Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 30

Morgunblaðið - 11.07.2015, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 ✝ Ása SigríðurHelgadóttir var fædd í Vest- mannaeyjum 18. mars 1930. Hún lést á heimili sínu, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, 5. júlí 2015. Foreldrar Ásu Sigríðar voru hjón- in Ellen Marie Torp Steffensen frá Ka- lundborg í Danmörku og Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Ön- undarfirði. Þau bjuggu í Vest- mannaeyjum. Systur Ásu Sigríður eru Helga Signý, fædd 1932, og Gunnhildur Svava, fædd 1935. Hinn 26. janúar 1952 giftist Ása Sæmundi Árna Hermanns- syni frá Ysta Mói í Fljótum, fæddum 11. maí 1921, dánum 12. ágúst 2005. Hann var lengst af framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki. Börn Ásu og Sæmundar eru: Ása og Sæmundur bjuggu fyrstu búskaparár sín í Vest- mannaeyjum, Reykjavík og Kópavogi. Árið 1957 fluttu þau til Sauðárkróks. Fyrstu árin bjuggu þau í Skógargötu 18 en árið 1967 byggðu þau sér stórt og fallegt heimili á Skagfirð- ingabraut 47. Sem ung kona í Vestmannaeyjum vann Ása við skrifstofustörf. Er hún flutti til Sauðárkróks var hún heima- vinnandi fyrstu árin en síðar vann hún nokkur ár í fiski. Flest ár sín á vinnumarkaði starfaði Ása sem launafulltrúi á Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki. Ása var alla tíð virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og gegndi þar fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hún söng mikið með kórum á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum og síðar í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju og kór eldri borgara í Skaga- firði. Hún sat í barnavernd- arnefnd Suðárkróks um árabil. Seinni árin var hún einnig virk- ur félagi í Kvenfélaginu Heima- ey sem er félagsskapur brott fluttra kvenna frá Vest- mannaeyjum. Útför Ásu Sigríðar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 11. júlí 2015, kl. 11. (1) Elín Helga, fædd 1952, gift Jóni Erni Berndsen. Þau eiga tvö börn. (2) Herdís, fædd 1954, gift Guðmundi Ragnarssyni. Þeirra börn eru þrjú. (3) Hafsteinn, fæddur 1956. Sam- býliskona hans er Sigríður Ólöf Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru fimm. Fyrri kona Hafsteins var Anna María Sverrisdóttir. (4) Gunnhildur María, fædd 1957, gift Ragnari Sveinssyni. Börn þeirra eru þrjú. (5) Margrét, fædd 1960, gift Árna Kristinssyni. Þau eiga tvö börn. Fyrri sambýlismaður Margrétar var Kristján Ragn- arsson. (6) Hermann, fæddur 1965, giftur Guðrúnu Sesselju Grímsdóttur. Þau eiga tvö börn. (7) Anna Elísabet, fædd 1966, gift Arnari Sigurðssyni. Þau eiga tvö börn. Elsku amma mín. Nú ertu lögð af stað í ferðalagið langa, síðasta ævintýrið. Við sem eftir sitjum kveðjum þig með ást og þakklæti fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þó að þú sért farin ætla ég að geyma þig. Ég ætla að geyma þig með því að muna sög- urnar þínar. Ég ætla að geyma þig með því að brosa út í annað þegar eitthvað minnir mig á þig. Ég ætla að passa upp á frönsku dömuna sem þú gafst mér, dömuna sem mér hefur alltaf fundist vera þú hvort eð er. Ég ætla að ferðast og kynnast heiminum, það sem þér fannst vera það besta sem nokkur gæti gert. Ég ætla sífellt að vera að læra eitthvað nýtt, eins og þú kenndir mér að væri svo mikil- vægt. Ég ætla að vera grallari og ekki vera bundin af aldri, þú varst það aldrei. Ég ætla að passa upp á fjölskylduna mína, alveg eins og þú gerðir. Ég ætla að segja af þér sögur og láta alla vita hversu heppin ég er að hafa átt þig sem ömmu og ekki síður sem vinkonu. Mér finnst ég hafa misst hluta af sjálfri mér við að kveðja þig, þú kenndir mér svo margt og átt svo mikið í manneskjunni sem ég er í dag. Góða ferð, elsku besta, ég bið að heilsa og hlakka til að heyra sögurnar næst þegar við hittumst. Ása María H. Guðmundsdóttir. Það voru algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp með ömmu sér við hlið. Hún Ása amma var ótrúleg kona, vel lesin og vel að sér um alla hluti. Það var hægt að ræða við hana um allt og hún vissi allt. Amma var bara svolítill töffari. Það var oftar en ekki sem við sátum og spjölluðum um alla heima og geima að talið barst að tísku og fatnaði. Við höfðum báðar svolítið gaman af því að fara í búð- ir. Við höfðum þann háttinn á, þegar