Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 46

Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta byrjaði með því að ég var að velta fyrir mér hvernig hefði verið umhorfs á Ís- landi á sjötta og sjöunda áratugnum,“ segir banda- ríska listakon- an Nina Zu- rier um áhugaverða bók hennar sem kemur út í dag, Ef ég hefði verið … – Reykjavík 1950-1970 sem gefin er út af Crymo- geu í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Í bókinni eru ljós- myndir eftir ýmsa ljósmyndara frá þessum tveimur áratugum, sem Nina hefur valið, birtar óskornar á vinstri síðu en á þeirri hægri hefur hún stækkað upp hluta hverrar myndar og segir sérstaka „sögu“. Í bókinni segir Zurier ævisögu sína eins og hún hefði getað verið. Ef hún hefði ekki alist upp í Miðvest- urríkjum Bandaríkjanna, heldur í Reykjavík. Nina hefur margoft heimsótt Ís- land á undanförnum árum og dvalið hér í lengri eða skemmri tíma ásamt eiginmanni sínum, myndlistarmann- inum John Zurier. Hún hefur lagt stund á íslenskunám og telur það mikilvægt til að geta lesið og fylgst með. Þegar hún var að hugsa um þennan liðna tíma hér á landi heim- sótti hún Ljósmyndasafn Reykjavík- ur og lagðist í að skoða ljósmyndir. „Ég hafði séð veggspjald frá Mats Wibe Lund frá þessum tíma, af Volkswagen Bjöllu á leið yfir Fnjóskárbrú í Vaglaskógi og mér fannst þetta svo kunnuglegt að ég hefði getað verið í þessum bíl á þess- ari stundu,“ segir hún. „Ég byrjaði að skoða safnið, önnur verkefni tóku síðan yfir um hríð, en þar sem hægt er að skoða myndasafnið á netinu gat ég síðan haldið áfram að skoða og velta myndum Ljósmyndasafns- ins fyrir mér þar sem ég sat heima hjá mér í Kaliforníu. Í um eitt ár skoðaði ég vandlega allar myndir frá þessum tíma en tók svo að þrengja valið við myndir frá Reykjavík, með nokkrum undan- tekningum. En gæði myndanna sjálfra voru mikilvægust og margar þeirra eru einstaklega fallegar. Fyrst ætlaði ég að vinna aðeins með smáatriði úr ljósmyndunum, leitaði þá að ákveðnum formrænum eiginleikum sem töluðu saman milli mynda, en síðan hreifst ég sífellt meira af fegurð myndanna og sá að ég gæti ekki aðeins unnið með þessi smáatriði. Þá breyttist verkefnið í huga mér úr því að vera aðeins myndlistarsýning yfir í að vera bók og mögulega sýning.“ Sýning á verk- efninu verður opnuð í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í haust. Þegar spurt er eftir hverju hún hafi leitað í smáatriðunum segir Nina að stundum grípi eitthvað at- hygli hennar, til dæmis í myndbygg- ingunni. Hún tekur dæmi, mynd eft- ir Lilý Guðrúnu Tryggvadóttur, af konu að greiða sér í sumarbústað. „Þetta er gríðarlega falleg ljós- mynd,“ segir hún. „En mér þótti höfuðið, handleggurinn og þetta furðulega bjarta form áhugaverð- ast.“ Hún bendir á þann hluta mynd- arinnar sem stækkaður er upp. „Saga myndskurðar er löng og í sögunni eru í raun ekkert margir ljósmyndarar sem birta myndir sín- ar alltaf óskornar. Margar þessara mynda hér birtust fyrst í dagblöðum og voru líklega skornar; nú birti ég þær óskornar en sker þær líka, á minn hátt,“ segir hún og brosir. Myndval Ninu er hrífandi, óneitanlega óvenjulegt, og ég hef á orði að Íslendingur hefði valið aðrar. „Það kann að vera vegna þess að ég hef ekki raunverulegar minn- ingar um þennan tíma hér á landi,“ svarar hún. „Fyrir vikið er ég frjáls- ari og horfi ekki á myndirnar með neinni nostalgíu – þó að ég geti orðið nostalgísk við að horfa á sumar, eins og þessa.