Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiðimenn og staðarhaldarar við laxveiðiár á Vestur- og Suð-vestur- landi eru lukkulegir þessa dagana, smálaxinn „hellist inn,“ segja þeir. Veiðitölur eru víðast hver betri en það hörmungarsumar sem laxveiði- vertíðin í fyrra reyndist vera. Og augu manna eru á Norðurá, þar mætir hann venjulega fyrst, og Ein- ar Sigfússon sölustjóri er lukkuleg- ur. „Laxinn gengur eins og rakettur í ána núna,“ sagði hann eftir hádegi í gær. „Göngurnar hafa verið rosalega kröftugar síðustu daga. Veiðimaður sem lauk veiðum í gær, og veitt hef- ur mikið í ánni gegnum árin, hringdi áðan og óskaði okkur til hamingju. Hollið sem endaði á hádegi í gær landaði 202 löxum á þremur dögum. Þeir fengu rúmlega 50 eftirmiðdag- inn í gær og í morgun. Við erum komin yfir 720 laxa.“ Rétt er að geta þess að meðfylgjandi veiðitölur eru eins og veiðin stóð í ánum á mið- vikudagskvöldið þannig að hér hækka tölurnar skarpt. Einar hefur eftir leiðsögumönnum við Norðurá að á sama tíma og þess- um fimmtíu hafi verið landað á síð- ustu vöktum hafi annað eins lekið af flugunum; það var kalt og tökur grannar. „Laxinn hefur dreift sér vel um ána. Til að mynda fengust fimm fisk- ar í morgun við Glitstaðabrú uppi á dal, þeir veiðast um allt. Reyndar er lítið komið fram fyrir Króksfoss, það hefur verið það mikið vatn, en nú minnkaði það í kuldanum og fisk- urinn stingur sér eflaust upp núna. Erlendir veiðimenn byrjuðu á svæðinu Norðurá II eftir hádegi í gær og þeir settu í tíu fiska á vakt- inni. Þetta er fjörugt og hefur gengið ævintýralega vel – og fiskurinn sér- lega vel haldinn. Eins árs hængarnir eru upp í 70 cm langir.“ Hann bætir við að á morgunvakt- inni í fyrradag hafi veiðst á tvær stangir á svæðinu sem kennt er við Stekk 25 laxar. „Og þeir héldu sig hafa sett í annað eins til. Það var á nánast í hverju kasti, söng og hvein í öllu, og fiskur óð upp ána. Í morgun tapaði ensku veiðimaður einum mjög stórum í Myrkhyl, eftir langa viðureign kvaddi hann.“ Það er staður stóru laxanna í Norðurá. Meira en helmings aukning „Þetta er gaman og er mikil breyt- ing síðan í fyrra, þetta er meira en helmings aukning,“ segir Einar. „Og allar horfur á að þetta haldi áfram því laxinn er að bullganga áfram. Ég held að laxinn sé bara viku á eftir áætlun; trillukarlarnir við Breiða- fjörð segja að sandsílið sé líka viku seinna að landi en venjulega.“ Þegar spurt er um Hafffjarðará á Snæfellsnesi, þar sem Einar er ann- ar eigenda, segir hann veiðina þar líka komna í fullan gang. „Fyrir fimm dögum var hún í 150 löxum og einhverjir voru órólegir, en ég sagði að hún væri venjulega þremur til fimm dögum á eftir Norðurá og í fyrradag small laxinn inn og ætli nú hafi ekki veiðst hátt í 250.“ Heldur betur að mæta Haraldur Eiríksson, staðarhaldari við Laxá í Kjós, tók undir með koll- ega sínum í Borgarfirði. „Fyrir fimm dögum var ég ekki mjög bjartsýnn en nú eru flottar göngur að koma inn og staðan allt önnur,“ sagði hann lukkulegur eftir hádegi í gær. „Nú fimmta morguninn í röð er mjög þétt setið á neðsta svæðinu, lax í hverri einustu holu við Kvíslafoss og Laxfoss. Við erum að bíða eftir því að efri svæðin detti almennilega inn, þá munu veiðitölurnar hækka, eins og við viljum sjá. Eins og veðr- áttan hefur verið erum við að ná sex til átta fiskum úr fossinum á morg- unvaktinni, menn missa annað eins og þá er búið að styggja hina.