að rekja til raunhyggju þeirra J. Lockes og D. Humes.
Áhrifamesti höfundur þessarar hefðar á 20. öld er efalítið austur-
ríski heimspekingurinn L. Wittgenstein, en hann gagnrýndi þær
viðteknu skoðanir að tilfinning væri „innra ástand" sem væri
einkamál hvers og eins og einungis aðgengileg með einhvers kon-
ar sjálfsskoðun og að orðin sem við höfum um hana nefni þetta
innra ástand. Tilfinningahugtökin nefna ekki tilfinningarnar
heldur eru sjálf bein tjáning þeirra í orði og æði. Þau verða því
ekki dæmd nema frá sjónarhóli ytri athugunar og lúta sömu al-
mennu sannleiksskilyrðum og öll reglubundin orðnotkun. Það er
engum ofsögum sagt að málgreiningarheimspeki Wittgensteins
hafi umbylt aðferðafræði heimspekilegra rannsókna á mannlegu
tilfinningalífi og hleypt með því af stokkunum mikilli umræðu
sem enn er ekkert lát á, einkum í engilsaxnesku löndunum.16
Hinn strauminn má sumpart rekja til líf- og tilvistarheimspeki
Nietzsches og Kierkegaards og er hann stríðastur í rannsóknum
Þjóðverjanna M. Schelers, E. Blochs og sérstaklega M. Heidegg-
ers, en sá síðastnefndi reyndi að sýna fram á að bókstaflega öll
vitsmunatengsl mannverunnar við sjálfa sig, aðra og heiminn séu
grundvölluð í þeirri gerð tilfinninga sem hann kallaði „stemning-
15 Sjá F. Nietzsche, Also Sprach Zarathustra, I. hluti, Samtliche Werke. Kritische
Stndienausgabe in 15 Banden (ritstj. G. Colli og M. Montinari), Berlin/New
York 1967-1977, 4. bindi, bls. 39-41; Zur Genealogie der Moral, 3. hluti, sama
útg., 5. bindi, bls. 339 o. áfr.; eftirlátin skrif, sama útg., 11. bindi, bls. 576-579.
16 Kerfisbundnustu greiningu geðshræringa í anda málgreiningarheimspekinnar
er að finna í bók enska heimspekingsins A. Kenny, Action, Emotion and Will,
London 1963, og styðst ég einkum við hana hér á eftir.