“ Hún bendir á ljósmynd af skemmu sem á stendur stórum stöf- um orðið Ford. „Faðir minn rak Ford-bílasölu þetta ár, 1953. Ég varð því að hafa þessa mynd með.“ Hún hlær og bendir á það hvernig formrænir eiginleikar óma milli mynda, stundum í arkitektúr, á öðr- um stöðum í náttúrunni eða tísku. „Ég fór smám saman að horfa meira á hendur fólks og stellingar. Ég er femínisti, þótt ég hamri ekki á því,“ segir hún og glottir, „en ég fór líka að beita þeirri linsu við myndavalið, og svo vitaskuld hugsaði ég: hvað ef þetta hefði verið ég að alast hér upp á Íslandi. Þess vegna eru konur áberandi í bókinni.“ Fyrsta myndin sýnir konu sem situr ein á stól á gamlárskvöld, tekin af Lilý Guðrúnu. „Ég ímyndaði mér að þetta væri móðir mín þegar ég var um tveggja og hálfs mánaðar gömul,“ segir hún. „Sumar myndir hér eru þannig persónulegri en aðr- ar. Ég ímyndaði mér sögu út frá myndunum. Lilý Guðrún var frábær ljósmyndari en er augsýnilega lítið þekkt hér. Hún þyrfti að fá sína eig- in bók …“ Hún bendir á verk annars ljósmyndara sem á margar myndir í bókinni, Gunnar Rúnar Ólafsson. „Það er talsvert um hestamyndir í bókinni, og ég hefði getað gert aðra með myndum af hestum,“ segir hún og til skýringar að þau hjónin hafi fyrst komið hingað til lands til að fara ríðandi yfir Kjöl. „Sjáðu hvað þetta er fallegt,“ segir hún og opnar bókina á mynd Gunnars Rúnars af stelpu að halda í ljósan klár. „En það sem mér finnst frábærast á mynd- inni er hvernig hvít girðingin er í beinni línu með sjóndeildarhringn- um. Það finnst mér stórkostlegt.“ Ekki raunverulegar minningar  Í nýrri bók bandarísku listakonunnar Ninu Zurier eru ljósmyndir frá 6. og 7 áratugnum á Íslandi  Segir í myndunum ímyndaða ævisögu sína eins og hún hefði getað verið hefði hún alist upp hér Morgunblaðið/Einar Falur Nina Zurier „Ég ímyndaði mér sögu út frá myndunum,“ segir hún. Stúlka og klár Ljósmynd eftir Gunnar Rúnar Ólafsson, 1955-1964. Gamlárskvöld 1952 Ljósmynd eftir Lilý Guðrúnu Tryggvadóttur. Söfn • Setur • Sýningar Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horninu Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Að lesa blóm á þessum undarlega stað á Torgi Hið íslenska biblíufélag 200 ára á 3. hæð Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Nesstofa við Seltjörn: Sýningin Nesstofa-Hús og saga er opin þriðjudaga-sunnudaga frá 13-17 Listasafn Reykjanesbæjar Huldufley, skipa- og bátamyndir Kjarvals „Klaustursaumur og Filmuprjón“ Textíll í höndum kvenna. Byggðasafn Reykjanesbæjar Konur í sögum bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar. Bátasafn Gríms Karlssonar 6. júní – 23. ágúst Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015 Sumartónleikar - þriðjudag kl. 20.30 - Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla og Carl Philippe Gionet, píanó Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 VATNSLITASMIÐJA kl. 14-15. Tilkynnið þátttöku í síma 515 9600 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Enginn staður – íslenskt landslag Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson Keramik –úr safneign Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands SAFNAHÚSIÐ Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.