Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.07.2015, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Raðauglýsingar 569 1100 Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa Með vísan til laga nr. 79/2008 um endurskoð- endur, er fyrirhugað að halda próf til löggild- ingar til endurskoðunarstarfa í október 2015 sem hér segir: Fyrri hluti mánudaginn 12. október Seinni hluti miðvikudaginn 14. október Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 17. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglu- gerðar nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa. Próftökugjald er kr. 290.000.- Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir föstudaginn 7. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Árna Tómassyni, Hraunbraut 20, 200 Kópavogi. Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og stað- festing um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 6. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008. Próftakar fá þá sendan reikning fyrir prófgjaldinu sem ber að greiða fyrir 25. ágúst nk. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum fyrir lok ágúst nk. Reykjavík 11. júlí 2014. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Rammasamningur um hugbúnaðargerð - samningskaup Landsnet óskar eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í samningskaupum um ramma- samning vegna hugbúnaðargerðar fyrir reglunaraflshugbúnað. Gögn um samningskaupin má finna á vef Landsnets www.landsnet.is eftir kl. 14.00 þann 13. júlí 2015. Frestur til að skila þátttökutilkynningum rennur út þann 4. ágúst 2015 kl. 14.00. Til sölu Bókaveisla Hin landsfræga og margrómaða júlíútsala stendur yfir. 50% afsláttur. Við erum í Kolaportinu, hafnarmegin í húsinu. Opið um helgina kl. 11-17. Tilkynningar Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2015-2024 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Lands- net kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfis- skýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar. • Kerfisáætlun fjallar m.a. um grunnforsendur fyrir áætlun, niðurstöður kerfisrannsókna, valkosti um uppbyggingu meginflutningskerfisins til næstu 10 ára og framkvæmdir á tímabilinu 2016-2018. • Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til. Tillaga að kerfisáætlun og umhverfisskýrsla eru aðgengileg á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is, í afgreiðslu Landsnets við Gylfaflöt 9 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166. Landsnet mun halda opinn kynningarfund í ágúst og verður hann auglýstur sérstaklega. Ábendingar og athugasemdir við umhverfis- skýrsluna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2015-2024. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 1. septem- ber 2015. Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu. KERFISÁÆTLUN LANDSNETS 2015-2024 Kynning á tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu Ríkiskaup f.h. Isavia ohf. óska eftir tilboðum í verkið: 20106 - Keflavíkurflugvöllur Stækkun flughlaðs til austurs Verkið felst í stækkun flugstæða til austurs á Keflavíkurflugvelli. Verktaki tekur við framkvæmdarsvæðinu eins og það er þegar núverandi verkáfanga vegna jarð- vinnu lýkur. Verktaki skal ljúka við jarðvinnu, leggja flughlaðsmalbik og steypu. Verktaki skal koma fyrir regnvatnsrennum ásamt öllum lögn- um, olíuskilju, sandfangi ásamt settjörn með grjótvörn. Einnig skal koma fyrir ljósamöstrum, undirstöðum, ídráttarrörum, strengjum, ásamt öðrum rafbúnaði. Helstu verkþættir og magntölur: Flughlaðssteypa: 4.150 m3 Flughlaðsmalbik: 42.350 m2 Uppgröftur: 10.000 m3 Burðarlög: 7.350 m3 Lagnir: 850 m Settjörn og grjótsvelgur: 1 stk. Ljósamöstur: 3 stk. Verki skal að fullu lokið 31. júlí 2016. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is miðvikudaginn 15. júlí nk. Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska þriðjudaginn 28. júlí 2015 kl. 14:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Steypumót fyrir krana Mjög lítið notuð PREFORM kranamót til sölu ásamt I-bitum, steypusílói, stoðum fyrir undirslátt o.fl. Skipting mótanna er í aðalatriðum þannig: 20 stk. flekar 300x240, 14 stk. flekar 300x48, 2 stk. 300x30 flekar, út- og innhorn, vinnupallafestingar og fleira og fleira. Mótin hafa aðeins verið notuð við steypu á þremur einbýlishúsum. Upplýsingar í síma 896 1012 / 898 1014 *Nýtt í auglýsingu *20022 Snjóblásari fyrir Isavia ohf. Ríkiskaup fyrir hönd Isavia ohf. óska eftir tilboðum í snjóblásara. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum, sem verða aðgengileg á vefsvæði Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Opnun tilboða er 16. september 2015 kl.11.00 hjá Ríkiskaupum. Tilboð/útboð FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is F Mj Útboð Oddsskarð – eitt besta skíðasvæði landsins Fjarðabyggð óskar eftir tillögum frá áhugasömum rekstraraðila til að sjá um rekstur skíðasvæðisins í Oddsskarði með það aðmarkmiði að efla skíðaiðkun og auka aðsókn að svæðinu, í þágu íbúa, íþróttaiðkenda og ferðaþjónustuaðila. Rekstur svæðisins er boðinn út til allt að sex ára. Um er að ræða rekstur á skíðasvæði Fjarðabyggðar í Oddsskarði, lyftum og búnaði og öllum þeim tækjum sem tilheyra rekstrinum auk reksturs skíðaskála og veitingasölu. Stuðst er við samningskaupalýsingu sem nálgast má á heimasíðu Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tillögu sem er eða hafna öllum. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Umsóknir skulu berast bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Halldórsson, gudmundur.halldorsson@fjardabyggd.is, 470 9000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.