Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 ✝ Bjarni ValtýrGuðjónsson fæddist á Svigna- skarði í Borgarfirði 17. febrúar 1929. Hann lést á Land- spítalanum 28. júní 2015. Hann var sonur hjónanna Málfríðar Þorbjargar Þor- bergsdóttur hús- freyju, f. 13. janúar 1896, d. 6. júní 1990, og Guðjóns Guðmundssonar, bónda á Svarf- hóli, f. 31. ágúst 1893, d. 5. janúar 1976. Bjarni Valtýr flutti eins árs gamall með foreldrum sínum að Svarfhóli í Hraunhreppi, Mýra- sýslu, og ólst þar upp og bjó þar til ársins 1977 að hann fluttist 1960 og lauk áfangaprófum. Bjarni Valtýr sat í stjórnum og starfaði að framgangi fjölda fé- laga og félagasamtaka, s.s. Ung- mennafélagsins Björns Hítdæla- kappa, Félagsheimilisins Lyng- brekku, Örnefnanefndar UMSB, Sögufélags Borgarfjarðar, Gróð- urverndarnefndar Mýrasýslu, Náttúruverndarnefndar Mýra- sýslu, áfengisverndarnefndar Hraunhrepps, Framsóknarfélags Mýrasýslu, Héraðsbókasafns Mýrasýslu, Kvæðamannafélags- ins Iðunnar og Kattavinafélags- ins. Hann var sæmdur gullmerki UMSB árið 1972 og Starfsmerki UMFÍ árið 1975. Bjarni Valtýr gaf út fjórar ljóðabækur, tvær frum- samdar sögur og nokkrar þýð- ingar á erlendum skáldsögum. Bjarni Valtýr var ókvæntur og barnlaus en var mjög náinn frændsystkinum sínum og afkom- endum þeirra. Útför Bjarna Valtýs fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 11. júlí 2015, kl. 14. Jarðsett verður á Ökrum kl. 17.30. með móður sinni til Borgarness. Hóf þá störf í bygginga- vörudeild Kaup- félags Borgfirðinga og starfaði þar til sjötugs. Bjarni Val- týr var organisti í kirkjunum á Stað- arhrauni, Ökrum, Álftártungu, Álfta- nesi og að Borg til dauðadags, alls í 72 ár frá því hann fyrst lék við sína eigin fermingu á Staðarhrauni ár- ið 1943. Bjarni Valtýr lauk stúdents- prófi árið 1952 frá MR, nam við söngskóla Þjóðkirkjunnar 1953, stundaði nám í heimspeki, uppeld- isfræðum, ensku og dönsku við Háskóla Íslands á árunum 1955 – Mín er hafin mesta reisa mörgum gæti þetta virst … Svona orti frændi minn Bjarni Valtýr í sinni fyrstu utanför. Við vorum þá þrír á leiðinni á Ólympíuleikana í Atlanta; Valli, eins og við fjölskyldan kölluðum hann, þá 67 ára, ásamt syni mín- um Baldri að verða 11 ára. Og öll þau ævintýri sem við áttum saman sýndu mér nýja hlið á þeim frænda sem ég hafði þekkt síðan ég barn kom að Svarfhóli, þar sem allir voru jafnir, ungir sem aldnir. Sumarið 1991 höfðum við frænd- urnir horft í sjónvarpi í sumarbú- staðnum í Svarfhólslandi á heims- met sett í langstökki karla og í galsa svarið þess heit að fara sam- an á Ólympíuleika. Eitt ár þótti of stuttur tími til undirbúnings þann- ig að 1996 var látið verða af því og Baldur litli kom með. Í þessari ferð og fleiri ferðum síðar, kom í ljós þvílíkur heimsmaður Valli var. Strax við vegabréfaeftirlit leiðrétti hann mig er ég sagði hann vera minn „Uncle“. Þú hefðir átt að segja „He is my father‘s first cousin.