Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 þrjá á meðan meðaljóninn af- greiddi einn. Á þorrablótum hér fyrr meir á Mýrum, sem og á árshátíðum starfsmanna KBB, og víðar voru oft sungnar gamanvís- ur og bragir eftir Valtý og hann lék undir. Komur hans að Brúar- landi eru örugglega óteljandi, fyrst á heimili foreldra minna og síðar til okkar Snjólaugar. Hann var aufúsugestur sem gaman og uppbyggjandi var að fá í heim- sókn. Valtýr var jafnan glaður í sinni og eftir nokkra samræðu um daginn og veginn var hann farinn að segja sögur, t.d. af gömlum sveitungum okkar, eða flutti okk- ur vísur og ljóð eftir sig og aðra. Ég man þá tíð að hann taldi enga ljóðagerð brúklegan kveðskap nema hann væri rétt stuðlaður og rímaður. En viti menn, hann gaf út þrjár ljóðabækur og í tveimur þeim síðari eru nokkur ljóð sem ort eru undir óhefðbundnum hætti og þau eru hrein snilld. Valtýr rit- aði sögu ungmennafélagsins Bjarnar Hítdælakappa sem kom út árið 1972 á 60 ára afmælisári fé- lagsins og tvær smásögur gaf hann út fyrir nokkrum árum. Ungur að árum nam hann orgel- leik og var organisti í kirkjunum hér á Mýrum áratugum saman. Árum saman ritstýrði hann kaup- félagsritinu, sem KBB gaf út, og um tíma var hann ritstjóri héraðs- fréttablaðsins Borgfirðings. Og ekki má gleyma því framtaki hans að standa fyrir söngvökum á hverjum vetri í mörg ár, fyrst í Lyngbrekku og síðar í Borgar- nesi. Þau liggja því víða sporin hans Valtýs á menningarsviðinu. Við hjónin þökkum samfylgdina og vottum vinum hans og ættingj- um samúð. Guðbrandur Brynjúlfsson. Þegar lagt er af stað í ferðalag er ekki gefið hverjum við mætum á leiðinni, né hversu lengi við verð- um samferða hverjum og einum. Því síður við hverja myndast vin- áttutengsl. Þannig er það í lífinu, við vitum það ekki í upphafi þegar við kynn- umst einhverri manneskju, hvort vinátta muni myndast, sem mun vara út lífið. Það var í kaupfélag- inu þegar hann kom að versla og ég að afgreiða, sem ég man fyrst eftir Bjarna Valtý. Ekki man ég nákvæmlega ártalið, en Bjarni gat þess oft er hann minntist manna, hvar og hvenær hann hitti við- komandi fyrsta sinni. Vinátta við okkur fjölskylduna má telja í tug- um ára og hófst hún þegar þeir Hreggviður kynntust í Rotarý. Bjarni var svo sannarlega vinur vina sinna og með trygglyndustu mönnum sem ég hef þekkt. Það breytti ekki hvort um var að ræða foreldra, vini, félög sem hann var í eða heimabyggðina. Hvað varðaði virðingu við móður sína má nefna að hinn 13. janúar ár hvert hélt hann upp á afmæli hennar eftir fráfall hennar. Hann dekkaði borð bæði í innri og fremri stofunni og margt var um manninn. Ef ein- hverjir komust ekki þá var 2. og 3. í afmæli. Þá var kátt á Sæunnar- götunni, spilað á píanóið og sung- ið. Á borðum var heitt súkkulaði með rjóma og meðlæti. Strax á nýju ári nefndi hann að nú færi að styttast í hinn 13. Hann kunni að hlakka til og vekja eftirvæntingu annarra fyrir því sem framundan var. Hugur hans var fullur af hug- myndum, alltaf að skipuleggja eitthvað. Minnisstæðar eru söng- vökurnar sem hann hélt í Lyng- brekku og síðar í Félagsbæ, þar sem sungið var heilt kvöld og stemmur kveðnar. Að sjálfsögðu var Bjarni við flygilinn. Síðustu söngvöku endaði hann á að spila Júnínóttina eftir vin sinn Rafn Jónsson, sem er látinn. Það var gaman að fá að aðstoða