Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dagana 11.-14.júlí 1995 áttisér stað ólýsanlegur hryll- ingur í fjallaþorpinu Srebrenica, þegar hersveitir Bosníu-Serba myrtu um 8.000 Bosníu-múslíma og fluttu um 13.000 konur nauðung- arflutningum, á meðan friðar- gæslulið Sameinuðu þjóðanna stóð hjálparlaust hjá. Atburð- irnir ollu vatnaskilum í Bosníu- stríðinu, og sýndu fram á van- mátt bæði Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins til þess að grípa inn í ógnaröldina sem þá var í ríkjum Júgóslavíu. Atburðirnir í Srebrenica voru hinir verstu sinnar tegundar í Evrópu frá lokum síðari heims- styrjaldar, og þeir valda enn við- bjóði og hryllingi þeirra sem kynna sér þá. Ekki er að undra, að þeir hafa nú þegar verið skil- greindir sem þjóðarmorð af tveimur alþjóðlegum dómstólum, og bíða nú helstu leiðtogar Bosn- íu-Serba, þeir Radko Mladic og Radovan Karadzic, þess að al- þjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn dæmi í málum þeirra. Auk þeirra hafa tveir undirsátar þeirra nú þegar hlotið dóm fyrir aðild sína að verknaðinum. En þó að liðnir séu tveir ára- tugir frá þjóðarmorðinu hefur sá tími ekki reynst nægur til þess að græða þau sár sem það skildi eft- ir sig á báða bóga. Enn er tekist á um merkingu atburðanna, nú síð- ast á vettvangi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, þar sem Bretar lögðu fram ályktun og vildu að ráðið myndi for- dæma voðaverkin sem þjóðarmorð. Strandaði hún þar á Rússum sem beittu neitunarvaldi sínu og sögðu tillöguna halla um of á annan aðilann í Bosníu- stríðinu. Vildu Rússar þar hvort tveggja sýna vesturveldunum að þeir myndu ekki láta vaða yfir sig og jafnframt staðfesta þau traustu vinabönd sem ríkt hafa á milli Rússa og Serba um langa hríð. Það er þó ekki einungis í ör- yggisráðinu sem minningin um Srebrenica hefur valdið alþjóða- samfélaginu tjóni. Friðar- gæslulið Sameinuðu þjóðanna, sem skipað var herliði frá Hol- landi, reyndist vanbúið og van- megnugt til þess að grípa inn í, þó að þjóðarmorðið væri framið í augsýn þess. Sagan frá Rúanda ári fyrr endurtók sig, og leiddi til vígorðsins „aldrei aftur“ og há- tíðlegra loforða um að héðan í frá yrði gripið fyrr í taumana til þess að verja almenna borgara. Vesturveldin hafa í krafti minningarinnar frá Srebrenica víða látið til sín taka í nafni þess að vernda þurfi óbreytta borg- ara, og Sameinuðu þjóðirnar hafa jafnvel leyft friðargæsluliði sínu að taka virkari þátt í átökum en áður, með misjöfnum árangri. En hvernig sem tekst til, þá munu slíkar tilraunir til þess að gera yfirbót aldrei megna að afmá að fullu smánarblettinn á sögu Evr- ópu sem Srebrenica stendur fyr- ir. Varanlegur smánarblettur á sögu Evrópu} Þjóðarmorð fyrir allra augum Efnahags- ogframfarastofn- unin, OECD, varaði við því í vikunni að tíminn til að koma í veg fyrir varanlegt tjón vegna atvinnu- leysis væri að renna út. Hættan er meðal annars sú að atvinnu- leysið sem herjað hefur á tiltekin lönd valdi viðvarandi ójöfnuði, en ekkert er frekar til þess fallið en slæmt atvinnuástand að draga úr jöfnuði og velferð. Atvinnuleysisvandinn er mestur í Evrópusambandinu, einkum í evruríkjunum, en önn- ur ríki hafa náð mun betri tökum á ástandinu auk þess sem það varð aldrei jafn slæmt og innan ESB. Atvinnuástandið í Banda- ríkjunum er til að mynda orðið eðlilegt eftir að atvinnuleysi jókst mjög árið 2009. Hér á landi fór atvinnuleysi aldrei í sömu hæðir og innan ESB og hefur lækkað svo mjög að nú er það á heildina litið ekki teljandi vanda- mál þó að vissulega séu þeir til sem enn eiga um sárt að binda sökum at- vinnuleysis. Innan ESB hefur ástandið heldur þok- ast í rétta átt en það gerist mjög hægt og ástandið er enn algerlega óviðunandi og stórhætta á ferðum. Ástandið er sérstaklega alvarlegt fyrir ungt fólk, sem