Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 „Safn er ekki aðeins safn hluta, ekki síður þarf að halda til haga hvernig þeir voru notaðir og hvernig þeir gögnuðust samfélaginu á sín- um tíma. Samspil véla, tækja og amboða við umhverfið sem þau voru notuð í styrkir safnið mikið og gerir að heild,“ segir Bjarni Guð- mundsson prófessor og for- stöðumaður Landbúnaðarsafns Ís- lands, um mikilvægi friðlýsingarinnar fyrir safnið. Land- búnaðarsafnið er í Halldórsfjósi, einni hinna friðuðu bygginga. Í ná- grenni þess eru merkilegar rækt- unarminjar, eins og til dæmis beða- sléttur og heyið af Hvanneyrarengjum var undirstaða búskaparins. „Við vorum svo heppnir að þegar unnið var að uppbyggingu bænda- skólans, á árunum 1963-65, var ákveðið að byggja á alveg nýjum stað. Það var dálítið tekist á um það en Guðmundur Jónsson skólastjóri og samstarfs- menn hans ákváðu þetta. Þess vegna er gamli staðurinn eins og hann var,“ segir Bjarni. Hann á sér þann draum að stofnað verði rannsóknarsetur búnaðarsögu 20. aldar í tengslum við landbúnaðarsafnið. Það gæti styrkt fræðsluþátt safnsins. „Ég kem aftur að því, að þetta er ekki aðeins hlutasafn. Sagan er jafn mikilvæg og hverju tækin breyttu, hvernig þau voru nýtt til að losa vinnuaflið til sveita þannig að það gæti nýst til annarra hluta. Það var meginhlutverk bændaskólans að hagræða og spara vinnufólk,“ segir Bjarni. Hann bendir á að einn góður bóndi við heyskap í dag slái á við 200-300 sláttumenn hér áður fyrr. Samspil tækjanna við umhverfið styrkir safnið LANDBÚNAÐARSAFNIÐ Í HALLDÓRSFJÓSI Bjarni Guð- mundsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisráðherra mun í dag stað- festa heildarfriðlýsingar gömlu bæj- artorfunnar á Hvanneyri ásamt bú- setu- og ræktunarminjum, á alls rúmlega 100 hektara svæði. Er þetta í fyrsta skipti sem heil húsa- þyrping ásamt öllu hennar umhverfi er friðlýst sem ein heild. Friðlýsingin er gerð samkvæmt eldri lögum en er mjög í anda glæ- nýrra laga um verndarsvæði í byggð sem samþykkt voru á síðustu dögum þingsins. Stefnumörkunina sem þau lög grundvallast á er að finna í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun kynna frið- lýsinguna á Hvanneyrarhátíð í dag. Það mun hann gera frá tröppum Hvanneyrarkirkju sem er í hjarta gömlu bæjartorfunnar. Vernda ásýnd staðarins Heimamenn á Hvanneyri hafa lengi unnið að undirbúningi friðlýs- ingar Hvanneyrartorfunnar. Fyrir þremur árum var lokið við byggða- og húsakönnun sem er grundvöllur friðlýsingarinnar og rektor Land- búnaðarháskóla Íslands lagði til við Minjastofnun Íslands að hún yrði friðuð. Í undirbúningnum þróaðist hug- myndin um að taka allt landið sem tengist byggingunum með í friðlýs- inguna. Það er til að vernda ásýnd staðarins, mannvistarleifar, garða, ferjustað við Hvítá og fyrri tíðar að- komuleiðir heim að staðnum, meðal annars á sjó frá Borgarnesi. Einnig tekur hún til friðaðra menning- armarka í kirkjugarði, jarðræktar- minja, varnar- og áveitugarða og skurða sem tengdust engjarækt á bökkum Hvítár. Björn Þorsteinsson, rektor Land- búnaðarháskólans, segir að flæði- engin við Hvítá hafi verið grund- völlur þess að búnaðarskóla var á sínum tíma valinn staður á Hvann- eyri. Vegna framburðar Hvítár hafi þær verið með afurðamestu hey- skaparlöndum og gert kleift að fóðra skepnur á stóru skólabúi. Gæti orðið fyrirmynd Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskólann, segir að víða erlendis séu menningarheildir varðveittar, á svipaðan hátt og nú er verið að gera á Hvanneyri. Það hafi gefist vel og skapað þessum svæðum mikil tækifæri, meðal ann- ars í ferðaþjónustu. Það vonast hann til að gerist ef það tekst að innleiða þessar aðferðir hér. Frið- lýsing Hvanneyrar gæti orðið fyr- irmynd fyrir aðra landeigendur. Þeir geti óhræddir friðað búsetu- landslag ásamt húsum og auglýst það upp og nýtt, til dæmis fyrir ferðaþjónustu. Vonast hann til að hugmyndafræðin skili sér til nem- enda skólans. Ragnar leggur á það áherslu að friðlýsingin komi ekki í veg fyrir áframhaldandi þróun og að hægt verði að viðhalda öllum hefð- bundnum landbúnaðarnytjum. Það að slá engjarnar sé liður í nýtingu landsins og varðveislu. Einnig nýt- ing íbúa staðarins á landinu til úti- vistar. „Það eiga ekki að þurfa að verða árekstrar á milli hefðbund- innar nýtingar og friðlýsingar,“ seg- ir hann. Reynt að auka nýtingu Flest húsin innan hins friðlýsta svæðis eru í eigu Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Þau nýtast illa í nú- tíma skólahaldi. „Það er samt mik- ilvægt fyrir skólann að hafa áhrif á það hvað verður um þessar bygg- ingar og hvernig þeim er ráðstafað. Á svona litlum stað er óhjá- kvæmilegt að starfsemin sé á for- sendum skólans og í samræmi við hans þarfir,“ segir Björn Þor- steinsson rektor og skýrir það nán- ar: „Við þurfum til dæmis að hýsa hér nemendur sem koma í stað- arlotur, bæði háskólanemendur og nemendur í endurmenntun. Við þurfum líka aðstöðu fyrir félagslíf nemenda. Við fullnýtum ekki mann- virkin á heilsársgrunni og þurfum því að hugsa um fjölbreyttari nýt- ingu þeirra en við getum ein staðið fyrir.