við veit- ingarnar sem hann bauð upp á. Bjarni átti auðvelt með að setja saman vísur, sama hvert tilefnið var og þurfti það ekki alltaf að vera merkilegt. Oftar en ekki á gamansömum nótum, en Bjarni hafði afar gott skopskyn. Minni hans var einstakt svo og frásag- argleðin mikil. Atburðir úr æsku hans urðu ljóslifandi er hann sagði frá. Yfir kaffibollanum við eldhús- borðið átti hann til að rekja hvað Gunnar Huseby kastaði kúlunni langt á hinum ýmsu mótum og við hvaða veðurskilyrði. Ekki festist það í minni mínu. En Bjarni var talnaglöggur með afbrigðum og mundi t.a.m. óteljandi met í frjáls- um íþróttum utan- sem innalands. Betri íslenskumanni hef ég ekki kynnst og var hann afar nákvæm- ur í skrifum og yfirlestri. Trúi að ekki hafi margar villur slæðst inn í Kaupfélagsritið eða Borgfirðing þegar hann var þar ritstjóri. Það er erfitt að trúa að hann eigi ekki eftir að gleðja okkur með heimsóknum sínum eða símtölum. Það var sárt að hafa ekki náð að kveðja Bjarna. Hann leit ekki á sig sem gamlan, þó að orðinn væri 86 ára. Hann var svo ungur og léttur í spori að okkur fjölskylduna grunaði ekki að komið væri að ferðalokum hér á jörðu. Himinninn glóði í vestrinu júní- nóttina sem Bjarni kvaddi og trúi ég að Rafn vinur hans hafi tekið á móti honum og leikið Júnínóttina á harmonikkuna. María Jóna Einarsdóttir. Mér hefur oft orðið hugsað til þess á undanförnum árum hvílík forréttindi það voru að fá að kynn- ast svo sérstökum karakter og slíkum snillingi og fjöllistamanni sem Bjarni Valtýr var. Bjarni hafði stálminni betra en flestum er gefið. Til dæmis kunni hann öll met og tölur yfir hin ýmsu frjálsíþróttamót. Bjarni var sann- arlega talnaglöggur og eldsnögg- ur að finna eitthvað merkilegt við tölur sem hann sá eða heyrði. Sér- gáfur Bjarna hafa greinilega kom- ið snemma fram. Þegar hann var aðeins 6 ára tók hann upp á því upp á sitt eindæmi að hætta að segja s og þar af leiðandi öll orð sem innihéldu bókstafinn. Bjarni var einnig flinkur píanó- leikari og organisti og samdi fjöldann allan af fallegum ljóðum og lögum. En Bjarni hafði alveg sérlega næmt tóneyra. Í sumum heimsóknunum til okkar á Böðv- arsgötu 17 gat hann tekið heilu umræðurnar um feilnótu sem ein- hver hafði slegið í einhverju lagi í messu eða um það hvernig ein- hver gömul lög væru nú orðið allt- af sungin með vitlausum áherslum eða orðum sem ekki ættu að vera. Það er öruggt að greindarvísi- tala Bjarna hefði mælst vel yfir meðallagi. Eins og við höfum oft sagt heima fyrir voru mistök að senda Bjarna aldrei í Útsvar fyrir hönd Borgarbyggðar. En Bjarni var ekki aðeins vitur, hann var líka góður vinur og rausnarlegur í gjöfum og gest- risni. Þegar ég var skírð gaf Bjarni mér alveg sérstaklega fal- lega skírnargjöf sem ég met mik- ils; hann samdi ljóð og lag um mig sem hann fékk einsöngvara til að syngja inn á spólu við eigin undir- leik. Þá var Bjarni alltaf boðinn og búinn að spila í veislum innan fjöl- skyldunnar. Sérstaklega eru mér minnis- stæð „mömmuafmælin“ og söng- vökurnar sem Bjarni hélt. Á þeim tyllidögum var alltaf kátt á hjalla, Bjarni spilaði á píanó, gestir sungu upp úr sérsamsettu söng- heftunum Uglunni og Kálfinum, fóru með stemmur og alltaf var huggulegt kvöldkaffi á boðstólum. Síðustu árin dvaldi Bjarni mest í Reykjavík hjá vini sínum Helga og kettinum Kela