Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 YUMI MATBORĐ 115 CM GINA AMI OSLO SKENKUR 160 CM - KR. 152.800 KR.. 78.800 KR.. 19.700 KR.. 19.900 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚĐUM NÝTT - CALVIN HORNTUNGUSÓFI 260X203 KR. 247.600 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu daginn til þess að halda upp á árangurinn sem þú hefur náð í tilteknu sambandi. Ekki gera ekki neitt í vandamáli sem skotið hefur upp kollinum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vinnur sjálfum/sjálfri þér aðeins tjón með því að neita að horfast í augu við staðreyndir. Reyndu að halda aftur af þér og ekki æsa þig upp þó að móti blási. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver samskiptavandi ríkir milli þín og vinnufélaga þinna. Vertu sáttfús. Mundu að réttlætið sigrar alltaf að lokum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert að endurskipuleggja heiminn þinn og ástvinur virðist standa í veginum. Ekki grípa fram í fyrir öðrum nema lífið liggi við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú blómstrar af ást og þarft að fá útrás fyrir sköpunarhæfileika þína. Umhyggja þín fyrir öðrum jafngildir lækningamætti. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar þú metur sjálfa/n þig, gera aðr- ir það líka. Smekkur fólks er ólíkur og ekki alltaf eins og þinn. Reyndu að sigla milli skers og báru. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er reglulega vondur dagur ef þú hyggst leita til yfirmanns eða foreldra með tiltekið efni eða biðja um leyfi. Samræður við vini eru hlýlegar og innilegar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður við maka þinn skipta óvenjumiklu máli þessa dagana. Njóttu hvíld- ar en vertu á varðbergi ef engin verkefni eru á dagskránni hjá þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er þvert um geð. Ekki láta undan ef þér er mis- boðið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fylgdu málum þínum eftir af djörf- ung og dug. Forðastu manneskju sem tekur frá þér orku með stöðugum kvörtunum. Allir vilja elli bíða, en enginn hennar mein líða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag er kjörinn til að fara í gegnum eigur þínar, tímarit, bækur og hluti sem þú hefur haldið dauðahaldi í. Hug- myndaauðgi þín er mikil í dag og það skaltu notfæra þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt skilið að hvíla þig eftir góða vinnutörn. Einhleypir í fiskamerki njóta hugs- anlega góðs af fjármagni annarra næstu vik- ur, jafnvel mánuði. Síðasta vísnagáta var eftir Guð-mund Arngrímsson sem endra- nær: Fagur margan fuglinn skreytir, Fatnaður sá blautur er. Ofsareiði útrás veitir. Eitilharður bjargar sér. Árni Blöndal á þessa lausn: Skreytir fugla fagur hamur. Fór úr blautum ham í gær. Hamóður, í ham – ei tamur. Hamramur sér bjargað fær. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Fjaðrahamur fugla skreytir, fara úr hamnum kafarar. Í reiðihamnum rógi hreytir, rekkur einhamur vart þar. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Haminn á hænan magra. Í hamskipti blautt þarf skinnið. Hamslaus er hetjan fagra. Hamhleypur: Verki sinnið! Næstur er Helgi R. Einarsson: Hamur glæstur anda er, í úrkomu ég haminn ber, með hamsleysið oft heimskan fer, hamrammur ei kveinkar sér. Og í lokin er ráðning Guð- mundar: Fjaðrahamur fuglinn skreytir. Flíkin blauta hamur er. Ofsabráður hamur heitir. Hamhleypan æ bjargar sér. Og að venju lætur hann limru fylgja: Hann Grettir var eigi einhamur, við óvini barðist hamramur. Á Glámi vann sá garpur og hann síðan var ekki samur. Hér kemur svo ný gáta eftir Guð- mund: Lögg af víni víst hann er. Valtur stundum reynist hann. Traustur þó af gulli ger. Í Gúttóslag menn báru þann. Gömul vísa í lokin: Kári stóð í falda flík fast um slóðir keilu svo að óðum öldubrík öslaði móð að Keflavík. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hamskiptum Í klípu „HEFÐI ÞAÐ DREPIÐ ÞIG AÐ RAKA ÞIG ÁÐUR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERS VEGNA SETTI GUÐ ÖLL VÍTAMÍNIN Í KÁL OG ENGIN Í NAMMI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að taka úr eyrunum meðan hún talar. ÉG HUGSA AÐ ÉG GERI EITTHVAÐ KARLMANNLEGT. EINS OG HVAÐ? SLÁ GARÐINN BER AÐ OFAN! ÉG ER FASTUR. NÚNA ER TÆKIFÆRIÐ ÞITT TIL ÞESS AÐ FLÝJA. ER ÞETTA GRÆNMETI „SANNGIRNIS- VOTTAГ? ÞAÐ ER ÞAÐ EF ÞÚ BORGAR FYRIR ÞAÐ. HEIMS- ENDIR Í NÁND Víkverji fór til Vestmannaeyjaekki alls fyrir löngu. Þar er gaman að vera. Herjólfur stoppaði í Landeyjahöfn aldrei þessu vant. Þegar Víkverji dró upp dós af ís- lensku neftóbaki komu nokkrir góðir menn og úr varð pínulítil heitapotts- stund – um borð í bát. x x x Rætt var um höfnina. Einn sagðiað hún hlyti að vera mestu mis- tök Íslandssögunnar. Erfitt er að mótmæla því. „Höfn er aldrei mistök. Vesenið með höfnina er náttúrunni að kenna,“ sagði annar og þáði góðan slurk í nefið. Snýtti sér ekki fyrr en eftir hálftíma. Það fannst Víkverja sérstakt. Hvað ætli sé metið í að fá sér góðan slurk í nefið og snýta sér? Sjálfur getur Víkverji aldrei verið með tóbakið lengur innan nasa en í nokkrar sekúndur. x x x Hver ætli séu mestu mistök þjóð-arinnar í byggingum? spurði Víkverji í sæluvímu. „Hallgríms- kirkja var illa byggð og efnið sem var valið til að byggja turninn var blautt. Enda kostaði mikið að reyna að laga turninn,“ sagði einn. „Harp- an mun alltaf hafa slæman stimpil á sér,“ sagði annar. Sá þriðji benti á að turnarnir í miðbænum væru ekki fallegir og pössuðu illa að mið- bænum. Sá fjórði sagði að hótelið sem nú rís undir merkjum Fosshót- els hefði engan heillað, minnti helst á sovéska bæjarblokk. Grátt og ljótt. x x x Ljótar byggingar, brýr eða hafnireru lýti og það á ekki að leyfa einum arkitekt að ráða hvernig svona ægileg hús líta út,“ sagði meistarinn sem gat verið með nef- tóbakið í hálftíma. Slíkt er trúlega rétt hjá þeim gamla. Víkverji telur óþolandi að menn með ljótan smekk geti ráðið hvernig landið lítur út. Þegar umræðan var að ná há- marki renndi Herjólfur að landi. Karlarnir stóðu upp, þökkuðu fyrir tóbakið og kvöddu. x x x Eftir stóð Víkverji, tóbakslaus.víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. Síðara Korintubréf 5:17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.