Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Flatmagað í sælunni Sællegur selur virðir fyrir sér ferðalang við Jökulsárlón. Selir hafa það gott í lóninu. Það er hæfilega svalt og inn í það ganga fiskar sem fáir fúlsa við, allra síst selir. RAX „Svo bregðast krosstré sem önnur tré“ kom mér í hug eft- ir lestur greinar Vil- hjálms Bjarnasonar hér í blaðinu 5. júní sl. Ástæðan er sú að fáir alþingismenn hafa sýnt í sama mæli og hann að þeir eru traustsins verðir til að fjalla um mikilvæg þjóðfélags- mál. Vilhjálmur hefur verið vakandi um hagsmuni einstaklingsins á vett- vangi fjármála og þá skyldi maður ætla að hann væri einnig vakandi um almannahagsmuni í því máli sem snertir alla, hvar sem þeir búa á hnettinum, umhverfismálunum. Í þessu efni virtist mér þingmaðurinn áhyggjulausari en efni standa til, það vakti með mér eftirfarandi hug- renningar. Vilhjálmur horfir á atburði líðandi stundar af sjónarhóli upplýsing- armanna um miðja átjándu öld hér á landi sem sáu fyrir sér blómleg býli í gjöfulu og fögru landi. Þetta er áhugaverð nálgun. Spurningin er sú hvort Vilhjálmur dregur af henni réttan lærdóm enda forsendur ólík- ar um miðja átjándu öld og á fyrri hluta tuttugustu og fyrstu aldar. Með fyrirsögn greinar sinnar í Morgunblaðinu 5. júní sl. stillir þing- maðurinn upp tveim valkostum. Þar gerir smáorðið „eða“ útslagið: „Lystigarður ljúfra kála eða birta og ylur.“ Upplýsingarmenn settu skyn- semina í öndvegi, þannig vildu þeir rækta land og lýð, hér var umbóta- hreyfing í orðsins fyllstu merkingu. Þingmaðurinn sér hér hins vegar tvo valkosti, annað hvort sitjum við uppi með lystigarða og kálgarða eða okk- ur tekst að framleiða orku sem færir okkur birtu og yl. Þannig sér hann valkosti okkar tíma. Í greininni lesum við enn fremur: „Getur verið að ný tækni, nýir orkugjafar eða ný þekking geti leitt af sér nýja „upplýsingaöld“ þar sem leiðarljósið verður sjálfbærni, bætt mannlíf, lífsgæði og lífskjör?“ Enginn þarf að efast um að svarið við þessari spurningu hlýtur að vera jákvætt. En hver er raunveru- leikinn? Ný tækni, nýir orkugjafar og ný þekking hefur oft- ar en ekki haft í för með sér nýjar ógnir við lífríkið. Ein ástæðan er sú að náttúran er í margra augum hrá- efnið eitt, auðlind sem sé lítils virði fyrr en hún hefur verið nýtt og einskis virði umfram það. Sporin hræða, enda er hverjum manni ljóst að skynsemin hefur ekki alltaf ráðið ferðinni. Ein kynslóð skammsýnna leiðtoga getur haft varanleg áhrif; höfuðtákn eyðileggingarinnar, Chernobyl, er öllum enn í fersku minni. Afþreyingarsamfélagið Þegar grannt er skoðað snýst málið einnig að miklu leyti um lífsstíl okkar Vesturlandabúa. Hann er hvatinn að baki og krefst linnulausra fórna af hálfu lífríkisins, þar sem landið er ekki lengur „fagurt og frítt“ heldur hráefni sem bíður þess að komast í „nýtingarflokk“. Vest- ræn nútímasamfélög eru hugsjóna- lítil „afþreyingarsamfélög“ svo vitn- að sé í þjóðfélagsfræðinginn Gerhard Schulze og bók hans Af- þreyingarsamfélagið (Die Erlebn- isgesellschaft, 2005 [1993]). Þar er kjörorðið að eignast sem mest og lifa sem hæst, lokum augunum fyrir af- leiðingunum, þær lenda í fanginu á komandi kynslóð. En þær eru aug- ljósar og þær ætti þingmaðurinn að þekkja vel úr gögnum Sameinuðu þjóðanna um ástand andrúmslofts- ins svo aðeins sá þáttur málsins sé settur á oddinn. En vandinn snýr einnig að menn- ingu sem metur lítils fegurð náttúr- unnar og þar með gildi hennar eins og hún er í sjálfri sér. Jónas Hall- grímsson veigraði sér ekki við að tala um „blinda menn“ í Huldu- ljóðum „sem unna því lítt sem fagurt er“ og átti við þá sem loka augunum fyrir fegurðinni. Í fagurfræði róm- antíska tímans jafngilti fegurðin guðdómnum, hún var æðst allra gilda og var frumforsenda mann- úðar og mennsku. Hulduljóð orti listaskáldið í minningu hugsjóna- mannsins Eggerts Ólafssonar. Verð- miði á fegurðina er ekki auðfundinn frekar er á önnur ómetanleg lífs- gildi, áþreifanleg eða huglæg, þar nýtast markaðslögmálin ekki. Er hún af þeim sökum einskis virði? Vilhjálmur gengur út frá því að saga mannsins sé þroskasaga, leiðin liggi inn í paradís framtíðarinnar. Þess