í sumum ríkjum býr við um og yfir helmings atvinnu- leysi og á evrusvæðinu er nær fjórði hver af yngri kynslóðinni atvinnulaus. Þegar þessi mikli vandi blasir við árum saman gefur augaleið að ábending OECD um að tím- inn sé að renna út á fullan rétt á sér. Ríki Evrópusambandsins, og þar með sambandið í heild sinni, munu ekki til lengdar halda sér í fremstu röð þjóða heims í velferð og velmegun verði stór hluti almennings án atvinnu og ef heil kynslóð venst því að atvinnuleysi sé eðlilegt ástand. Viðvarandi atvinnu- leysi í Evrópusam- bandinu getur valdið varanlegum skaða} Tíminn að renna út E nn berast fregnir af því að tölvu- þrjótar hafi komist yfir per- sónuupplýsingar milljóna op- inberra starfsmanna og almennra borgara í Bandaríkj- unum. Stjórnvöld vilja lítið gefa upp um hverja þau hafa grunaða, en menn hafa leitt líkur að því að rekja megi uppruna árásanna til Kína. Hver svo sem sökudólgurinn er, vek- ur athygli að tölvukerfi bandarískra yfirvalda séu svo illa varin að úr þeim sé hægt að stela gríðarlegu magni viðkvæmra upplýsinga, á sama tíma og bandarískar öryggisstofnanir þróa og beita tæknilegum töfrabrögðum til að sópa að sér hvers kyns boðum um allan heim. Báðar staðreyndir eru áhyggjuefni. Í Bandaríkjunum og víðar ræða menn nú um framtíð internetsins, m.a. um svokölluð myrkranet og dulkóðun. Sumir embættismenn vilja banna dulkóðun; meina fólki að fela slóð sína, og þegar eru merki um að það eitt að notfæra sér lausnir á borð við vafrann Tor, sem veitir ákveðna en takmarkaða vörn gegn hnýsni, veki grunsemdir yfirvalda. Það er einnig áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að meðal notenda Tor og áþekkra lausna eru aðgerðasinnar og blaðamenn, sem þurfa að geta átt samskipti við aðra í fullkomnum trúnaði. En þetta virðast sumir eiga erfitt með að skilja. Þeir bera því við að myrkranet og dulkóðun geri barna- níðingum og öðrum glæpamönnum kleift að stunda sinn óþverraskap óáreittir; það eitt sé nóg til þess að svipta almenning öllum möguleikum til friðhelgi einkalífs. Vopnið internet er að snúast í höndum mannanna. Það stóð eitt sinn fyrir upplýsingu og frelsi en sífellt fleiri upplifa það sem njósna- og eftirlitstæki. Þrátt fyrir að sumir fari mikinn við lyklaborðið og leyfi sér ákveð- ið hömluleysi, fer þeim fjölgandi sem eru meðvitaðir um að það sem við deilum á netinu verður ekki tekið til baka og er sjaldnast óhult bak við veggi notendanafna og lykil- orða. Það er alltaf einhver að fylgjast með, að safna og geyma, og í sumum tilfellum ganga upplýsingar og efni kaupum og sölum. Annað dæmi um það hvernig hætt er við að fyrirheit tækninnar snúist í andhverfu sína er notkun valdhafa á samskiptamiðlum. Stjórn- málamenn og stofnanir nýta sér nú sam- skiptamiðla á borð við Twitter til að vera í beinum tengslum við almenning, sem er gott og blessað, en hug- myndin snýst á haus þegar mönnum þykir nóg að vísa í tíst og Facebook-færslur þegar þeir eru beðnir um að standa fyrir máli sínu. Tjáning valdhafa á samskipta- miðlum ætti að fela í sér persónulega viðbót í umræðuna, en ekki verða ígildi fréttatilkynninga og lokaorð í um- ræðunni. Það væri dapurleg niðurstaða ef samskipta- miðlar umbreyttust í enn einn vegginn milli yfirvalda og almennings, og ef internetið færi frá því að vera vett- vangur frjálsrar tjáningar og skoðanaskipta, í að vera eftirlits- og kúgunartæki. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Internetið étur börnin sín STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Með aukinni hnattvæð-ingu verður með hverj-um deginum erfiðaraað framfylgja boðum og bönnum. Eitt af þeim boðum er bann við áfengisauglýsingum. Þrátt fyrir bannið sjá fjölmargir Íslendingar áfengisauglýsingar daglega, til að mynda þegar þeir horfa á erlent sjónvarpsefni eða vafra um netið. Eins og fram kom í umfjöllun Morg- unblaðsins fyrr í vikunni nýta ís- lenskir áfengisframleiðendur sér landamæraleysi netsins til að koma vörum sínum á framfæri, Foreldra- samtökum gegn áfengisauglýsingum til mikillar óánægju. Þau vilja að meiri orka verði sett í eftirlit, en aðr- ir líta til Evrópu, þar sem áfeng- islöggjöf er frjálsari. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, er einn þeirra. Hann segir lög- gjöfina vera meingallaða og hafa verið það lengi. Hann telur bannið við áfengisauglýsingum ekki fram- kvæmanlegt, hvað þá þegar netið er komið inn í jöfnuna. „Við leggjum til að sænska leið- in verði farin, það er að segja að áfengisauglýsingar verði leyfðar, en þá með skýrum reglum um það hvernig markaðssetning og kynning fer fram. Í dag gerir íslensk löggjöf ráð fyrir að áfengisauglýsingar séu ekki til og þarafleiðandi eru engar reglur eða viðmið um hvernig þær eigi að vera,“ segir Ólafur. Félagið hefur unnið drög að ítarlegum siðareglum um markaðs- setningu áfengis hérlendis sem siða- nefnd á vegum félagsins myndi sjá um að framfylgja gagnvart framleið- endum og innflytjendum áfengis. Svo eitthvað sé nefnt er lagt til í drögunum, sem kynnt hafa verið allsherjar- og menntanefnd Alþing- is, að í áfengisauglýsingum séu skýr skilaboð um skynsamlega meðferð áfengra drykkja. Áfengis- auglýsingar verði bannaðar eftir til- tekinn tíma, t.d. snemma um helgar. Þá megi ekki birta slíkar auglýs- ingar á skemmtunum þar sem að- almarkhópur eru börn og ekki megi í markaðsefni gefa til kynna að neysla áfengis sé ástæða velgengni í einka- lífi, starfi, íþróttum eða öðrum vett- vangi. Siðanefndin yrði skipuð þremur mönnum, þar af tveimur ótengdum FA, og formanni félags- ins. Ólafur nefnir fulltrúa frá blaða- mannastéttinni og auglýsingastofum sem dæmi um ótengda aðila. Nefnd- in myndi hafa heimild til að sekta að- ila sem brjóta gegn reglunum og rynnu peningarnir til forvarnar- mála. Vilja sitja við sama borð Ölgerðin segir í svari við fyrir- spurn Morgunblaðsins um áfeng- isauglýsingar, að löggjafinn hafi vanrækt það að bregðast við nýju landslagi og breyttum tímum. „Netvæðingin og samfélags- miðlar hafa umturnað þessu um- hverfi en eftir situr sama gamla lög- gjöfin. Það er ljóst að um allan heim eru aðilar að fjalla um áfengi á net- inu og samfélagsmiðlum. Þessi um- fjöllun er aðgengileg á Íslandi eins og annars staðar. Þarna er m.a. fjallað um vörur sem seldar eru á Ís- landi og meira að segja vörur sem eru framleiddar á Íslandi. Allir þessir aðilar starfa í alþjóðlegu umhverfi og í góðri trú. Nauð- synlegt er fyrir íslenska aðila, sem hyggja til að mynda á út- flutning á vörunum, að sitja við sama borð og erlendir framleið- endur, enda gerir Facebook ekki greinarmun á ís- lenskum og erlendum vörum.“ Koma siðareglur í stað boða og banna? Morgunblaðið/Júlíus Jafnræði Íslendingar sjá auglýsingar frá erlendum áfengisframleið- endum bæði á netinu, sjónvarpi og blöðum. Ölgerðin vill breytingar. Samtök iðnaðarins telja brýnt að fram fari heildarendur- skoðun á áfengislöggjöfinni með tilliti til áfengisauglýsinga. „Það er einfaldlega þannig að íslenskir áfengisframleiðendur, þá sérstaklega litlir aðilar á markaðnum, standa höllum fæti í samkeppni við erlenda fram- leiðslu af þeirri einföldu ástæðu að þeir mega ekki kynna vöruna sína á meðan auglýsingaefni um erlenda framleiðslu streymir til landsins m.a. í gegnum vef- miðla, erlend tímarit og sjón- varpsefni. Núverandi löggjöf dregur þó ekki aðeins úr mögu- leikum íslenskra framleið- enda til að markaðssetja vöru sína hérlendis held- ur jafnframt hefur áhrif á markaðssetningu vör- unnar á erlendri grundu,“ segja samtökin í svari við fyrirspurn frá Morgunblaðinu. Dregur úr möguleikum ÁHRIF BANNSINS Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.