Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LAGERSALA 40-80% afsláttur sýningareintök, útlitsgölluð húsgögn og smávara Aðeins þessa helgi 11. og 12. júlí Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Reykjavíkurborg auglýsir nú til sölu Lækjargötu 2 og 2b, og Austurstræti 22. Húsin eru tengd með sameig- inlegum kjallara og eru seld sem ein heild. Húsin brunnu eins og þekkt er árið 2007. Í kjölfarið keypti Reykja- víkurborg reitinn og endurbyggði hús sem þar stóðu, en leitast var við að endurreisa þau í sögulegri mynd. Samtals eru húsin 2.386 fermetrar en þau hýsa í dag veitingastaði, skrif- stofur, listaháskóla og verslun. Samkvæmt auglýsingu Eigna- miðlunar, sem annast söluna, er brunabótamat eignarinnar 1.627 milljónir kr. Borgin auglýsir eftir til- boðum en ekki hefur verið gefið upp hvaða verð borginni þætti ásætt- anlegt. Byggingarkostnaður borg- arinnar á reitnum nam á sínum tíma a.m.k. 600 milljónum króna en ná- kvæmar tölur liggja ekki fyrir. Hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborg auglýsti eftir til- lögum fyrir reitinn strax árið 2007 og hlutskörpust varð tillaga Argos, Gullinsniðs og Studio Granda. Húsin voru endurbyggð samkvæmt tillögu þeirra og leitast við að yfirbragð húsanna yrði sem næst sögulegu út- liti þeirra án þess að fórna nútíma- kröfum til bygginga fyrir atvinnu- starfsemi. Útleiga hófst að nýju í húsunum árið 2011. Húsin sem þarna hafa staðið í gegnum árin hafa haft mikil áhrif á götumynd miðbæjarins og jafnframt verið nátengd sögulegum atburðum. Lækjargata 2, hornhúsið, var byggt árið 1852 af P.C. Knudtzen kaupmanni. Það tók talsverðum breytingum í gegnum tíðina, var bæði hækkað og lengt. Helst hefur það verið kennt við Sigfús Eymunds- son, ljósmyndara og bóksala, en það er talið fyrsta hornhúsið sem hannað var sem slíkt í Reykjavík. Trampe greifi og Jörundur hundadagakonungur Húsið hýsti margs konar atvinnu- starfsemi en fyrir brunann var það líklega best þekkt fyrir kebab- veitingastað sem starfræktur var á jarðhæðinni. Einni hæð var bætt við húsið, með stærri gluggum en áður voru, þegar það var endurbyggt og er það nú þrjár hæðir auk riss og kjallara. Nú er þar verslun á jarð- hæð og skrifstofur fyrir ofan. Austurstræti 22 var byggt 1801 en komst í eigu Frederik Trampe, greifa og stiftamtmanns. Í valdaráni Jörgens Jörgensen, Jörundar hundadagakonungs, árið 1809 var Trampe greifi handtekinn og dvaldi Jörgen um tíma í húsinu. Þar hefur margs konar verslun verið hýst en þar var í eina tíð landsyfirréttur og bæjarþingstofa. Trampe greifi lét gera talsverðar breytingar á húsinu en hið endurbyggða hús sem nú stendur þar er fært til þess horfs sem það var í fyrir breytingar Trampe, að undanskilinni eldstó sem enn er varðveitt og er raunar það eina sem ekki eyðilagðist í eldsvoð- anum 2007. Fyrir brunann var þar skemmtistaðurinn Pravda, sem naut talsverðra vinsælda í þá tíð. Nýja Bíó Bakhúsið, Lækjargata 2b, var reist undir starfsemi Nýja bíós árið 1920. Hin nýja bygging er frekar í anda þess heldur en eftirlíking en það hús var á sínum tíma stærsta samkomuhús Reykjavíkur, rúmaði 500 manns. Húsið var í svokölluðum „júgendstíl“ en leitast var við að við- halda því yfirbragði við byggingu nýja hússins. Gamla húsið brann 1998 og var rifið og teygði húsið í Austurstræti sig yfir stæðið. Sam- eiginlegt stiga- og lyftuhús tengir bakhúsið við Lækjargötu 2. Ljósmynd/Eignamiðlun Endurreist Húsin