sem hann hélt einkar mikið upp á. Enda Bjarni mikill kattavinur. Ég gleymi ekki þegar við fórum í 10 ára stóraf- mæli kattarins Kela I á Njálsgöt- unni þar sem Bjarni var gestgjafi ásamt Helga vini sínum – það var bókstaflega eins og fínasta ferm- ingarveisla með bakarístertum og til að kóróna allt gaf Bjarni gest- um Kelabók sem hann hafði útbú- ið og var uppfullt hefti af kvæðum sem hann hafði ort um köttinn. Þegar Bjarni kom í heimsókn til okkar var alltaf fróðlegt og áhugavert að hlýða á frásögn hans af því sem á daga hans hafði drifið; til að mynda frá gangi mála á Tíu dropum, athæfi kattarins Kela, eða ferðasögur frá ferðum hans á Ólympíuleikana þar sem hann ís- lenskaði allt; staðarheiti og nöfn á fólki. Allt sem Bjarni gerði gerði hann vel og af nákvæmni. Hann var velvirkur, lífsglaður og at- hafnasamur allt til síðustu stund- ar. Takk, Bjarni, fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem munu aldrei líða mér úr minni. Meira: mbl.is/minningar Sesselja Hreggviðsdóttir. Látinn er besti heimilisvinur minn og gistivinur Bjarni Valtýr Guðjónsson. Kynni okkar hófust í Kolaport- inu fyrir 12 árum í tengslum við kunningsskap Bjarna Valtýs við náinn frænda minn. Ég sá það fljótt að Bjarni Valtýr var fram- úrskarandi góður maður og að því kom að ég bauð honum gistingu þegar hann væri í Reykjavík. Þegar Bjarni Valtýr hóf að gista hjá mér á Njálsgötu 5 bjó á efri hæðinni góð kona, Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi. Hún átti köttinn Kela og Bjarni Valtýr, sem var mikill dýravinur, orti um hann margar vísur og kvæði sem hann birti í smákveri sem hann nefndi Kelaljóð. Keli þessi kom svo við sögu í viðtali við okkur Bjarna Valtý í Morgunblaðinu á sínum tíma. Síðar kom annar Keli við svipaða sögu, en hann fengum við hjá heiðurskonunni Sigríði Heiðberg. Bjarni Valtýr var einstaklega nærgætinn og tillitssamur í fram- komu á heimilinu og hafði sem sagt þægilega nærveru. Það er misjafnt eins og annað. Mér líkaði strax vel við hann og fannst hann líkjast föður mínum að mörgu leyti í háttum. Bjarni Valtýr var afar vandaður maður til munns og handa. Hann dró alltaf fram betri hlið á hverri manneskju og aldrei heyrði ég hann hafa uppi illmæli um neinn. Hann skrifaði ljóða- bækur og sögur og var kirkjuor- gelleikari í fimm kirkjum á Mýr- um vestur. Hann var aðdáandi íslenskrar þjóðmenningar sem birtist eink- um með lotningu fyrir þjóðfánan- um og þjóðsöngnum. Hann var einnig mikill unnandi sígildrar tónlistar og annarra fagurra list- greina. Margt mætti fleira jákvætt og fallegt segja um Bjarna Valtý en nú kveð ég í bili vin minn á þessum vegamótum, manninn sem nefndi mig sem gistihúsbónda sinn. Ég mun sárt sakna hans, svo og kíkillinn Keli. Helgi Ásgeirsson. Það er hlutskipti þeirra sem ná háum aldri að fylgja vinum sínum til grafar. Ég kvarta ekki undan því, en finnst samt erfitt og ósann- gjarnt þegar örþreytt gamal- menni standa yfir moldum ungra afkomenda sinna og vina. Bjarni Valtýr Guðjónsson sem í dag er kvaddur og borinn til graf- ar var að mörgu leyti sérstakur persónuleiki sem eftir var tekið. Gáfur hans voru miklar og minnið trútt, sérstaklega á tölur. Hann mundi ótrúlega mikið af fæðing- ardögum og fæðingarárum vina sinna af svo miklu öryggi að til heimilda mátti telja. Nokkur vinátta var milli for- eldra