“ Við sluppum þó samt í gegn. Og í Washington borg vaknaði hann fyrir allar aldir einn morgun til að ná í miða í skoðunar- ferð um Hvíta húsið. Ráðlagði konu síðan hvar ætti að sækja slíka miða og sagði síðar það vera nokkuð fyndið að hann skyldi vísa til vegar í Washington í sinni fyrstu utanlandsferð. Allt var prófað í mat og skoðunarferðum, opinn hugur til að læra og nema. Og vísurnar voru á hraðbergi. Í Aþenu á Ólympíuleikum 8 árum síðar, um miðja nótt var stöðvaður bíll til að borða fíkjur beint af trjánum; feta ostur snæddur ómældur í fjallaveitingahúsi, bað- að í gríska Eyjahafinu. Nú eða í Hróarskeldu þegar hann 79 ára spilaði nótnalaust fjögur lög á risaorgel þeirrar konunglegu dómkirkju svo túristar námu and- aktugir staðar og nutu stundar- innar. Og síðar þann dag farið í Kristjaníu og svo í sjóinn við Bel- levue-strönd. Alltaf kom hann Valli frændi mér á óvart með sinni víðu og opnu sýn á fjölbreytileika tilver- unnar. Ég vissi í vor að ekki stefndi í gott þegar hann kom með hand- skrifað plagg og vildi fara vestur til að ganga frá málum. Hinn 26. maí áttum við saman síðustu heimsókn hans heim að Svarfhóli. Brauð skyldi tekið með handa hrafninum, sem gefið var með skilum á Kirkjubalanum á Svarf- hólnum. Upp melana sagði ég honum frá tófu sem sést hafði þar viku áður. Umhyggja hans fyrir því lífi var ekkert minni en fyrir öllu öðru sem lífsandann dregur. Hann var ánægður að hitta bænd- urna á Mel og Staðarhrauni og skrifa upp á plögg á Helgastöðum. Kátir í lok dags borðuðum við kjötsúpu í Borgarnesi. Við vissum báðir að það yrði síðasta súpan þar. Minn kæri vinur Valli, sem svo margt gaf okkur Möggu og Baldri og Rósu Björk er nú farinn. Ég heyrði hans síðasta andvarp morguninn 28. júní sl. og það er með fullri vissu um að hann var á förum á góðan stað til sinna að ég kveð hann nú þegar hann heldur í sína síðustu reisu. Vertu sæll, minn góði vinur, og far þú í Guðs friði. Þórólfur Árnason. Það var vorið 1989 að við Þór- ólfur fórum með frændunum Bjarna Valtý og Árna, tengdaföð- ur mínum, vestur að Svarfhóli. Er- indið var að velja heppilegan stað fyrir sumarhús sem Valli hafði verið svo elskulegur að gefa vil- yrði fyrir að reist yrði í landinu hans. Við gengum frá eyðibýlinu Svarfhóli og þeir Árni og Valli voru léttir í spori. Skeiðuðu nokk- uð einbeittir upp í hraunið og kjarrið þar til komið var að gras- flöt sem lækur liðast um. Þangað höfðu þeir vinirnir oft komið í æsku því kýrnar á Svarfhóli sóttu í beitina. „Þetta er Hraunlækur, hér væri gott fyrir ykkur að vera“, sagði Valli. Við fórum að ráðum hans, byggðum húsið á Hraunlæk og þar hefur svo sannarlega verið gott að vera öll þessi ár. Ég þekkti Valla ekki mikið á þessum tíma en ég kynntist hon- um vel þegar að við fórum að vera á Hraunlæk. Fyrstu árin kom hann oft í heimsókn til okkar, gjarnan seint á kvöldin og dvaldi þá fram á nótt. Hljómborðið hans var alltaf með í för, hann spilaði og við fjölskyldan sungum. Valli söng ekki en hann leiðrétti okkur ljúf- mannlega ef okkur fataðist söng- urinn. Þegar krakkarnir voru komnir í svefn sátum við svo að spjalli og Valli hafði frá mörgu að segja. Hann var fróður um menn og málefni og einstaklega minn- ugur. Hann kunni ógrynni af ljóð- um og lausavísum, var sjálfur hag- mæltur og orti gjarnan vísur fyrir yngri kynslóðina. Þá var honum umhugað um að við kynntumst sveitinni hans, sagði okkur sögur af fólkinu og fræddi okkur um ör- nefni í nágrenninu þar sem hvert holt bar sitt heiti, sum hver nefnd af honum sjálfum. Hann bar í hús- ið bækur sem hann taldi gott fyrir okkur að hafa við höndina; söng- hefti, Kaupfélagsritið, Byggðir Borgarfjarðar og auðvitað marka- skrána sem oft hefur komið að