Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015                                    !"# !$$# % # ""$ ### $"% ! $  " $  &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %" !$"# ! # %## "$$ "  $!% !##%   $#" # !# !$# % % "% # $ !   # $#%# !%"# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Arion banki gerir ráð fyrir hóflegri lækkun á vísitölu neysluverðs í júlí- mánuði upp á 0,2%. Við það ætti 12 mánaða verðbólga að fara í 1,5%. Á sama tíma gerir Íslandsbanki ráð fyrir 0,1% hækkun vísitölunnar fyrir sama tímabil. Sú hækkun myndi þýða að árs- verðbólgan mældist 1,8%. Munurinn milli spánna liggur helst í því að Ís- landsbanki gerir ráð fyrir mun meiri hækkun húsnæðisliðarins en Arion banki. Báðar gera greiningardeildirnar ráð fyrir því að helsti áhrifaþátturinn til lækkunar vísitölunnar í mánuðinum verði sumarútsölur og munar litlu sem engu á því mati. Verðbólguspárnar fyrir júlí vísa í ólíkar áttir ● Íslandsbanki hefur verið valinn þriðja árið í röð besti bankinn á Íslandi af al- þjóðlega fjármálatímaritinu Eurom- oney. Í tilkynningu frá bankanum segir að við valið sé horft til ýmissa þátta í rekstri og stefnu íslensku bankanna eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingu og getu til að bregðast við breyttum markaðs- aðstæðum og þörfum viðskiptavina. Euromoney útnefnir árlega bestu bankana í tæplega 100 löndum og veitir þeim viðurkenningu. Euromoney segir Ís- landsbanka bestan STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Til að auka framleiðni þarf að efla nýsköpunarumhverfið og auðvelda útbreiðslu þekkingar um hagkerfið, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson, hag- fræðingur Viðskiptaráðs, segir að nýsköpunarumhverfið hér á landi hafi batnað mikið á undanförnum árum og vandamálið liggi frekar í því að hjálpa þurfi fyrirtækjum að keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Framleiðni er mælikvarði á hversu miklum verðmætum aðföng skila og er aukin framleiðni lykillinn að hagvexti til lengri tíma. Vöxtur framleiðni hefur dregist saman und- anfarin 20 ár í löndum OECD og er það mikið áhyggjuefni. Í nýrri skýrslu OECD um framtíð framleiðni eru kynntar leiðir til að snúa þeirri þróun við. Framleiðni á Íslandi er sérstaklega lítil og er hún minni en meðaltal OECD-landanna. Í Morgunkorni Arion banka fyrir skömmu kom fram að þar sem fram- leiðsla hér á landi sé hlutfallslega lít- il hafi íslenska lausnin verið að vinna meira til að auka lífsgæði, en að það geti haft þveröfug áhrif á framleiðni. Lykillinn að því að auka framleiðni sé að vinna betur en ekki meira. Bætt nýsköpunarumhverfi Í skýrslu OECD er áhersla lögð á að bæta nýsköpunarumhverfi land- anna til þess að auka framleiðnivöxt. Það er hægt að gera til dæmis með því að hjálpa nýjum fyrirtækjum að fara af stað með styrkveitingu eða skattaafsláttum. Einnig þarf að hjálpa þekkingu að dreifast um hag- kerfið úr stóru fyrirtækjunum niður í þau smærri. Það kallar á sveigj- anlegan vinnumarkað. Hér á landi virðist nýsköpunar- umhverfi ekki standa framleiðni fyr- ir þrifum. Í meistararitgerð Her- manns Þráinssonar, viðskiptafræði- nema úr Háskóla Íslands, var lagalegt umhverfi frumkvöðlafyrir- tækja hér á landi borið saman við nágrannalöndin og stóð það íslenska vel. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Samtökum iðnað- arins, segir jafnframt að nýsköpun- arumhverfið hér á landi sé í miklu blóma. „Við sjáum það til að mynda í fjárfestaumhverfinu að nýsköpun gengur vel. Það eru að spretta upp ýmsir sjóðir sem hafa áhuga á því að fjárfesta sérstaklega í nýsköpun.