Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Þegar þetta er ritað er hátíðinEistnaflug búin að fara afarvel fram. Það má segja að tveir dagar séu liðnir af tónleika- haldi og hillir undir upphaf þess þriðja. Jafnframt virðist ansi stutt í að við þurfum að segja skilið við Neskaupstað þetta árið. Það er ekki hægt að segja ann- að en að sambúðin hafi verið góð. Hér er óskaplega vel hugsað um okkur gestina. Það eru ruslastampar á hundrað metra fresti á helstu gönguleiðum og kamrar á öðru hvoru götuhorni. Allt er tæmt dag- lega og þrifið. Fyrir þetta greiðum við vissulega gjald, sem kom ansi flatt upp á marga þar eð þetta er í fyrsta skiptið sem þjónustugjald er innheimt við afhendingu armband- anna á hátíðina. 2.000 krónur er kannski ekki há upphæð, hins vegar kom hvergi fram við miðakaup að upphæðin sem greidd var fyrir mið- ann væri ekki endanleg upphæð, það styggði suma. Annað sem kalla mætti undar- legt er að aldurstakmarkið á hátíð- ina er óhagganlegt. Yngri en 18 ára fá ekki að fara inn, óháð því hvort þeir eru í fylgd með forráðamönnum eður ei. Þetta stingur örlítið í stúf þar eð landslög leyfa ungmennum að sækja vínveitingastaði í fylgd með forráðamönnum. Tónleikahaldari sagði mér þó að hann væri ekkert að velta sér upp úr þessu því að svona hefði þetta alltaf verið. Samstarfið við alla sem eiga þarf við til að halda svona hátíð væri svo gott að þetta einstaka atriði væri ekki fyrirstaða. Rífandi rokk Tónleikahald dagsins hófst klukkan 14.30. Var strax tekið fast á því og meðlimir fyrsta bands voru allir klæddir hinum nýja einkennis- búningi íslenskra þungarokkara: gallabuxum, hettupeysu og jakka- fatajakka. Svolítið skítugt, svolítið smart. Frontmaðurinn var með til- komumikinn líkfarða (e. corpse paint) og meðlimir allir, svona heilt á litið, nokkuð ófrýnilegir. Þar fór hljómsveitin Auðn og fer vel á því að hvetja alla málmáhugamenn að kynna sér þá öðlingspilta. Næst fór hin danska LLNN. Sú hljómsveit var mér að öllu ókunn en kom skemmtilega á óvart. Hel- þétt og keyrði á öllum átta strokk- um allan tímann. Aðrar hljómsveitir kvöldsins þarf svo kannski síður að kynna. Agent Fresco var þrælgóð og hélt uppi dúndrandi stemningu. Sjaldan hef ég séð menn jafn glaða yfir því að spila nokkurs staðar og var þakklæti þeirra fúslega end- urgoldið í þakklæti tónleikagesta. Doktor Gunni sté á svið og hélt uppi góðu fjöri ásamt því að telja í gamla slagara sem ég tel fullvíst að fæstir hafi átt von á. Hin fornfræga pönk- hljómsveit DYS fór mikinn og þrumaði sér á ótrúlegum hraða í gegnum prógrammið. Og þar mátti, bak við trommusettið, sjá glitta í sjálfan tónleikahaldarann, Stefán Helvítis rokking rokk Gleði Drengirnir í Agent Fresco voru þrælgóðir og ákaflega glaðir yfir því að leika á Eistnaflugi. Magnússon. Hann var hress. Kont- inuum keyrði í góða upphitun fyrir komandi landvinninga, en sú sveit er á útleið til frekara tónleikahalds. Hún er ein þeirra sem ég heyri landa mína sjaldan tala um en er þó reglulega á faraldsfæti erlendis. Tékkið á henni! Punkturinn yfir i-ið Hljómsveitirnar Conan frá Bretlandi og Rotting Christ frá Grikklandi set ég undir sama hatt. Þessar hljómsveitir hafði ég ekki náð að kynna mér svo heitið gæti og hef því svo sem ekki margt um þær að segja. Sludge-metal Bretarnir náðu klárlega að hreinsa út úr öllum opum, eins og Stefán sagði sjálfur nú á dögunum. Rotting Christ spilaði bara helvítis