okkar þótt nágrannar teld- ust ekki, en móðir Bjarna var frá Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi og því úr hópi næstu nágranna okkar og vina. Hann var liðtækur píanóleikari og í hópi bestu kirkjuorganista. Á því sviði myndaðist góð vinátta okkar á milli frá unga aldri. Það var svo eftir að Bjarni flutti í Borgarnes að samverustundum okkar fjölgaði, því Bjarni spilaði á öllum kirkjustöðunum fimm á Mýrum, þar sem ég aðstoðaði við söng. Þar sem sami prestur, frændi hans, séra Þorbjörn Hlyn- ur Árnason, þjónaði á fjórum þeirra, var þetta árekstralítið. Oft var Bjarni fenginn til að spila í öðrum kirkjum, til dæmis á Snæ- fellsnesi og Skógarströnd. Alloft fór ég með Bjarna í þessar kirkju- ferðir og var um tíma fastur ferða- félagi hans að Staðarhraun- skirkju. Á þessum ferðum þar sem við vorum tveir ferðafélagar myndaðist mikil vinátta og trún- aðartraust okkar á milli. Þá sagði Bjarni mér margt um óskir sínar, vonir og þrár. Einhvern tíma sagði Bjarni mér hvað hann hefði spilað við guðsþjónustur í mörg- um kirkjum. Þær voru ótrúlega margar víða um landið. Um bókmenntaáhuga hans, rit- höfundarhæfileika og ljóðagerð fjalla ég ekki þar sem ég tel víst að margir muni minnast þess. Bjarni var sannur Mýramaður og unni æskustöðvum sínum af barnslegri einlægni. Oft töluðum við um, og skildum ekki af hvaða rót það væri sprottið þegar menn fóru niðrandi orðum um Mýrar og Mýramenn. Árið 1925 flutti frá Fíflholtum í Hraunhreppi til Akureyrar Ár- mann Dalmannsson. Hann var vel skáldmæltur og við brottför sína norður orti hann kvæðið „Á norð- urleið“. Mér finnst vel við hæfi að Bjarni Valtýr geri síðasta erindi þess kvæðis að kveðjuorðum sín- um til samferðamanna að leiðar- lokum. Kveð ég fjöll og fjörusanda, flúðir, eyjar, sker og granda. Kveð ég grænan gróðurreit. Kveðjuorð frá Mýramanni máttu flytja að hverjum ranni „þegar þú kemur þar í sveit“. (Ármann Dalmannsson). Árni Guðmundsson frá Beigalda. Bjarni Valtýr Guðjónsson fæddist á landnámsjörð Þorkels trefils, Svignaskarði í Borgar- hreppi, en kenndi sig jafnan við Svarfhól í Hraunhreppi. Bjarni tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 eftir nám að Laugavatni. Upp frá því var hann fóstursonur árgangsins okkar, MR52. Hann var félagsvera og var manna dug- legastur að sækja mánaðarlegar kaffidrykkjur okkar, þó að um langan veg væri að fara. Hann var vel liðinn, skemmtilegur á sinn hægláta hátt; tranaði sér ekki fram. Bjarni Valtýr lék gjarnan undir söng og dansi, oftast á hljómborð. Vorhátíðir okkar þóttu ekki vel heppnaðar ef hljómborðið vantaði. Á hverri samkomu varpaði hann fram stöku eða stökum um samkomuna eða líðandi stund. Eru þær flestar geymdar í fund- argerðarbókum. Eitt sinn er 16 voru mættir til samdrykkju og báru 15 þeirra nafn, sem byrjaði á samhljóða. Þá mælti Bjarni: Samhljóðabræður sópast inn, segjum að gaman kárni. Dæmin um þetta fljótt ég finn, fagnaðar bíður Árni. Bjarni var fjölhæfur og skemmtilegur. Hann var gjaldkeri Kvæðamannafélagsins Iðunnar en um leið fræðibókahöfundur, ljóðskáld, skáldsagna- og smá- sagnahöfundur, þýðandi, og org- anisti í minnst 5 sóknum, en mest við Staðarhraunskirkju. Mér fannst gaman að lesa álfasögurnar hans, sem hann samdi á 21. öld- inni. Í þessari stöku frá mars 2015 blandast bjartsýni og angurværð. Nálgast ört