Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Í þetta skipti er hátíðin frábrugðin því sem áður hefur verið að því leyt- inu til að hún verður eingöngu söng- hátíð,“ segir Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona og listrænn stjórn- andi tónlistarhátíðarinnar „Englar og menn“ sem hefst í Strandarkirkju í Selvogi á sunnudaginn kemur. Við- burðir hátíðarinnar munu svo standa fimm sunnudaga í júlí og ágúst. Dr. Pétur flytur inngangsorð Á fyrstu tónleikunum, sem hefjast klukkan 14 á sunnudaginn, kemur Björg fram ásamt Hrólfi Sæmunds- syni barítón og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, sem leikur á orgel og harmóníum. Yfir- skrift tónleika þeirra er Rómantík að sumri og munu þau flytja sígildar og rómantískar perlur eftir íslensk og evrópsk tónskáld. „Þetta er fjórða árið sem ég skipu- legg þessa hátíð. Fram að því hafði ég sungið sjálf á tónleikum þarna á hverju sumri frá árinu 2006. Það var kveikjan að því að bjóða fleirum að koma þarna fram og gestum að njóta og hlusta á þessum einstaka stað,“ segir hún, en á tónleikunum mun þríeykið meðal annars flytja verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thor- steinson, Tryggva M. Baldvinsson, Schubert, Schumann, Chopin, Bizet og fleiri. „Þema hátíðarinnar er englar, menn, land, trú, saga og náttúra. Það er svona rauði þráðurinn. Það er ekki eingöngu flutt íslensk tónlist en ís- lenska sönglagið mun alltaf fá að hljóma. Á sunnudaginn mun dr. Pétur Pétursson guðfræðiprófessor einnig flytja stuttan inngang að tónleikunum og ræða um sögu kirkjunnar og þá þjóðtrú sem tengist henni. Sagan seg- ir nefnilega að ljósengill hafi birst mönnum í sjávarháska þarna fyrir ut- Von á mikilli söng- veislu í Selvoginum  Hátíðin Englar og menn að hefjast Hip Hop Jazz Mash nefnast tón- leikar sem haldnir verða á Gauknum í kvöld kl. 22. Hip Hop Jazz Mash er bræðingur af hipp- hoppi og djassi, að því er fram kemur í tilkynningu, og á tónleik- unum koma fram rappararnir Class B og Immo, djasssöngkonan Anna Sóley og Náttmarðar kvart- ett. Náttmarðar kvartett er nýlega stofnaður djasskvartett en hann skipa á þessum tónleikum Helge Haahr sem leikur á trommur, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Birkir Blær Ingólfsson á saxófón og Benjamín Náttmörður á gítar. „Það verður frístælað, skattað, spunnið og djammað!“ segir um tónleikana í tilkynningu. Þeir hefjast kl. 22. Hip Hop Jazz Mash á Gauknum Bræðingur Benjamín Náttmörður, gít- arleikari Náttmarðar kvartetts. Hörður Áskelsson, organisti Hall- grímskirkju, leikur á tvennum tón- leikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina, kl. 12 á í dag og kl. 17 á sunnudaginn, og hefur hann einnig þegið boð um að leika í sumartónleikaröð Dómkirkj- unnar í Dijon í Frakklandi, La Cathédrale Saint- Benigne, 19. júlí nk. Þar mun hann leika úr efnis- skrám helgarinnar í Hallgríms- kirkju. Með tónleikum helgarinnar fagn- ar Hörður einnig útkomu nýs geisladisks, sem hann lék inn á á síðasta ári, en þetta eru fyrstu org- eltónleikar Harðar eftir að disk- urinn kom út, segir í tilkynningu. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru aðgengileg orgelverk sem ungir sem aldnir ættu að hafa ánægju af, m.a. umritun á „Brúð- kaupinu á Trold- haugen“ eftir Grieg og Bur- lesku og „Mar- íuversi“ Páls Ísólfssonar. Á tón- leikum morgundagsins leikur hann aðra efnisskrá, m.a. „Prelúdíu og fúgu í h-moll“ eftir J.S. Bach og „Magnificat svítu“ eftir Guilain af nýja diskinum. Leikur í Hallgrímskirkju og í Dijon Hörður Áskelsson Söngkonan og tónlistarkennarinn Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir, sem syngur eigin lög og texta undir listamannsnafninu Frida Fridriks, heldur tvenna útgáfutónleika til að kynna nýútkomna plötu sína, Lend Me Your Shoulder. Fyrri tónleik- arnir verða haldnir í kvöld kl. 21 í Hvolnum, Hvolsvelli, og þeir seinni á Café Rosenberg, Klapparstíg 27 í Reykjavík, á þriðjudaginn, 14. júlí, kl. 21. Hjálmfríður hefur verið bú- sett í Danmörku frá árinu 1996 og er tónlistarkennari í tónlistar- og listaskólanum í Næstved á Sjálandi. Hún hefur áður gert vögguvísuplöt- una Sofðu rótt og rann stór hluti af ágóða þeirrar plötu til Umhyggju, til styrktar langveikum börnum. Í tilkynningu segir að tónlist- arlega sé hægt að flokka lögin und- ir poppkántrí eða það sem Amerík- anar kalli „Adult Contemporary Country-Pop“ og platan hafi verið tekin upp með aðstoð valinkunnra danskra hljóðfæraleikara í hljóð- verinu Frostbox í Kaupmannahöfn. Heldur tvenna útgáfutónleika Frida Hjálmfríður Þöll notar listamanns- nafnið Frida Fridriks. Ted 2 12 Kjaftfori og hressi bangsinn Ted er snúinn aftur. Metacritic 48/100 IMDB 7,1/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 14.30, 17.15, 20.00, 22.