“ Haraldur segir enn gott vatn í Kjósinni, „þrátt fyrir að þetta sé 29. dagurinn án regns. Við lifum enn á snjóbráðinni. Laxinn er að ganga upp, Bugðan datt vel inn í gær og ég reikna með því að efri svæðin geri það líka, ef ekki í kvöld þá á morgun. Laxinn er heldur betur að mæta, eftir hvert flóð sjáum við 20 til 30 laxa undir brúnni. Þetta er eins og það á að vera“. Sagan er svipuð frá Grímsá, mikið af laxi á tveimur neðstu svæðunum, þar af 30 til 50 laxar fyrir neðan Lax- foss, og morgunvaktir að fá 12 til 16 laxa á þeim. Enn er beðið eftir að Oddstaðafljót og aðrir gjöfulir staðir uppi á dal detti í gang. Þá berast svipaðar fréttri frá Langá, sem var sein í gang en nú hefur laxinn dreift sér ágætlega um ána og mun vera að veiðast á öllum svæðum. Sex til átta á dag úr Korpu Af minni ám nærri borginni má nefna að í Brynjudalsá hafa veiðst nær 30 laxar og í Korpu veiðast sex til átta laxar á dag. Ef stokkið er norður í Þistilfjörð, hvaðan fréttir berast ekki eins ört, þá fór veiðin vel af stað í Svalbarðsá þar sem veitt er á tvær stangir og veiði hófst um mánaðamót. Fyrstu tvö hollin fengu sex og níu laxa, og allt stórlaxa eins og vera ber á því svæði á þessum tíma. Göngurnar „rosalega kröftugar“  Smálaxinn sagður „hellast inn“ í Norðurá  Síðasta holl fékk 202 laxa  „Þetta er fjörugt og hefur gengið ævintýralega vel,“ segir Einar Sigfússon  Þétt setið á neðsta svæði Laxár í Kjós Ljósmynd/Kristinn Á. Ingólfsson Lukkulegur Erlendur veiðimaður kampakátur við Kálfhylsbrot í Norðurá. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir Norðurá (15) Blanda (14) Þverá-Kjarrá (14) Miðfjarðará (10) Ytri-Rangá & Hólsá (20) Haffjarðará (6) Laxá í Aðaldal (18) Langá (12) Flókadalsá (3) Elliðaárnar (6) Víðidalsá (8) Eystri-Rangá (18) Laxá í Kjós (8) Hítará (6) Vatnsdalsá (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2013 Staðan 8. júlí 2014 329 615 334 203 61 197 131 60 72 125 75 160 73 88 125 1150 731 806 331 223 570 143 535 313 354 75 254 218 * 105 630 515 488 301 209 185 132 130 130 129 95 91 89 83 79 Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringur- inn fer fram á Laugarvatni í dag. Keppnin er orðin næststærsta hjól- reiðakeppnin hér á landi á eftir WOW Cyclothon, en tæplega 700 keppendur hjóla af stað síðdegis. Keppnin var fyrst haldin fyrir þrem- ur árum og hefur vaxið mjög síðan og nokkurn veginn í takt við áhuga landsmanna á hjólreiðum, segir í til- kynningu. Í aðdraganda keppninnar verður margt um að vera á Laugarvatni, s.s. sveitamarkaður við Gallerí, hoppu- kastalar, strandblaksvöllur, vatna- boltar og siglingar á sjálfu Laugar- vatni fyrir börn og fullorðna. Þá verður einnig hægt að komast í út- sýnisflug og ferðir inn að jökli. Keppnin sjálf hefst svo stundvís- lega klukkan 18 og verður þá ræst til austurs. Hjóla allir keppendur frá Laugarvatni í átt að Efsta-Dal og Úthlíð. Vegfarendur á þessum slóð- um eru beðnir að sýna tillitssemi á meðan keppnin fer fram. Hjólreiðar Frá síðustu hjólreiðakeppni KIA Gullhringsins, en keppnin var fyrst haldin fyrir þremur árum. Mikið verður um dýrðir á Laugarvatni. Hjóla Gullhringinn frá Laugarvatni  Búist við um 700 keppendum í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.