við fórum saman í búðir, að ef amma sagði að þetta væri ljótt sem ég var að skoða þá var mér óhætt að kaupa það. Svo sögðum við hvor við aðra þegar við hitt- umst – nei, mikið er þetta ljótt sem þú ert í, og svo hlógum við bara. Þegar ég sest niður og læt hug- ann reika, og hugsa um ömmu, þá hefur bara verið gaman að vera með henni. Skagfirðingabrautin þar sem amma og afi áttu sinn búskap, lengst af, var og er mér mjög kær staður og margar minningar það- an. Þegar „afarnir“ Tjörvi bróðir og afi fóru í sveitina þá áttum við amma góðar stundir saman. Það voru fjöru- og hjólaferðir, amma hjólandi á græna hjólinu sínu, óteljandi sundferðir, spilað og bakaðir partar. Það þurfti jú að vera til hádegismatur fyrir „af- ana“ þegar þeir kæmu heim úr sveitinni. Amma hafði mjög gaman af allri tónlist og hún var mjög mús- íkölsk. Um jól dró hún okkur krakkana til að spila á Jólatónleik- um á Skagfirðingabrautinni. Ég með blokkflautuna, fiðluna eða þverflautuna, alveg rammfölsk og eiginlega ekki hægt að hlusta á mig spila. Enn hún amma hvatti mig áfram, spilaði á gítar undir þess- um fölsku tónum mínum og úr varð í minningunni ótrúlega flott jólalag. Ég var bæði stolt og ánægð með mig að hafa spilað á tónleikum, og ekkert smáflottum jólatónleikum fjölskyldunnar. Það voru forréttindi að fá að ferðast með ömmu og sérstaklega ánægjulegt var að fá hana í heim- sókn til Tromsö þegar við hjónin bjuggum þar. Sýna henni lífið í Noregi og fá að fara með henni í draumaferðina, sigla með Hur- tigruten um norsku firðina, sitja með henni á dekkinu, drekka hvít- vín, horfa á hafið og njóta. Einnig er mér minnisstæð ferð- in til Spánar sem við fórum ásamt Margréti frænku – hvað gekk ömmu eiginlega til að fara með ungling til útlanda – en amma og Margrét tækluðu það vel að fara með unglinginn. Unglinginn sem var aðeins að testa lífið. Hún amma hafði gott lag á mér og var mikill vinur. Það var einn af kostum ömmu að hún gat verið með öllum og náði til allra, sama hvort það voru lítil börn, ungling- ar eða bara fólk almennt – hún hafði bara svo skemmtilega nær- veru. Ég er svo þakklát fyrir þig, elsku amma, og þær minningar sem ég get hlýjað mér við. Hvíl þú í frið, elsku amma, kveðja frá fjölskyldunni, þín, Arndís Berndsen. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast Ásu, móðursystur okk- ar, sem er fallin frá eftir stutt veikindi. Ása var elst þriggja systra sem ólust upp í Vestmannaeyjum á ár- unum í kringum seinna stríð. Ása var fædd 18. mars árið 1930. Hin- ar eru Helga Signý, fædd 1932, og Gunnhildur Svava, fædd 1935. Ása var kjarnorkukona, greind og ráðagóð. Hún var sérstaklega skemmtileg, með þægilega nánd og hrókur alls fagnaðar. Hún var vel máli farin, las mikið, bæði ís- lenskar og erlendar bókmenntir. Faðir þeirra, Helgi Jónatans- son, flutti til Eyja frá Ísafirði í kringum 1928 með konu sinni, Ell- en Marie Steffensen, sem var dönsk. Hún féll frá árið 1941 og Helgi lést árið 1950. Ellen Marie vann á vegum Hjálpræðishersins á Ísafirði og síðan á vegum KFUK í Vest- mannaeyjum. Hún var mikil lista- kona, spilaði á fjölmörg hljóðfæri og ólust þær systur upp við að hlusta á og meta tónlist. Þær systur hafa alla tíð verið mjög nánar og það er áreiðanlega m.a. vegna þess að þær þurftu að bjarga sér og passa hvor aðra en þær misstu móður sína ungar sem markaði líf þeirra framan af ævi. Helgi faðir þeirra var góður pabbi en ýmislegt sem móðir kennir dætrum sínum var ekki alltaf á færi hans. Þær rifjuðu oft upp lífið í Eyj- um og má segja að við öfunduðum þær af því skemmtilega samfélagi sem þær ólust upp í. Saman voru þær í skátastarfi og oft voru skemmtilegu og skrýtnu skátalög- in dregin fram, eins og t.d. ging, gang, goolie, goolie … Þegar þær systur þurftu að tala eitthvað „leyndó“ fyrir framan okkur krakkana brugðu þær á það ráð að tala P… málið! … en auðvitað var alveg hægt að skilja það, eins og önnur tungumál. Ása hitti Sæmund, eiginmann sinn, í Eyjum og byrjuðu þau sína búskapartíð þar en mest alla tíð bjuggu þau á Sauðárkróki. Sæ- mundur lést 12. ágúst 2005. Ása og Sæmundur eignuðust sjö börn og mikil tengsl og sam- gangur var á milli fjölskyldna Ásu, Helgu og Gunnhildar, sérstaklega þegar við krakkarnir vorum ung. Þegar Ása, Sæmundur og börnin komu í bæinn var mikið fjör og mikið