Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Hannes Hlífar Stefánssoner stigahæstur ís-lenskra skákmannasamkvæmt júlí-lista FIDE með 2.593 elo-stig. Það skip- ar honum í 193. sæti á heimslist- anum. Í 2. sæti er Héðinn Stein- grímsson með 2.562 elo og í 3. sæti Hjörvar Steinn Grétarsson með 2.559 elo. Stigalistinn er nú birtur mánaðarlega og er það mikil breyt- ing frá því sem áður var þegar hann var birtur á sex mánaða fresti og enn lengra er síðan listinn var gefinn út einu sinni á ári. Elsti stórmeistari heims, Júrí Averbakh, rifjaði það upp í ævisögu sinni að á fyrsta stigalista FIDE sem birtur var árið 1971 hafi einungis verið 500 skákmenn; 40 árum síðar voru yfir 130.000 skákmenn á FIDE- listanum og þeim fjölgar stöðugt. Magnús Carlsen er sem fyrr langhæstur þrátt fyrir afhroðið á Norska skákmótinu á dögunum og er með 2.853 elo stig. Þrír aðrir skákmenn eru yfir 2.800 elo stig- um, Wisvanathan Anand og Vensel- in Topalov eru í 2.-3. sæti með 2.816 elo og í 4. sæti kemur Hikaru Nakamura með 2.814. Íslendingum er raðað í 32 styrk- leikasæti af 175 aðildarþjóðum FIDE en þar er tekið meðaltal 10 sterkustu skákmanna hverrar þjóð- ar. Rússar eru enn fremstir og Kínverjar koma í humátt á eftir. Af íslenskum skákmönnum er lítill vafi á því að Hjörvar Steinn Grétarsson er okkar helsta von um afburða skákmann en hann varð í 2. sæti á vel skipuðu Íslandsmóti á dög- unum, tefldi í júní á Kúbu ásamt fjórum öðrum íslenskum skák- mönnum í opna flokki minning- armótsins um Capablanca, hlaut 6½ vinning af 10 mögulegum og varð í 16.-28. sæti af tæplega 200 kepp- endum. Síðan lá leiðin yfir hafið og teflir hann þessa dagana á opnu móti í Benasque á Spáni. Eftir sjö umferðir var Hjörvar í efsta sæti með sex öðrum og hafði þá hlotið sex vinninga af sjö mögulegum og er það árangur sem reiknast upp á 2.687 elo-stig. Athyglin beinist að Wei Yi Eftir sigur Kínverka í opna flokki síðasta ólympíumóts hefur athyglin beinst að þeirra bestu skákmönnum einkum þó undra- barninu Wei Yi sem tefldi ásamt flokki landa sinna í Reykjavík- urskákmótinu 2013. Hann er nú 16 ára gamall og er í 29. sæti á heims- listanum. Það eru þó tilþrifin frek- ar en elo-stigin sem vekja athygli sbr. eftirfarandi skák sem tefld var á dögunum á sterku alþjóðlegu móti á eyjunni Danzhou í Suður- Kína: Wei Yi – Bruzon Batista (Kúba ) Sikileyjar vörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4. Be2 Rc6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Dc7 7. 0-0 Rf6 8. Be3 Be7 9. f4 d6 10. Kh1 0-0 11. De1 Rxd4 12. Bxd4 b5 13. Dg3 Bb7 14. a3 Had8 Alþekkt staða sem komið hefur upp í ótal skákum. Svartur reynir að hindra framrás e4-peðsins en at- lagan kemur þá annars staðar frá. 15. Hae1 Hd7 16. Bd3 Dd8 17. Dh3 g6 18. f5 e5 19. Be3 He8 20. fxg6 hxg6 21. Rd5! Rxd5? Hann varð að reyna 22. … Bxd5 23. exd5 Hb7. Nú kemur mikill hnykkur. 22. Hxf7! Kxf7 23. Dh7+ Ke6 24. exd5+ Kxd5 Ekki dugar 24. … Bxd5 25. Bxg6 og mátar. Nú er spurningin hvort svarti kóngurinn sleppi yfir á drottningarvænginn. 25. Be4+! Kxe4 26. Df7! Tveir bráðsnjallir leikir. 26. … Bf6 27. Bd2+ Kd4 28. Be3+ Ke4 29. Db3! Kf5 30. Hf1+ Kg4 31. Dd3 Bxg2+ 32. Kxg2 Da8+ 33. Kg1 Bg5 34. De2+ Kh4 35. Bf2+ Kh3 36. Be1! – og svartur gafst upp. Það er engin vörn við hótuninni 37. Hf3+. Næsti heimsmeistari gæti komið frá Kína Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Mannkynið hefur gengið í gegnum iðn- byltingu og tölvubylt- ingu. Næst verður það orkubylting. Hún hefst á næsta áratug og þar með lýkur væntanlega olíuöld sem hófst árið 1861. Ástæðan er sú að nýir orkukostir eru á næsta leiti. Þar á ég fyrst og fremst við hagnýtingu um- hverfisvænnar kjarnorku sem getur skipt sköpum fyrir orkubúskap í heiminum um langa framtíð. Knýjandi þörf fyrir nýjar lausnir Áhyggjur manna af áhrifum notkunar jarðefnaeldsneytis á hnattræna hlýnun hafa ýtt undir viðvarandi leit að betri orkukostum. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Jap- an 2011 herti enn á þessari leit og peningar tóku að streyma til fyr- irtækja sem stunda rannsóknir á þessu sviði. Þá voru dregnar fram af veraldarvefnum upplýsingar um tilraunir bandaríska flughersins frá 7. áratugnum með kjarnaofna sem knúnir væru þóríum, uppleystu í saltlausn (MRS = Molten Salt Reactor). Menn áttuðu sig á því að vert væri að þessar gömlu rann- sóknir gengju í endurnýjun lífdaga. Það sem er sérstakt við þessa kjarnaofna er að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem elds- neyti og breyta allt að 99% orkunn- ar í varma í stað 2-3% nýtingar eins og hún er í dag. Og það þarf ekki að auðga úranið. Það þýðir að þess- ir kjarnaofnar eru allt að 100 sinn- um betri en þeir sem notaðir eru í dag og margfalt umhverfisvænni. Úrganginn frá þeim þarf einungis að geyma í fáeina áratugi í stað tugþúsunda ára. Og það sem meira er: Úrganginn frá núverandi kjarnaofnum ásamt kjarn- orkuvopnum má vel nýta sem elds- neyti. Það er stórt, vistvænt fram- faraskref út af fyrir sig. Fjöldaframleiðsla innan 7 ára? Í N-Ameríku vinna nokkur fyr- irtæki að því að búa til slíka kjarna- ofna. Eitt fyrirtækjanna reiknar með að árið 2020 verði hægt að setja upp fyrsta ofninn hjá fyrsta kaupandanum. Annað fyrirtæki reiknar með að geta hafið fjölda- framleiðslu á ofnunum í byrjun næsta áratugar. Ég geri ráð fyrir að árið 2022 verði að minnsta kosti þrjú fyrirtæki farinn að fjölda- framleiða þessa kjarnaofna og að afköstin hjá hverju fyr- irtæki um sig verði að minnsta kosti 50 MW á dag. Fyrstu nýju orku- verin verða væntanlega notuð til þess að koma í staðin fyrir kolaorku- verin í Bandaríkjunum sem þarfnast endurnýj- unar á næstu tveimur áratugum. Og hvað skyldi nýja orkan svo kosta? Menn reikna með að hún verði ódýr- ari en úr kolaorkuverum og verðið verði vel undir 30 USD/MW í upp- hafi. Þegar fjöldaframleiðsla verður komin í gagnið, er áætlað að verðið verði undir 10 USD/MW. Það gæti vel gerst fyrir 2030. Og hvar skyldu menn svo stað- setja þessi nýstárlegu orkuver? Sem næst notandanum! Engar há- spennulínur, engin spennuvirki. Það er mín skoðun að spurnin eftir því að flytja rafmagn á milli staða með dýrum mannvirkjum muni einfald- lega hverfa. Ódýr rafmagnsfram- leiðsla á staðnum í hæfulegum skala, sérsaumuð að þörfum hvers notanda, muni taka við. Í þessu ljósi sjáum við til dæmis að hug- myndin um orkuflutning í gegnum sæstreng frá Íslandi til Bretlands stenst ekki. Ég þarf ekki einu sinni að taka upp reiknistokkinn. Síðla árs 2017 verða komnar niðurstöður úr tilraunum með þessa nýju kjarnaofna og þá strax breytist orkuumræðan. Breytt staða Frumefnið þóríum heitir í höfuðið á norræna þrumuguðinum Þór. Það er kannski táknrænt að þóríum mun væntanlega hafa mikil áhrif hér á Sögueyjunni. Í mínum huga er það þannig að við höfum um þrjú ár til að fá hingað orkusækinn iðn- að. Eftir það fer varla nokkur norð- ur í Ballarhaf til að ná sér í orku. Enginn veit því fyrir víst í hvaða stöðu við verðum til að semja um raforkuverð eftir nokkur ár. Orkubyltingin mikla er að hefjast Eftir Kjartan Garðarsson Kjartan Garðarsson » Það sem er sérstakt við þessa kjarnaofna er að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem eldsneyti og breyta allt að 99% orkunnar í varma í stað 2-3% nýt- ingar eins og hún er í dag. Höfundur er vélaverkfræðingur. Það kom fram í frétt- um um daginn að hér hafa um þrjátíu manns greinst með hettusótt nýlega, einkum á suð- vesturhorni landsins. Landlæknir hvetur þá sem ekki hafa verið bólusettir eða ekki fengið hettusótt til að láta bólusetja sig. Borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hettu- sótt Bólusetning Bólga í munnvatnskirtli er eitt af ein- kennum hettusóttar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is FEB Reykjavík Mánudaginn 6. júlí var spilaður tvímenningur á 15 borðum hjá brids- deild Félags eldri borgara í Reykja- vík Efstu pör í N/S Pétur Antonsson – Guðlaugur Nielsen 418 Jón Hákon Jónss. – Sigtryggur Jónss. 361 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 349 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 340 A/V Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 420 Kristín Óskarsd. – Unnar A. Guðmss. 400 Skarphéðinn Lýðs. – Ægir Ferdinandss. 370 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 354 Spilað er í Síðumúla 37. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is BMW 320D F30 Nýskr. 07/2012, ekinn aðeins 8 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, lúga og mjög mikið af flottum aukabúnaði! Tilboðsverð 6.990.000. Raðnr.253805 BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, diesel, sjálf- skiptur mjög vel útbúinn stórglæsilegur bíll! Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.230069

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.