við Lækjargötu og Austurstræti hýsa nú skrifstofur, verslun, veitingastaði og listaháskóla. Þau voru tekin í notkun á ný árið 2011 og eru nú öll í útleigu. Húsin á horni Lækjargötu til sölu  Reykjavíkurborg selur öll þrjú húsin saman með sameiginlegum kjallara  Brunnu árið 2007  Endurbyggð í fyrri mynd  Húsin í fullri útleigu  Brunabótamat 1,6 milljarðar króna Morgunblaðið/Júlíus Brunareitur Húsin voru gjörónýt í kjölfar brunans árið 2007 en bakhúsið sem hýsti áður Nýja- Bíó og brann 1998 var einnig endurreist í fyrri stíl, svokölluðum júgendstíl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki hafa átt nein viðskipti fyrir ítalska fyrirtækið Hacking Team, sem sérhæfir sig í tölvu- njósnabúnaði, og hafnar því að samskipti lögreglumanns við það hafi falið í sér óeðlilega háttsemi. Tölvupóstsamskipti sýna að hann spurðist fyrir um búnað til að hlera símtöl um netið. Reykjavík Grape- vine greindi fyrst frá þessu en gögnin voru frá Wikileaks. Í yfir- lýsingu lögreglu segist embættið telja það fjarri öllu lagi að lög- reglumaðurinn hafi sýnt af sér óeðlilega háttsemi með samskipt- unum. Lögreglan noti ýmsan búnað við rannsóknir mála og umræddur lögreglumaður hafi verið að kanna verð og notagildi búnaðarins. Segja samskipti við hakkara ekki óeðlileg „Fundur skálans við Lækjargötu bendir til þess að það hafi verið fleiri bæir og fjölmennari byggð í Reykja- vík strax á landnámsöld,“ segir Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, en þannig breytist sú mynd sem áður var á gömlu byggðinni í miðbæ Reykjavíkur. Fornleifafræð- ingar grófu niður á skála frá land- námsöld við Lækjargötu, und- ir bílastæði norð- an megin við hús- næði Íslands- banka, fyrr í vikunni. Þrátt fyrir þann óvænta fund hefur framkvæmdin haldist innan marka fjárhagsáætlunar. „Framkvæmdaraðilarnir hafa mætt þessu af miklum skilningi og þol- inmæði,“ segir Adolf en þeim beri skylda til að standa straum af rann- sókn minjanna. Mannvistarleifar sunnan banka Til stendur að grafa einnig sunnan megin við bankann, undir bílastæði á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, í sumar. Þar hafa verið grafnir prufu- skurðir sem leiddu mannvistarleifar í ljós. „Tjörnin náði þó talsvert inn á þá lóð á nítjándu öld og því er syðri hluti lóðarinnar uppfylling,“ segir Adolf. Heimildir sýna að hús var byggt á lóðinni árið 1901 og stóð á grunnum kjallara. Húsgrunnurinn ætti því að koma í ljós en ókunnugt er um að þar hafi staðið hús áður. Stærri en haldið var? Skálinn sem fannst norðan megin bankans er 20 metrar á lengd. Segir Adolf þó ýmislegt benda til að hann hafi í raun verið stærri og falli þann- ig í flokk með stærri skálum sem hafa fundist hér á landi. „Við enda skálans, þar sem hann skerst, er að finna eldstæðið en algengt var að það væri staðsett í miðjum skál- unum á þessum tíma. Það er því mögulegt að skálinn hafi verið hátt í 40 metra langur,“ segir Adolf en hann telur ómögulegt að fullyrða slíkt þar sem hinn endinn sé ekki til staðar. Verið er að safna sýnum við uppgröftinn og munu þau varpa frekara ljósi á hlutverk hússins og aldur þess. Áætlað er að greftrinum norðan megin bankans ljúki eftir um 2-3 vikur. laufey@mbl.is Veldur breytingum á upp- hafssögu Reykjavíkur  Fjölmennari byggð  Grafið sunnan bankans í sumar Morgunblaðið/Kristinn Minjar Uppgreftri lýkur norðan megin Íslandsbanka eftir 2-3 vikur. Adolf Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.