“ Einnig bendir Almar á að sveigjan- leiki á íslenskum vinnumarkaði sé almennt meiri en í Evrópu sem ætti að gera fyrirtækjum auðveldara að vaxa. Efla þarf samkeppni Tillögur OECD sem snúa að auk- inni framleiðni með eflingu nýsköp- unar eiga alls staðar við að ein- hverju leyti. Nýsköpunarumhverfið hér virðist þó vera það gott að auka þarf framleiðni með öðrum hætti. „Til að auka framleiðni þarf fyrst og fremst að bæta samkeppnisum- hverfið,“ segir Björn Brynjúlfur. „Opna þarf hagkerfið í meira mæli fyrir alþjóðlegri samkeppni, t.d. með afnámi tolla og fækka hindrunum í alþjóðlegum viðskiptum,“ segir Björn Brynjúlfur. Hann segir að af- nám hafta leiki sérstaklega stórt hlutverk í þeim efnum. „Til að alþjóðlegi geirinn geti vax- ið þarf mjög hagkvæmt rekstrarum- hverfi og meiri framleiðni er í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum,“ segir Björn Brynjúlfur. Því þurfi að hlúa að þeim fyrirtækjum, t.d. með því að tryggja efnahagslegan stöð- ugleika, hagfellt skattaumhverfi, frjálst flæði fjármagns og sambæri- legt regluverk og nágrannalöndin búa við. Framleiðnivandi Íslands liggur ekki í nýsköpun Morgunblaðið/Ómar Efnahagsmál Nýsköpun hér á landi er í miklum blóma og þarf því framleiðnivöxtur að koma annars staðar frá.  Framleiðni á Íslandi er lítil  Vandamálið liggur í samkeppnishæfni fyrirtækja Ísland er í 18. sæti af 141 landi sem World Economic Forum (WEF) seg- ir að séu vel búin til að taka á móti ferðamönnum og Ísland nær 5. sæti þegar horft er til þess hvaða lönd setja ferðaþjónustu í forgang. Þar er Ísland í hópi með Möltu, Máritíus, Kýpur, Singapúr, Spáni, Dóminíska lýðveldinu, Seychelles, Eistlandi og Barbados. Í skýrslu WEF kemur fram að ný millistétt frá Kína, eldri ferðalangar frá Vesturlöndum og ungt fólk sé í auknum mæli að móta ferðaþjónustuna í heiminum. Löndin öll eru skoðuð út frá fjór- tán mismunandi þáttum sem snúa að ferðamennsku. Meðal þess eru menningarleg verðmæti landsins, geta landsins til að auðvelda leit að afþreyingu á netinu ásamt framúr- skarandi skipulagi á innviðum. Ís- land skorar hátt í öryggi landsins, hreinlæti, netvæðingu og innviðum ferðaþjónustunnar en hins vegar er það metið lægra í menningarlegum verðmætum, viðskiptaferðum og samkeppnishæfni í verði. Á topp tíu listanum eru hefð- bundnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem Spánn trónir á toppnum, þá kemur Frakkland, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland, Sviss, Austur- ríki, Ítalía, Japan og Kanada. Nýir áfangastaðir eins og Brasilía, Kína, Mexíkó, Singapúr og Sameinuðu ar- abísku furstadæmin eru í hópi 30 efstu landanna. Í skýrslunni segir að það gefi til kynna að það séu tæki- færi fyrir lönd um allan heim að ná fram samfélagslegum ávinningi með ferðaþjónustu sem geti leitt til meiri hagvaxtar og skapað ný störf. margret@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta Ísland skorar hátt í öryggi, hreinlæti og netvæðingu. Ísland í 18. sæti í ferðamennsku  Skorar hátt í ör- yggi, hreinlæti og netvæðingu F A S T U S _ H _ 3 2 .0 5 .1 5 Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 Resorb Sport Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl. • Bætir upp vökvatap • Minnkar líkur á vöðvakrömpum • Flýtir endurheimt (recovery) • Bragðgóður og handhægur • Inniheldur m.a. magnesium Fæst í fjölmörgum apótekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.