þungarokk og gerði það vel. Það var pínu sérkennilegt að heyra sungið á grísku en gott samt. Fyrra aðalnúmer kvöldsins, Car- cass, var ekki minna en stórkostlegt. Keyrði alveg á útopnu allan tímann og var meira að segja með vindvél eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hitt aðalnúmerið var svo Sólstafir. Þeir eru í fantaformi, enda í góðri æfingu, og leikmaðurinn gat ekki greint nein áhrif frá nýafstöðnum mannabreytingum. Heilt yfir var kvöldið stórgott og nú þegar er Eistnaflug farið að búa sér til stað í hjarta undirritaðs. » Sludge-metalBretarnir náðu klár- lega að hreinsa út úr öll- um opum, eins og Stefán sagði sjálfur nú á dög- unum. Stórkostlegt Fyrra aðalnúmer kvöldsins, Carcass, var ekki minna en stórkostlegt. Keyrði alveg á útopnu allan tímann og var m.a.s. með vindvél. Ljósmyndir/Gaui H Sólstafir Voru í fantaformi, enda í góðri æfingu, og leikmaðurinn gat ekki greint nein áhrif af nýafstöðnum mannabreytingum. Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson og Þuríður Rós Sigur- þórsdóttir opna sýningu í Skaft- felli á Seyðisfirði í dag kl. 16. Í tilkynningu segir um verk Ingólfs og Þuríðar að við fyrstu sýn virðist þau nota ólíkar leiðir í listsköpun sinni. „Stefnumót verkanna sem hér eru til sýnis felst í spurningunni um málaralistina, verkin geta tal- ist til málaralistar án þess að vera eiginleg málverk,“ segir í tilkynningu. Steinsteyptar lág- myndir Ingólfs birtist sem kyrr- lát inngrip með óreglulegu milli- bili á veggjum sýningarrýmisins. Verk hans hafi með lóðrétta fleti veggjarins að gera en Þuríður beini athyglinni að láréttum gólf- fletinum og á sama hátt dragi verk hennar fram eðli flatarins sjálfs. Sýningin bjóði upp á vangaveltur um efniskennd og fleti og endurskoðun vafans um það hvað felist í málverki og hvað geri málverk að málverki. Enn fremur velti hún upp hug- myndum um það hvernig lista- verk taki yfir rými eða hvernig þau búi um sig í rýminu og vinni með því, tengi við það, við arki- tektúrinn sjálfan, við lóðrétta og lárétta fleti rýmisins sem hvor listamaður um sig hafi tekið í sína þjónustu. Til að draga enn fremur fram gagnvirknina á milli verkanna og rýmisins verði flutt hljóðverk við opnun sýningar- innar eftir raftónsmiðinn Auxpan, sérstaklega samsett og flutt af þessu tilefni. Ingólfur og Þuríður sýna saman í Skaftfelli Ingólfur Arnarsson Þuríður Rós Sig- urþórsdóttir Egypski kvikmyndaleikarinn Omar Sharif lést af völdum hjartaáfalls í Kaíró í gær, 83 ára að aldri. Að sögn Steve Kenis, umboðs- manns Sharifs, hafði leikarinn dval- ist á sjúkrahúsi fyrir Alzheimer- sjúklinga en hann greindist með sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Sharif fæddist 10. apríl 1932. Hann byrjaði að leika í kvikmynd- um á sjötta áratug síðustu aldar en varð heimsfrægur þegar hann lék arabahöfðingja í kvikmyndinni Arabíu-Lawrence árið 1962. Hann hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í myndinni og var til- nefndur til Óskarsverðlauna. Hann fékk önnur Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Doctor Zhivago árið 1965. Sharif lék í fjölda kvikmynda og sjónvarps- þátta á næstu áratugum. Hann var einnig bridsspilari í fremstu röð og tók þátt í mótum víða. Hann spilaði meðal annars á bridshátíð í Reykja- vík árið 1991. Bridsstjörnur Omar Sharif og Zia Mahmood á bridshátíð árið 1991. Omar Sharif látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.