góðum notum þegar við höfum rekist á afvelta rollur eða eftir- legukindur á haustin. Valli var sérlundaður, oft á skemmtilegan hátt. Eitt dæmi er að þegar við færðum honum, sex- tugum manninum, leigusamning vegna landsins til undirritunar bað hann um eina breytingu, leigutíminn skyldi styttur úr 50 árum í 35. Honum þótti óviðeig- andi að gera samning sem næði út yfir gröf og dauða. Seinna vildi hann breyta því og framlengja í 99 ár. „Því það lifum við öll“. Hann Valli var svolítill draum- óramaður og ekki sérstaklega raunsær. Hann dreymdi lengi um um að reisa nýjan bæ á Svarfhóli. Einhverju sinni færðum við í tal við hann að aðstoða við að koma þar upp sumarhúsi svipuðu okkar. Nei, það var af og frá, það skyldi vera reisn yfir Svarfhóli og húsið tvílyft steinhús. Þegar fyrir dyr- um stóð að minnast 100 ára af- mælis Guðjóns, föður hans, bauð hann gestum til veislu á Svarfhóli, „ef uppbyggingu miðar, að öðrum kosti hjá Möggu og Þórólfi“. Það fór nú svo að boðið var haldið í sumarhúsinu okkar nokkrum mánuðum síðar. Nú verða söngvökurnar á Hraunlæk ekki fleiri og Valli yrkir ekki fleiri ljóð til krakkanna. Eftir sitja góðar og skemmtilegar minn- ingar um elskulegan frænda sem var okkur öllum svo ljúfur og ör- látur. Ég kveð Valla með þakklæti, blessuð sé minning hans. Margrét Baldursdóttir. Um þessar mundir eru rétt 70 ár síðan sá er þessar línur ritar kom að Svarfhóli á Mýrum til sumardvalar hjá Málfríði föður- systur sinni og Guðjóni manni hennar. Þeirra einkabarn var Bjarni Valtýr sem við minnumst nú, en hann lést þann 28. júní sl. Ekki minnist ég þess, smápolli úr Reykjavík, að mér þætti það skrít- ið að koma í hús þar sem ekki var rafmagn, rennandi vatn, sími, kló- sett eða bað og útvarpið fékk raf- magnið úr rafgeymi. Það átti bara að vera svona í sveitinni. Maður var þá ekki rekinn í bað. Viðmótið var slíkt að ég var alls 7 sumur á Svarfhóli. Bjarni Valtýr, eða Valli eins og hann var jafnan nefndur í okkar fjölskyldu, var unglingur á þessum tíma. Á Svarfhóli var fyrir annar strákur úr Reykjavík ári eldri en ég. Búskaparhættir á Svarfhóli voru frumstæðir. Túnið var þýft og gras slegið með orfi og ljá. Bæjarhús lítið og fjós úr torfi. Svarfhóll var fyrst og fremst sauð- fjárjörð en mæðiveikin tók sinn toll svo að eftirtekjan var rýr. Voru því hafðar 4 til 5 kýr og mjólk send í Borgarnes. Tafsamt var að koma mjólkinni með hest- vagni í veg fyrir mjólkurbílinn en þetta var 14 km. leið fram og aft- ur. Lífið okkar strákanna varð skjótt bæði leikur og vinna. Við höfðum það verkefni að sækja kýrnar á hverju kvöldi, stundum æði langt. Valli frændi minn hafði aðal- lega 2 áhugamál, íþróttir og org- elspil. Hann vandi okkur strákana á íþróttaiðkun, útbjó hlaupabraut, stökkgryfju og reisti hástökkssúl- ur. Allur árangur var skráður og gjarnan keppt við strákana á Staðarhrauni. Valli keppti á íþróttamótum UMSB á Hvítár- bökkum og gekk vel. Guðjón fór með okkur strákana ríðandi frá Svarfhóli á mótsstað. Valli hafði feikigott minni. Mundi öll met og hver átti þau. Hann hvatti fólk til íþróttaiðkana og tókst að lokum að fá þær ágætur mágkonur, mæður okkar, til að keppa í kúluvarpi við mikinn fögnuð. Ekki tókst honum þó að fá þær í hástökk. Valli lærði af mömmu sinni að spila á orgel. Hann spilaði fyrst í Staðarhraunskirkju í