Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Embætti hæstaréttardómara laust til umsóknar Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Stefnt er að því að skipa í embættið frá og með 1. október 2015 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf, 2) menntun og framhalds- menntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf hæstaréttardómara. Umsóknir óskast sendar til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík og á netfangið postur@irr.is. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem hæstaréttardómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 4. ágúst nk. Innanríkisráðuneytinu, 10. júlí 2015. Glímufélagið Ármann óskar eftir að ráða íþróttafulltrúa í 75% starf. Ármann er fjölgreina íþróttafélag, með aðsetur í Laugar- dalnum. Félagið er með um 2.600 virka iðkendur í 12 deildum. Starfssvið: • Að stuðla að metnaðarfullu og faglegu starfi félagsins. • Samskipti við allar deildir Ármanns. • Samskipti við ÍSÍ, ÍTR, ÍBR, sérsamböndin og önnur félög. • Umsjón og ábyrgð á skráningakerfum sem félagið notar, s.s Felix og Nora. Skýrslugerðir fyrir félagið. • Fagleg aðstoð við ráðningu þjálfara deilda Ármanns. • Úthlutun æfingatíma ÍBR í samráði við framkvæmdastjóra. • Skipulag skólastarfs á vegum Ármanns t.d sumarskóla. • Samskipti við skóla, kirkju, félagsmiðstöðvar, lögreglu og aðra sem koma að íþrótta- og félagsmálum barna og unglinga á starfssvæði Ármanns. • Aðstoð við viðburði á vegum félagsins. • Önnur störf sem stjórn eða framkvæmdastjóri óskar eftir á hverjum tíma. Hæfniskröfur: • Framúrskarandi mannleg samskipti og vilji til að starfa með öðrum. • Þjónustulund og faglegur metnaður. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Háskólapróf og/eða mikil reynsla sem nýtist í starfi. • Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og/eða reynslu í notkun á skráningar- og skýrslukerfum félagsins s.s Nora og Felix. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í haust þegar ný önn hefst. Umsóknarfrestur er til 24 júlí. Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á netfangið jon.thor@armenningar.is og verður farið með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Samkvæmt lögum ÍSÍ verða umsækjendur að skila inn sakavottorði eða heimila félaginu að óska eftir því. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER AUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.