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Terminator: Genisys 12 Árið er 2009 og John Con- nor, leiðtogi uppreisnar- manna, er enn í stríði við vél- mennin. Hann óttast framtíðina þar sem von er á árásum bæði úr fortíð og framtíð. Metacritic 39/100 IMDB 7,1/10 Laugarásbíó 22.35 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 14.50, 17.30, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Albatross 10 Tómas er ungur maður sem ákveður að elta ástina sína vestur á firði. Hann leggur framtíðarplön sín á hilluna og ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Morgunblaðið bbbmn Háskólabíó 20.00, 22.30 Inside Out Ung stúlka flytur á nýtt heimili og tilfinningar hennar fara í óreiðu. Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.30, 15.10, 15.40, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40, 13.00, 15.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 13.30, 13.30, 15.10, 15.40, 15.40, 17.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 13.00, 13.30, 15.30, 15.40, 17.50 Sambíóin Keflavík 15.00 Jurassic World 12 Á eyjunni Isla Nublar er nýr garður, Jurassic World. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 59/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.20, 23.00 Sambíóin Keflavík 17.30 Smárabíó 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Spy 12 Susan Cooper er hógvær starfsmaður CIA og hug- myndasmiðurinn á bak við hættulegustu verkefni stofn- unarinnar. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Smárabíó 20.00, 22.40 Mad Max: Fury Road 16 Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyði- leggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fá- máll og fáskiptinn bardaga- maður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Entourage 12 Metacritic 38/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.10 San Andreas 12 Jarðskjálfti ríður yfir Kali- forníuríki og þarf þyrlu- flugmaðurinn Ray að leggja á sig erfitt ferðalag til að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land til styrktar langveikum börnum. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 15.00 Hrútar 12 Bræðurnir Gummi og Kiddi hafa ekki talast við áratug- um saman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó 16.00 Bíó Paradís 18.00, 20.00 1001 Grams Bíó Paradís 18.00 Fúsi Bíó Paradís 18.00 Birdman Bíó Paradís 20.00 Hross í oss Bíó Paradís 20.00 Gett: The Trial of Viviane Amsalem Bíó Paradís 22.00 Vonarstræti Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Whiplash Bíó Paradís 22.15 Kvikmyndir bíóhúsanna Þrjú ár eru liðin síðan Mike hætti í nekt- ardansinum á hátindi ferilsins. Hann og félagar hans í Kings of Tampa halda nú í ferðalag til Myrtle Beach til að setja á svið eina flotta sýningu í viðbót. Metacritic 60/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 15.00, 17.30, 17.30, 20.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Magic Mike XXL 12 Dina hefur fengið yfirskilvitlega hæfileika móður sinnar í vöggu- gjöf og þegar móðir hennar lend- ir í fangelsi verður hún sjálf að koma erfingja krúnunnar til bjargar. Smárabíó 13.00, 15.30, 17.45 Háskólabíó 15.00, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Skammerens Datter 12 Skósveinarnir eru hér mættir í eig- in bíómynd. Metacritic 63/100 IMDB 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 14.00, 16.00, 16.00, 18.00, 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Álfabakka 13.30, 13.30, 15.40, 15.40, 17.50, 20.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10, 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 15.00, 17.30 Smárabíó 13.00, 13.00, 13.00, 15.30, 15.30, 15.30, 17.45, 17.45, 17.45, 20.00 Háskólabíó 15.00, 15.00, 17.30, 17.30 Borgarbíó Akureyri 14.00, 14.00, 16.00, 18.00, 20.00 Minions

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.