sinni ferm- ingarmessu og síðan í kirkjunum á Mýrunum meðan hann lifði. For- eldrar hans höfðu gaman af söng en sjálfur söng hann aldrei, spilaði bara. Hann kenndi okkur strákun- um mörg sönglög, bæði flókin og strembin og líka önnur léttari. Mér fannst gott að syngja röltandi á eftir kúnum. Trúlega er það óvenjulegt að 12 ára gamall kúa- smalinn væri syngjandi hástöfum sönglög eins og Sverri konung eða Sjá dagar koma. Skær drengs- röddin bergmálaði í Svarfhólsmúl- anum svo að söngurinn heyrðist heim á tún. Þá var Valli kátur, heyrði árangurinn af kennslunni. Oft var mikið sungið á kvöldin og nánast var heilög stund að hlusta á síðasta lag fyrir fréttir í útvarpinu. Ef Valli heyrði nýtt lag í útvarpinu spilaði hann það vandræðalaust á eftir. Það er notalegt að rifja upp þessar minningar frá bernsku og unglingsárum hjá góðu og skemmtilegu frændfólki. Ég læt öðrum eftir að lýsa síðari afrekum Valla á lífsleiðinni, af nógu er að taka. Blessuð sé minning hans. Bjarni Pálsson. Bjarni Valtýr kom til fundar við Flóamenn á góðum stundum, tók þátt í söngkvöldum með okkur og stóð sjálfur fyrir söngvökum í Lyngbrekku í heimasveit sinni. Eftirminnileg er messuferð til Staðarhraunskirkju í ágúst 1999. Þá var litla fjölskyldan mín að leggja af stað til vetrarvistar í Skotlandi, höfðum kvatt góða granna í Árnesþingi og komum til messu þar hjá þeim Mýramönn- um, Bjarni Valtýr lék á orgelið, æskufélagi hans Haraldur Ólafs- son mannfræðiprófessor steig í stólinn og sr. Guðjón Skarphéð- insson sóknarprestur blessaði okkur. Snjall hagyrðingur var Bjarni Valtýr, starfað lengi í Kvæðamannafélaginu Iðunni og sparaði ekki tíma sinn meðan hann var gjaldkeri í því góða fé- lagi. Leiðir okkar lágu nýverið saman í tíðum strætóferðum mín- um norður á síðustu misserum, þá var gott að setjast saman, rabba um gengna daga og fræðast. Gott var að njóta samfylgdar hans. Hringhendu Sveinbjörns Bein- teinssonar vel ég vini mínum, hon- um sem svo víða dvaldi í huganum; á engjum Braga og æskustöðvun- um: Anda heitum yndi nóg unaðsreitir geyma. Seinna leitar þráin þó þinna sveita heima. (SB) Ingi Heiðmar Jónsson. Nú er horfinn góður vinur, glaður glæstur greiðvikinn. Hann glataði ekki barninu í hjarta sínu (frekar en ég). Fluggáfaður gæða- maður, léttstígur og lundgóður, tónsnillingur og fróður. Sólarsýn hans var gleði og kærleikur, vís- dómur og vingjarnlegheit. Í höf- uðborginni kunni Bjarni sérlega vel við sig, þar birtist lífið líkt og musteri andans. Hann sagði mér margt úr sinni fallegu sveit, frá Svarfhóli og víð- ar, um menn og málefni en síðast en ekki síst frá frændfólki sínu og þá fyrst og fremst Þórólfi Árna- syni. Bjarni var organisti á Borg á Mýrum og í fleiri kirkjum. Hann var ötull að sækja jarðafarir og fylgjast með vali á sálmum og öll- um flutningi. Ávallt var Helgi Ás- geirsson í för með honum í þeim erindagjörðum. Léttur eins og fis þaut hann um alla borgina eins og unglamb væri, þangað til að veikindin fóru að steðja að fyrir fáeinum mánuðum. Bjarni lék sér að því að semja vísur og ljóð á stundinni sem gleðja mann um hjartarætur. Ég á í eigu minni tugi vísna og ljóða sem hann samdi um mig. Sem undirleikari aðstoðaði hann mig með prýði á útiskemmtunum og víðar. Söngvökur Bjarna eru líka mörgum ógleymanlegar. Ekki má gleyma aðstoð þeirri