gaman. Tíðarandinn var þannig að þá var enginn upp- tekinn, allt hægt og nægur tími. Einnig var alltaf gaman að koma norður og þau hjónin voru mjög gestrisin. Þá var mikið leikið og farið upp á Móa. Ásu fannst allt svo sjálfsagt og alltaf gaman að koma til hennar og ræða við hana. Hún var fróð og fylgdist vel með þjóðmálum. Við eigum yndislegar minningar um þennan tíma. Síðari árin sem Ása lifði var gaman að fylgjast með hvað barnabörnin voru henni kær. Einnig fylgdist hún vel með okkar börnum. Þær systur hittust alltaf þegar Ása kom suður, fóru á kaffihús og síðan voru þær saman í Kven- félaginu Heimaey og nutu þær þess að eiga tíma saman. Ása kom oft suður og fór í ferðir með Kven- félaginu. Þær Gunnhildur og Helga dvöldu hjá Ásu eina viku saman um miðjan júní sl. þar sem þær nutu þess að vera saman og rifja upp gamlar minningar. Þessi tími var þeim ómetanlegur. Um leið og við þökkum fyrir samfylgdina í gegnum árin vott- um við fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Ellen og Dagný Þórarinsdætur. Stöddum suður við Miðjarðar- haf berst okkur andlátsfregn mágkonu minnar og svilkonu Ásu Sigríðar. Þar sem ég á henni og Sæmundi bróður mínum þökk að gjalda finnst mér að ég verði að koma henni til skila þó að seint sé. Þannig var að Sæmundur hvatti mig og studdi alla tíð til mennta. Eftir nokkurra ára búsetu á Ak- ureyri lá leiðin á ný til Reykjavík- ur nú með tvö börn og það þriðja á leiðinni. Svo vildi til að Sæmundur og Ása höfðu þá byggt sér hús í Kópavogi og fengum við inni hjá þeim og í sambýli við þau. Skömmu síðar fluttu þau til Sauð- árkróks þar sem Sæmundur tók við starfi framkvæmdastjóra sjúkrahússins og létu þau okkur eftir hús sitt þar sem við bjuggum í nokkur ár. Ekki minnist ég þess að hafa greitt neitt fyrir þennan greiða og skulda ég því hann enn. Er þakklæti fyrir allt þetta komið til skila nú. Að svo mæltu kveðjum við Ásu með virðingu og þökk. Björn Hermannsson og Ragna Þorleifsdóttir. “Móðir, kona, meyja“ – þessar fallegu ljóðlínur koma sterkt upp í huga minn þegar Ása á í hlut. Ung var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni þegar hún kom í Ása Sigríður Helgadóttir www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ragnar s: 772 0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELENA G. GUNNLAUGSDÓTTIR lífeindafræðingur, lést á heimili sínu í Lundi, Svíþjóð, sunnudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.30. . Guðmundur Örn Gunnarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Hulda Edda Guðmundsdóttir, Fredrik Åkesson, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Gustav Nilsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG ÞÓRA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Lækjargötu 34e, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 5. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13. . Alfreð Guðmundsson, Pálmi Alfreðsson, Tinna Björnsdóttir, Ásthildur Gréta Alfreðsdóttir, Þröstur Marel Valsson, Jóhan Alexander Olsen Pálmason, Gabríel Dagur Hauksson, Jökull Már Pálmason, Alex Jacobsen. Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Lambastaðabraut 8, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 13. júlí kl. 15. . Sigursveinn H. Jóhannesson, Rúna Lísa Ómarsdóttir, Arnhildur Reynisdóttir, Ásgeir Á. Ragnarsson, Elín Reynisdóttir, Ingvar Már Ormarsson, Oliver Másson, Kolbrún María Másdóttir, Leó Ásgeirsson, Hrafn Calloway, Robin Sjöberg og Jahnesta Sjöberg. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, MARTA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR, Jörundarholti 110, Akranesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 9. júlí. . Gylfi Þórðarson, Ása Björg Gylfadóttir, Garðar Axelsson, Þórður Már Gylfason, Birkir Örn Gylfason, Margrét Magnúsdóttir, Harpa Lind Gylfadóttir, Jóhann Guðmundsson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir og ömmustrákarnir fjórir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA H. HANSEN, Reykjavíkurvegi 31, Hafnarfirði, lést á Landakoti 5. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. . Gíslína Henný Einarsdóttir, Ólafur A. Gíslason, Jónína Helga Ólafsdóttir, Guðbjörn Gylfason, Sigurborg Anna Ólafsdóttir, Andri Þór Gestsson, Sædís Ólafsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.