að vitji vorið, vakna í huga gamlar stundir. Ennþá ganga óskasporið, endurnýjast gleðifundir. Á barnsaldri tók Bjarni upp á þeirri sérvisku að hætta að segja „ess“ í ein tvö ár. Hann bjó þá til nýyrði fyrir öll þau orð sem í var bókstafurinn „s“. Sem dæmi um nýyrðin má nefna; „beljubær“ var fjósið, „klárabær“ var hesthúsið og „lækmaður“ var silungur. Á síðari árum orti hann nokkuð af lausavísum, s-lausum, sér til gamans. Á barnaskólaaldri, man ég eftir ýmsum tilraunum barna til að læra sérstök mál, sem aðrir áttu ekki að skilja. Föðurbróðir Bjarna, Jón Guðmundsson í Hólmakoti kenndi Bjarna p-málið. Bjarni lærði það fljótt og varð afar mælskur á því. Hann hélt því við alla ævi og gat talað það reiprenn- andi til hins síðasta. Kominn er ég í framhaldsfrí, fölnar birta á skjánum og keppist við að æfa mig í upp að snúa tánum. Góður vinur Bjarna var Helgi Ásgeirsson á Njálsgötu 5, en hjá honum gisti Bjarni jafnan er hann kom til Reykjavíkur. Þeir fé- lagarnir drukku reglulega kaffi saman á „Tíu dropum“ á Lauga- veginum og kváðu þar um tíma báðir til Ketils Larsen og um mið- bæjarköttinn Kela. Var það haft að gamanmáli að Ketill hefði það fram yfir fursta og konunga miðalda, að hann hafði tvö hirðskáld, en ekki eitt eins og hinir. Nú er Bjarni Valtýr allur og verður hans minnst í hugum okk- ar MR52-inga, sem góðs félaga og vinar. Tók það hann einn vetur að verða MR-ingur, en flestir okkar voru fjögur til sex ár í MR. Bjarni Valtýr Guðjónsson var vandaður, fjölhæfur og naut sín í fjölmenni. Við syrgjum góðan dreng og vottum aðstandendum dýpstu samúð. Gunnar Torfason, MR52. Þegar ég á sjötta ári kom að Staðarhrauni var mér sagt að handan við hraunið væri bær og þar strákur á mínu reki en líka refabú. Þetta var dálítið spenn- andi, einkum refabúið. Um haust- ið fórum við fóstra mín svo yfir hraunið að Svarfhóli að kanna málið. Okkur var vel fagnað og við strákarnir sendir út til að leika okkur. Valli fann sér helst til skemmtunar að kasta í mig blaut- um ullarlögðum sem lágu á hlaðinu. Móðir hans kom þá út og sagði að hann ætti að vera góður við nýja drenginn. Upp frá því hef- ur hann aldrei vikið að mér öðru en góðu. Það kom eins og af sjálfu sér að við urðum leikfélagar, hann einbirni, ég einn í hópi fullorðinna. Árum saman áttum við leið yfir hraunið til leikja og langra sam- tala um allt milli himins og jarðar. Það var helst yfir blásumarið að við hittumst sjaldan enda þá margt um aðkomufólk og krakka á báðum bæjunum. Þegar leið að hausti og að vetrinum hittumst við oft. Ég leit mikið upp til þessa ná- granna míns. Hann var ári eldri en ég og stærri og sterkari. Þar að auki kunni hann að spila á orgel svo vel að á fermingaraldri byrjaði hann að spila við messur í Staðarhraunskirkju. Svo kunni hann að yrkja og skrifaði greinar og fréttir í lítið blað í fáum eintök- um sem ég veit ekki hvort hafa varðveist. Með árunum fækkaði samveru- stundunum. Við tókum þó saman stúdentspróf. Ég fór til útlanda og stöku sinnum komu bréf frá Valla, margar þéttskrifaðar síður með sögum úr sveitinni. En þar var ekkert um einkamál eða áhyggjur. Við hlífðum alltaf hvor öðrum við allri tilfinningasemi. Þótt oft liði langur tími milli þess að við hittumst olli það eng- um vanda. Samtal okkar hélt áfram í sjötíu og níu ár eins og ekkert hefði ískorist. Nú í