sem hann og Helgi á Njálsgötu 5 veittu mörgum, þar voru helgir menn á ferð, þar sem Bjarni bjó síðustu árin ásamt kettinum Kela. Þeir aðstoðuðu marga, til dæmis konu í næsta húsi sem slasaðist mikið á fótum. Þeir keyptu inn fyrir hana og hjálpuðu henni á ýmsa lund með bros á vör. Einnig hefur gamall og góður vélstjóri notið fylgdar þeirra í áraraðir og ég er einn af þeim mörgu sem hef- ur fengið mikla hjálp eftir aðgerð á hné og oft var haldið á töskunni góðu fyrir mig. Guð blessi Bjarna Valtý og verkin hans. Ketill Larsen. Sofðu er kvöldar og kemur nótt, kveðji þig englar milt og hljótt. Sól bak við fjöll er sigin. Nóttin svo dýr og draumahlý, daggeislann hvíla næturský, birtan í hafið hnigin. (Bjarni Valtýr Guðjónsson) Falleg kveðja í ljóði eftir hann sjálfan. Það var honum líkt að kveðja þegar sól er hæst á lofti. Hann var maður vorsins og sól- arinnar eins og ljóðið hér að fram- an ber með sér. Þannig voru sím- tölin, hann jákvæður og bjartsýnn, ekkert að velta sér upp úr hækkandi aldri heldur njóta lífsins meðan var. Spyrja frétta og færa allt til betri vegar. Kynnin við hann eru orðin löng, næstum þrír tugir ára. Þá starfaði hann í byggingavörudeild Kaup- félagsins í Borgarnesi. Samstarf okkar hófst þegar við unnum við héraðsfréttablaðið Borgfirðing og hann las próförk athugull og ná- kvæmur. Oft lá á og arkirnar kom seint til hans, kannski um mið- nætti og blaðið að fara í prentun og hann til vinnu að morgni. Þá kom það fyrir að hann settist nið- ur og spilaði á píanóið eitthvað hugljúft til stillingar og breytti stundinni. Hann var í eðli sínu maður augnabliksins og fannst þurfa að halda upp á ýmislegt og minnast þess sem gott var. Skemmtileg er nýleg mynd í Morgunblaðinu í tilefni fjölmenn- ingardags af honum og vini hans, sitjandi á bekk með íslenska fán- ann. Síðast heyrði ég í honum í febrúar og þá var hann í Reykja- vík eins og oft bar við hin síðari ár. Við töluðum meðal annars um dýr og ég sagði honum frá væntan- legri hundtík sem ég var að fá og hann sagði sögur af dýrum með mannsvit. Lengi var draumur hans að byggja sér hús í Svarf- hólslandi. Honum þótti það heldur óskemmtilegt að ég legði alltaf áherslu á að hann skyldi þá hafa húsið lítið, en hann hugsaði sér að það yrði stórt og íburðarmikið. Honum þótti undur vænt um sveitina sína og sveitunga og var það eðlislægt að sjá það besta í öll- um. Jólakortin voru skrifuð með hans fallegu rithönd með fréttum og góðum óskum. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið. Hann reyndi ég svo að öllum hlutum,“ sagði Jón bisk- up helgi Ögmundsson um Ísleif biskup Gissurarson. Þetta á við um Bjarna Valtý. Það var mann- bætandi að umgangast hann og eiga vináttu hans. Blessuð sé minning hans. Arnheiður Guðlaugsdóttir. Látinn er Bjarni Valtýr Guð- jónsson f.v. bóndi á Svarfhóli í Hraunhreppi, Mýrasýslu (nú Borgarbyggð). Hann var alltaf kallaður Valtýr frá því ég kynntist honum. Við vorum frændur, langafi minn Teitur Pétursson, og móðurafi Valtýs, Þorbergur Pétursson voru bræður. Ég hitti Valtý fyrst, fyrir um 60 árum þegar ég var snún- ingastrákur í Hítardal í Borgar- byggð. Okkur strákunum þótti varið í hvað Valtýr talaði við okkur eins og við værum fullorðnir menn. Valtýr var einbirni, hann ólst upp og bjó með foreldrum sínum á Svarfhóli. Hann var