vegna gefur hann sér að mið- aldir hafi verið vondur tími og grípur til klisjunnar um „myrkar miðaldir“. Samt vitum við að miðaldir í Evrópu voru einhver mesti glæsitími álf- unnar hvort sem litið er til húsa- gerðarlistar, bókmennta eða mynd- listar, að ónefndri guðfræði og heimspeki. Hversu mörg verk þeirra tíma hafa ekki ratað inn á heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna? Tuttugustu öldina nefndi skáldið W. H. Auden hins vegar „öld óttans“ og fékk Pulitzerverðlaunin fyrir sam- nefnda ljóðabók 1948. Tuttugasta öldin var ekki síður myrk öld en aðr- ar aldir, kannski myrkust allra alda. Við getum svo spáð í horfurnar fyrir yfirstandandi öld. Hvaða yfirskrift bíður hennar? Reyndar sagði þýski heimspek- ingurinn Walter Benjamín áreið- anlega réttilega að „allar heimildir úr menningarsögunni væru öðrum þræði heimildir um villimennsku“. Í menningargagnrýni Benjamíns og Frankfurtarskólans, sem hafði mikil áhrif á 68-byltinguna, var bent á yf- irborðsmennsku og blekkingar lífs- stílsins þar sem „frelsið felst í því að hafa mikið úrval á öllum sviðum – en í reynd er allt hvað öðru líkt“. Þeir bentu einnig á þvingun afþreying- arsamfélagsins, sem vill steypa alla í sama mót, sbr. lista yfir „mest seldu bækurnar“: best fyrir þig að lesa það sem allir eru að lesa og horfa á það sem allir eru að horfa á, þá ertu eins og hinir. Getum við ekki verið sam- mála um að hér sé kjörinn jarðvegur fyrir lýðskrum, sem okkur flestum er í nöp við? Skynsemi upplýsingarmanna Þingmaðurinn segir að einkenni upplýsingartímans á átjándu öld hafi „í auknum mæli [verið] vísindaleg vinnubrögð byggð á skynsemi og raunhyggju frekar en trú á yfirnátt- úruleg öfl eða aðrar bábiljur.“ Þetta má til sanns vegar færa, en gætum samt að orðalaginu. Það skyldi þó ekki vera að okkar tímar einkennd- ust einnig og jafnvel ekki síður af bá- biljum af ýmsu tagi og trú á ann- arleg öfl ýmist af náttúrulegum eða yfirnáttúrulegum toga? Þeir mágarnir séra Björn í Sauð- lauksdal og Eggert Ólafsson, sem Vilhjálmur fjallar um í grein sinni, voru í fremstu röð upplýsing- armanna hér á landi. Skynsemin var sett á dagskrá með nýjum krafti, ekki svo að skilja að hún hafi ekki verið fyrir hendi í hugmyndaheimi mannsins, hún var hátt skrifuð á öll- um öldum allt frá hinum spöku Forn-Hebreum og Forn-Grikkjum, Marteinn Lúther setti skynsemina á oddinn í einni frægustu ræðu sem flutt hefur verið í okkar heimshluta, á ríkisþinginu í Worms 1521, einnig setti hann samviskuna í sviðsljósið og svo eigið hugrekki andspænis valdakerfum keisara og páfa, öfl- ugustu valdakerfum þeirra tíma. En hvar er skynsemin núna á vegi stödd? Hvar eru hinir sönnu um- bótamenn sem hafa hugrekki til að horfast í augu við þennan mesta vanda samtímans? Lokaorð þingmannsins eru þessi: Viljum við ekki birtu og yl heima hjá okkur og að íbúar, langskólagengnir sem aðrir, geti bætt hér lífskjör, aukið framleiðni og lífsgæði hér á landi? Ekkert af þessu firrir þing- menn frá því að leggjast á sveif með verndun náttúrunnar, þeir sem búa að vísinda- og tækniþekkingu eru ekki undan því þegnir að huga að raunverulegum lífsgæðum heldur er ábyrgð þeirra ekki minni en ann- arra. Aukin lífsgæði og verndun lífrík- isins ættu að geta átt samleið en þar kemur ekkert af sjálfu sér. Saga undanfarinna áratuga sýnir að ým- islegt er hægt í þeim efnum sé vilji fyrir hendi. Skynsamleg verndun líf- ríkisins er eitt stærsta pólitíska mál samtímans á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, ekki verður lesin mikil bjartsýni út úr skjölum samtakanna um það efni heldur hið gagnstæða. Enn er því full þörf á því að flýta sér hægt. Hér er úr háum söðli að detta sé óvarlega farið, það ætti öllum að vera ljóst. Væri ekki svigrúm fyrir okkur Íslendinga að vera hér í far- arbroddi og horfa með þeim augum til upplýsingarmanna sem Vil- hjálmur Bjarnason metur að verð- leikum? Eftir Gunnar Kristjánsson » Aukin lífsgæði og verndun lífríkisins ættu að geta átt samleið en þar kemur ekkert af sjálfu sér. Gunnar Kristjánsson Höfundur er dr. theol., er fyrrverandi prófastur. Lífríki og lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.