júnílok var það orðið eintal. Og hvað var þá hægt að segja annað en: takk fyrir vináttuna, takk fyrir tryggð- ina, takk fyrir spjallið. Haraldur Ólafsson. Það er mikill söknuður og góð- ar minningar sem koma upp í hug- ann við fráfall Bjarna Valtýs. Heiðarlegur og sannur drengur og Íslendingur leitar á ný mið. Bjarni fullorðnaðist snemma. Hann bjó með foreldrum sínum á Svarfhóli og síðar með móður sinni á Sæunnargötunni í Borgar- nesi. Sýndi hann þeim mikla tryggð alla tíð. Stundirnar sem við fjölskyldan áttum með Bjarna voru kærleiksríkar, uppbyggileg- ar, fræðandi og skemmtilegar. Þá voru samverustundirnar sem við áttum, við að fylgjast með söngva- keppni evrópsku sjónvarpsstöðv- anna sérlega skemmtilegar. Það er löngum sagt að maður eigi jafn- framt því að vaxa og þroskast og nýta guðsgjafirnar, að varðveita barnið i okkur. Þetta auðnaðist Bjarna Valtý. Vertu sæll, góði vinur, það var okkur fjölskyldunni heiður að kynnast þér. Hreggviður Hreggviðsson. Kveðja frá Rótarý- klúbbi Borgarness. Bjarni Valtýr Guðjónsson gekk í Rótarýklúbb Borgarness árið 1981. Frá fyrstu tíð ræktaði hann vináttu og tengsl sín við klúbb- félaga af alúð og samviskusemi. Sýndi það sig m.a. með fádæma góðum mætingum hans á alla fundi og viðburði klúbbsins. Hlaut Bjarni Valtýr því viðurkenningu frá klúbbnum fyrir hundrað pró- sent mætingu í árafjöld. Rótarýklúbbur Borgarness naut ríkulega starfskrafta Bjarna Valtýs. Þannig gegndi hann trún- aðarstöðum fyrir klúbbinn, allt nema starfi gjaldkera. Þökkuðu félagar honum tryggð og fórnfúst starf með því að gera hann að Poul Harris-félaga, sem er æðsta við- urkenning Rótarýhreyfingarinnar til einstaklinga og síðar varð hann jafnframt gerður að heiðursfélaga klúbbsins. Bjarni Valtýr kunni þá list að gleðjast með glöðum, var húmor- isti góður, hagmæltur vel og samdi á stundum gamanbragi fyr- ir skemmtiviðburði klúbbsins sem góður rómur var gerður að og fé- lagar nutu í hvívetna. Bjarni Valtýr Guðjónsson var góður félagi sem vann klúbbnum sínum vel. Að leiðarlokum vilja Rótarýfélagar í Borgarnesi því þakka fyrir vináttu, tryggð og ánægjulegt samstarf. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson.) F.h. Rótarýklúbbs Borgarness, Birna Guðrún Konráðsdóttir forseti. Kveðja frá Katta- vinafélagi Íslands. Látinn er í Reykjavík dýra- og mannvinurinn Bjarni Valtýr Guð- jónsson. Bjarni Valtýr bar ávallt hag Kattavinafélagsins og Kattholts fyrir brjósti og vildi veg þess sem mestan og bestan. Þegar haldinn var basar til fjáröflunar fyrir starfsemina, brást ekki að hann mætti ásamt vini sínum, dýravin- inum Helga Ásgeirssyni. Bjarni Valtýr var fundarritari á aðalfundum félagsins í á þriðja áratug og eru fundargerðir hans einstaklega vel unnar og mikil- vægar heimildir um starfsemina. Hátíðlega klukkur klingja, ómþýðum hljóm. Englar himins allir syngja, ómþýðum róm. Þú ert jarðar faðminn flúin, flytur þig til himna trúin, ódauðlegri sálu búin, heim, heim um nótt. (All through the night; þýðing MS.) Það var mikil gæfa fyrir Katta- vinafélagið að fá að njóta velvilja og starfa Bjarna Valtýs. Þökkum góð kynni og biðjum honum blessunar Guðs. Við og kisurnar söknum vinar í stað. Með samúðarkveðjum til ættingja og vina. F.h. stjórnar Kattavinafélags Íslands, Halldóra Björk Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.