“ Landbúnaðarháskólinn auglýsti eftir nýjum rekstraraðilum fyrir fé- lagsaðstöðu sem í daglegu tali er nefnd „Kollubar“ eða „Knæpan“ og óskaði um leið eftir hugmyndum um nýtingu fleiri bygginga sem sam- ræmdist þörfum skólans, nemenda og staðarins í heild. Björn segir að hópur einstaklinga og fyrirtækja á staðnum og úr nærumhverfi hans hafi komi með mjög áhugaverðar hugmyndir um útfærslu á slíku, meðal annars fyrir ferðaþjónustu. Einn þátturinn er ódýr og fábrotin gisting sem virðir upprunalegt horf bygginganna. Þegar er hafinn rekstur kaffihúss í safnaðarheimili Hvanneyrarkirkju sem er í Gömlu skemmunni. Björn tekur fram að við slíka samninga um eigur ríkisins þurfi að virða ýmsar leikreglur í samfélaginu, meðal annars sam- keppnisreglur, og það taki tíma að vinna málið. Telur hann að stjórn- kerfið sé reiðubúið að hjálpa skól- anum að vinna að þessum málum, til hagsbóta fyrir hann og staðinn. Af hlaðinu Hvanneyrarkirkja er í miðju bæjartorfunnar. Landbúnaðarsafn Íslands er í Hall- dórsfjósi sem sést í baksýn. Forsætisráðherra mun tilkynna um friðunina af kirkjutröppunum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í Frúargarðinum Hin raunverulega framhlið Skólastjórahússins snýr út að skólagarðinum sem liggur á milli þess, Gamla skólahússins og leikfimihússins. Bæjartorfan friðlýst með flæðiengjum  Forsætisráðherra skrifar í dag undir friðlýsingu gömlu skólahúsanna á Hvanneyri, úti- húsa og kirkju  Með fylgir búsetulandslag  Ný nálgun við friðlýsingu mannvirkja Stjórnendur Ragnar Frank Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Fyrstu menntuðu húsameistarar þjóðarinnar teiknuðu helstu húsin á gömlu bæjartorfunni á Hvann- eyri. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði Hvanneyrarkirkju og skólahús Bændaskólans og Einar Erlends- son teiknaði leikfimihúsið. Þá tók Guðjón Samúelsson húsameistari við. Teiknaði Skólastjórahúsið og Fjósið (Halldórsfjós). Fjósið er kennt við Halldór Vilhjálmsson skólastjóra sem jafnframt lét reisa öll helstu skólahúsin. Skemman er elsta húsið á Hvanneyri, byggt árið 1896 að til- hlutan biskups, sem frekar vildi láta byggja slíka geymslu en láta nota gömlu kirkjuna til slíks. Þar er nú safnaðarheimili og kaffihús. Hvanneyrarkirkja var byggð 1905 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar. Hún kom í stað kirkju sem byggð var á hól sunnan kirkju- garðsins en fauk 1902. Gamli skólinn var reistur árið 1910. Þar eru kennslustofur og herbergi fyrir gesti á efri hæð- unum. Fyrir framan kennslustofur á fyrstu hæð hússins er lítill salur sem að sögn Halldórs Vilhjálms- sonar var ætlaður til „áfloga og skemmtana“. Leikfimihúsið var byggt að mestu leyti úr afgangstimbri frá byggingu Gamla skólans. Húsið var ekki eingöngu notað til leik- fimikennslu, þar voru einnig haldn- ir fræðslufundir og samkomur enda var salurinn á þeim tíma stærsti samkomusalur í Borg- arfirði. Leikfimihúsið er eitt af þremur elstu íþróttahúsum lands- ins sem enn eru í notkun. Skólastjórahúsið sem enn stendur er byggt árið 1920 eftir teikningum Guðjóns Sam- úelssonar, á sama stað og tvö fyrri skólastjórahús sem bæði brunnu. Það var gert með tvöföld- um steyptum veggjum með mó- einangrun og kostaði um 194 þús- und krónur. Í kjallara hússins þar sem áður var borðsalur skólans er bókasafn Landbúnaðarháskólans. Garðurinn suðvestanvert við hús- ið (skólagarðurinn) er að stofni til frá fyrsta tug aldarinnar. Fjósið (Halldórsfjós) er teikn- að af Guðjóni Samúelssyni og var byggt á árunum 1928-1929. Það var byggt fyrir 80 gripi og þótti stórt og vandað á sínum tíma. Á fjósloftinu var íbúð. Þar eru Land- búnaðarsafn Íslands og Ullarselið. Hús eftir fyrstu húsameistara þjóðarinnar GAMLA BÆJARTORFAN Á HVANNEYRI Torfan Skipulag og húsagerðarlist minn- ir um margt á danskt stórbýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.