auðvitað sá sem mest vann að búskapnum, þegar foreldrar hans fullorðnuð- ust. Valtýr var organisti í nokkr- um nærliggjandi sóknum, hann byrjaði þau störf kornungur og stundaði til hinstu stundar. Hann mun hafa einna lengstan starfs- aldur organista á Íslandi á seinni áratugum. Eftir að Guðjón Guðmundsson bóndi og refaskytta, faðir Valtýs lést, fluttu mæðginin Valtýr og Málfríður Þorbergsdóttir í Borg- arnes. Í Borgarnesi fór Valtýr að starfa í byggingarvöruverslun Kaupfélags Borgarfjarðar. Ég heyrði sagt að ekki þyrfti tölvu á þeim vinnustað eftir að Valtýr kom þar, því hann væri svo minn- ugur, að það væri einstakt. Hann sagði stundum „ég er engum lík- ur“. Það voru mörg atriði og at- burðir, sem Valtýr gat sagt frá svo engu skeikaði. Hann var mjög fjöl- hæfur maður, hann tók stúdents- próf í Reykjavík, að mestu utan- skóla. Svo var hann góður hagyrðingur, og gaf út ljóðabæk- ur, einnig ritaði hann skáldsögur. Eitthvað var lesið í Ríkisútvarp- inu af þýddum sögum eftir hann. Ég vissi til þess að Valtýr safnaði bókum, einkum af sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga. Síðustu árin dvaldi hann oft í Reykjavík, ég hitti hann stundum í Kolaportinu. Einnig var hann oftast á sjómannadaginn við höfn- ina, og fór í skemmtisiglingu með Sæbjörgu, skipi sem þjálfar sjó- menn í björgunarstörfum. Skipið hét áður Akraborg, og sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness, og fór Valtýr margar ferðir með því. Valtý þótti gaman að sigla með skipinu aftur. Ég vissi ekki annað en að heilsa Valtýs væri góð, miðað við aldur hans. Mér kom því lát hans á óvart. Blessuð sé minning Bjarna Val- týs Guðjónssonar. Pétur Kristjánsson. Þeir hverfa einn af öðrum gömlu sveitungarnir úr Hraun- hreppnum sem voru ungir menn þegar ég var að komast til nokk- urs vits fyrir um það bil 60 árum. Valtýr frá Svarfhóli er einn þeirra, 86 ára að aldri. Valtýr var um margt óvenjulegur maður og það kom snemma í ljós. Honum var meira gefið en okkur flestum. Fjölgreindur, stálminnugur, skáldmæltur, tónelskur, listfeng- ur í víðum skilningi, íþróttamaður ágætur á yngri árum, svo nokkuð sé nefnt. Hann var formaður ung- mennafélagsins Bjarnar Hítdæla- kappa í að minnsta kosti 15 ár og sannur ungmennafélagi til ævi- loka. Gekkst undir bindindisheit hreyfingarinnar á unga aldri og hélt það til dauðadags. Það var upplifun að koma að Svarfhóli í gamla daga. Heimilisfólkið var einhverjir gestrisnustu húsráð- endur sem ég hefi kynnst. Eftir margrétta veitingar Málfríðar húsfreyju bauð Guðjón upp á vindla, Bjarna frá Vogi, og koníak eða viskí út í kaffið, þeim er ekki voru ökumenn. Því miður var ég alltaf ökumaður er ég kom að Svarfhóli, en vindlana brældi ég Guðjóni til samlætis. Þegar Fríðu voru þakkaðar velgjörðir sagði hún fyrirgefðu. Þótti mér þetta óþarfa lítillæti og ástæðulaust eft- ir svo konunglegar móttökur sem maður fékk. Valtýr og móðir hans fluttu í Borgarnes eftir að Guðjón dó 1976 og hóf störf hjá KBB, í járnvörudeild. Betri afgreiðslu- mann var vart hægt að hugsa sér og afkastaði á við tvo. Hann var einnig starfsmaður í félagsheim- ilinu Lyngbrekku í áraraðir á sveitaböllum og öðrum samkom- um, mest við afgreiðslu. Reiknaði allt í huganum og afgreiddi tvo til Bjarni Valtýr Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.