Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  161. tölublað  103. árgangur  6 Við drögum eftir daga í áskriftarleik Morgunblaðsins VÍKKAÐU HRINGINN ÍMYNDUÐ ÆVISAGA Á ÍSLANDI SÖGÐ KLERKUR Á KANTINUM HJÁ GEIR MAGDEBURG 6NINA ZURIER 46 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á um tíu ára tímabili upp úr miðri síðustu öld lenti Magnús Jónsson þrisvar í sjávarháska. Fyrsta skipið var nærri sokkið langt frá Íslands- ströndum vegna leka. Annað skipið fékk í sig tundurdufl og sökk og það þriðja strandaði í klettafjöru. Ýtarlega er rætt við Magnús í sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þar segir hann sögu sína í fyrsta sinn opinberlega. Þegar dagblöð eru skoðuð frá sjötta áratugnum eru forsíður blað- anna reglulega með fréttum um skipskaða og manntjón í hafi. Það var kannski þess vegna sem ekki var getið um það í blöðunum að togarinn Maí hefði næstum sokkið langt frá landi á síðari hluta 5. áratugarins. Togarinn hefði „farið niður“ „Maí hefði farið niður ef við hefð- um verið með fullfermi. Við vorum hins vegar aðeins með hálffermi. Það kom aldrei neitt um þetta í blöð- unum,“ segir Magnús. Einnig er rætt við Hákon Jónas Hákonarson, fyrrverandi sjómann, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Faðir hans, sem hét sama nafni, drukknaði árið 1956, þegar Hákon Jónas var níu mánaða. Þrjátíu og fjórum árum síðar, í ágúst 1990, bjargaði Hákon Jónas lífi félaga síns þegar báturinn Vöggur sökk vestan við Þjórsárósa, aðeins 60-70 mílur frá staðnum þar sem faðir hans drukknaði. Hákon Jónas segir slysið hafa verið mikið áfall, en hann og fé- lagi hans voru við dauðans dyr. „Ef ég má tala hreint út er eins og það slökkni á einhverju þegar svona ger- ist. Ég varð alveg kaldur í tíu ár,“ segir Hákon Jónas sem hvetur sjó- mennina sem komust lífs af úr sjó- slysinu úti af Aðalvík á þriðjudaginn var til að vinna rétt úr því. Erfið reynsla hans sé víti til varnaðar. Slapp þrisvar úr sjávarháska  Magnús Jónsson upplifði mikil örlög á árum sínum sem sjómaður við Ísland Morgunblaðið/Kristinn Sjómaður Magnús Jónsson kynntist á yngri árum vel hættum hafsins. Eydís Eyjólfsdóttir áhugaljósmyndari myndaði þennan spaka lunda í björgunum við Látrabjarg í vikunni. Ey- dís lagðist á jörðina og skreið eins nálægt og hún komst, svo manninum hennar stóð ekki á sama, enda 200 metra þverhnípi niður. „Halldór, maðurinn minn, hélt í ökklann á mér, honum stóð ekki á sama. Það var svolítið hátt niður. Til að ná þessari mynd þurfti ég að mjaka mér fram á bjargbrúnina,“ segir Eydís. Ljósmynd/Eydís Eyjólfsdóttir Lundinn sem starir á hafið  Veiðitölur eru víðast hvar betri en það hörmungarsumar sem lax- veiðivertíðin í fyrra reyndist vera. Eins og staðan var 8. júlí sl. voru komnir 630 laxar á land í Norðurá á 15 stangir en Blanda er næst- aflahæsta áin með 515 fiska. Þverá-Kjarrá fær bronsið með 488 fiska. Og augu manna eru á Norðurá, þar mætir hann venjulega fyrst. „Göngurnar hafa verið rosalega kröftugar síðustu daga. Veiðimað- ur sem lauk veiðum í gær, og veitt hefur mikið í ánni gegnum árin, hringdi áðan og óskaði okkur til hamingju. Hollið sem endaði á há- degi í gær landaði 202 löxum á þremur dögum,“ segir Einar Sig- fússon, sölustjóri í Norðurá. »14 Veiði víða betri en á sama tíma í fyrra Við Norðurá Bubbi Morthens og Elvar Fið- riksson leiðsögumaður mynda aflann. Morgunblaðið/Einar Falur  Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu húsin við Lækjargötu 2 og 2b og Austurstræti 22. Húsin eru tengd með sameiginlegum kjallara og seld sem ein eining. Þessar byggingar urðu eldi að bráð árið 2007 og í kjölfarið keypti borgin byggingarreitinn. Voru hús- in endurbyggð í sem upprunaleg- astri mynd. Samtals eru húsin um 2.400 fermetrar að flatarmáli og hýsa í dag veitingastaði, skrif- stofur, listaháskóla og verslun. Samkvæmt auglýsingu Eignamiðl- unar er brunamótamat húsanna um 1.600 milljónir króna. »4 Lækjargötuhús komin í sölu Fjölgun ferðamanna til Vestmanna- eyja hefur verið svo mikil að undan- förnu að nú er svo komið að eyja- skeggjar fá vart pláss í Herjólfi til og frá eyjunni. Hafa farþegar í Herjólfi í júnímánuði aldrei verið fleiri og voru 48.781 í ár. Er það fjölgun um tæplega 2.000 farþega. „Það gengur ekki að álagið á Herjólf sé orðið slíkt að heimamenn geti ekki notað skipið þegar á þarf að halda, þetta er vegurinn heim til okkar og frá okkur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, og bendir á að ein- faldast væri að taka ákvörðun um að sigla skipinu fleiri ferðir á milli lands og Eyja. »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigling Heimamenn komast vart í Herjólf. „Vegurinn“ til Eyja tepptur af ferðafólki Landsbankanum hafa staðið til boða aðrir og ódýrari lóðakost- ir en sá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, undir nýjar höf- uðstöðvar. Mann- verk var eitt þeirra fyrirtækja sem buðu bank- anum lóð en var hafnað. Hjalti Gylfason, framkvæmda- stjóri Mannverks, segist ekki sjá nein rök sem mæla með því að ríkis- banki byggi á svo dýrum stað sem lóðin við Austurhöfn er. Var hún keypt á 957 milljónir króna. »12 Landsbankinn hafn- aði ódýrari lóðum Bærinn hefur hýst bankann lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.