Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Það er ærið margt sem fer um aldinn huga þegar hlýtt er á eða horft til fregna af vett- vangi þjóðmála. Sá sem sat á löggjafarsamkomu okkar í sextán ár verður oft ansi undrandi á hegð- an manna á Alþingi. Vel man ég eftir að menn settu á langar tölur þeg- ar mönnum þótti nauð- syn að tefja mál, en að eyða klukkutímum saman í málskraf um fundarstjórn forseta, sú enda- leysa var ekki til. Eflaust hefur þetta ákvæði verið sett til að gjöra um- ræðuna markvissari, að ég tala nú ekki um gegnsærri sem er tízkuorð dagsins eða hvað og gamall fyrrver- andi hlýtur að spyrja sig til stjórn- arliða nú þetta varðandi sem not- færðu sér málskrafið ótakmarkað meðan þetta góða fólk var í stjórn- arandstöðu. Eða þá framíköllin ótal- mörgu sem æra mann stundum, nokkuð sem þekktist svo sem en í al- gjöru lágmarki miðað við þessi ósköp. Um orðfærið ræði ég ekki, en mínir beztu samverkamenn á þingi forðum daga forðuðust slíkt orðbragð og hefðu margir í dag mátt af þeim nokkuð nema. Nýliðnar eldhúsdags- umræður voru þó blessunarlega með öðrum brag, svo hver veit nema Eyj- ólfur hressist. Að öðru þá, sem skiptir fólk miklu í lífsbaráttunni, en þar er ég að tala um þátt bankanna í lífskjörum fólks. Þessara göf- ugmenna sem auglýsa að þeir séu að „hjálpa“ fólki til að eignast þak yfir höfuðið, þessara sem telja arð sinn í margmilljörðum, en segjast samt ekki fá nóg, þessara sem eru að loka fyrir þjónustu sína svo víða úti um land til að hámarka betur þessa heilögu arðsemi sína, þessara sem vilja fá aukabónusa ofan á ofurlaunin fyrir að hámarka arðinn, ekki fólksins heldur bankanna sjálfra, eitthvað sem venjulegt fólk skilur ekki eða jafnvel fyrirlítur sem ein- bera græðgi. Himinn og haf skilja á milli innláns- og útlánsvaxta, vaxta- munur sem er óþekkt fyrirbæri í ná- grannalöndum okkar, enda fjár- málasiðferði þar greinilega allt annað. Það rifjast upp fyrir mér að eitt sinn var hamrað á því að brýna nauðsyn bæri til að „losa fjár- málastofnanir úr viðjum spilltra póli- tíkusa“ eins og það var gjarnan orðað og nú eru þessar stofnanir sem sagt sjálfstæð fyrirbæri, lúta aðeins „hin- um heilbrigðu lögmálum markaðar- ins“ eins og það heitir víst í dag. Vaxtamunurinn og milljarðagróðinn eru táknin um þetta svokallaða heil- brigði. Og nokkuð á sömu nótum. Dæmið um Actavis, eða hvað það nú heitir nú, er lýsandi um það þegar erlendir auð- hringar ná tangarhaldi á dýrmætum hluta atvinnulífs okkar og ein- kennileg er sú kenning að við þurfum fyrst og síðast að ná slíkum hér inn í landið, auðhringum sem, eins og Al- coa og eflaust fleiri, skila gróðanum til erlendra móðurfélaga að mestu leyti eða flytja starfsemina úr landi þegar búið er að græða nóg hér eins og nú er raunin. Þessi dýrkun á auð- hringunum erlendu er ofvaxin mínum skilningi. En svo að samfélagsverkefni sem brýn þörf er að bæta og það ríkulega, því nú stendur upp á stjórnvöld að bæta hag þeirra tekjulágu hópa sem eru öryrkjar og aldraðir og eru á sama tekjulega rólinu og enn lægra þó en það fólk sem fékk þó leiðrétt- ingu sinna kjara nýverið, leiðréttingu sem er svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir. Ekki skal trúað að þetta tekjusnauða fólk verði skilið eftir. Auðvitað eru eldri borgarar ekki einsleitur hópur kjaralega séð, en því meiri nauðsyn er að bæta hag þeirra sem þar bera í dag minnst úr býtum. Það er samfélagsleg skylda að ör- yrkjar og eldri borgarar séu ekki við eða undir fátæktarmörkum. Taf- arlaus sambærileg hækkun til þeirra tekjulægstu og fékkst þó í kjara- samningunum er því eðlileg og sjálf- sögð krafa. Það er svo rétt að víkja í lokin að því kynferðislega ofbeldi sem virðist svo skelfilega víða beitt og örugglega er hræðileg staðreynd svo alltof, allt- of oft. Aðeins vil ég minna á þátt áfengis og annarra vímuefna í þess- um gjörðum, afsökun engin, síður en svo, en vissulega er þessi neyzla einn áhrifavalda þessa óhugnaðar. Þessi þáttur er alltof oft meðhöndlaður eins og feimnismál sem ekki er orð á ger- andi, en samt grunar mig, ef grannt er gáð, að þetta spili ískyggilega oft inn í þennan ógeðslega verknað. Og nú er af tauti komið talsvert meira en nóg og amen við hæfi. Horft til ýmissa átta Eftir Helga Seljan » Vaxtamunurinn og milljarðagróðinn eru táknin um þetta svokall- aða heilbrigði. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. Stórkostlegi skapari og eilífi lífgjafi, Guð, sem vakir öllu yfir og ert allt um kring með þinni eilífu blessun. Þú sem allt elskar og vekur með kossi sólar þinnar og vermir með heilagri nærveru anda þíns, takk fyrir fegurð lífsins! Nú þegar nóttin er björt, birtan algjör, allt út sprungið og í blóma, lofa ég þig og vil þakka þér fyrir fegurð sköpunar þinnar, fyrir fegurð lífsins sem blasir við mér hvert sem litið er. Hin íslenska sumarnótt er engu lík. Kyrrð kvöldanna og stillur morgnanna eru augnablik sem ég gæti hugsað mér að þreifa á. Augnablik sem ég fæ upplifað ár eftir ár. Augnablik sem ég gæti hugsað mér að gera að eilífð. Hvílík ólýsanleg fegurð! Algjör snilld! Fegurð sem ég má upplifa, meðtaka og njóta ár eftir ár. Laufguð tré, græn gróin tún, garðar í fullum skrúða með út- sprungin blóm eða villt náttúran með sína íslensku undrafegurð sem engu er lík. Börn að leik undir bláma himinsins sem spegl- ast svo skýr og tær í lygnum vötnum landsins og sólsetrið er engu líkt. Fjölskrúðug menningin með iðandi mannlífið á torgum og strætum í allri sinni fegurð og margbreytileika. Nánast orðlaus færi ég þér þakkir fyrir upplifunina og fyrir að fá að vera með, vera hluti af öllu saman. Hluti af einhverju sem er stærra og meira en ég næ að halda utan um, skilja eða skilgreina en fæ að þiggja og njóta. Takk fyrir birtuna og vonina sem henni fylgir. Hjálpaðu mér að opna augun fyrir fegurð lífsins og öllum þínu góðu gjöfum. Tendra þú ljós þitt í hjarta mínu svo ég fái gengið ævigötuna til góðs og uppörvunar þeim sem með mér ganga. Lát svo ljósið þitt breiðast út og ná þínum mildu og friðsömu völdum í hjörtum okkar allra svo við festumst ekki í tíðarandanum sem er svo hégómlegur og í rauninni ekki annað en eftirsókn eftir vindi. Hjálpaðu okkur heldur að opna augu okkar og hjörtu fyrir því sem öllu er æðra og alla varðar mest af öllu í lífi sem dauða, það er að opna augun fyrir fegurð lífsins, hleypa kær- leika þínum að svo við fáum blómstrað og notið þess friðar sem þú býðst til að veita okkur og við öll þráum innst inni. Lát daggir næturinnar verða að blessunardöggum sem vekja hjarta mitt og næra það til eilífs sumars, þar sem fegurð lífsins er við völd, svo mig þyrsti ekki fram- ar eftir því sem ekkert er. Því að ég er þess fullviss að bestu og fegurstu stundir ævinnar eru að- eins sem forréttur að þeirri veislu sem koma skal. Opnaðu því augu mín fyrir birt- unni og hjálpaðu mér að flýja ekki frá kærleika þínum. Endurnærðu mig í sumar. Leyfðu ferskum blæ þíns heilaga anda að leika um mig. Dýpkaðu líf mitt, gerðu mig rótfastan og heilsteyptari svo ég fái borið ávöxt. Varðveittu mig og mína og vaktu yfir okkur. Takk fyrir að fá að ganga í skjóli vængja þinna. Ég bið og þakka í Jesú nafni. Amen. Sumarbæn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Hin íslenska sumar- nótt er engu lík. Kyrrð kvöldanna og stillur morgnanna eru augnablik sem ég gæti hugsað mér að þreifa á og gera að eilífð. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.