Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Verslunarmannahelgin á Mallorca VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Verð frá94.900 kr.* *m.v. 2 fullorðna og 2 börn í eina viku 30. júlí. Verð fyrir 2 fullorðna 134.900 kr. Einnig í boði 23. júlí í 2 vikur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hinn 10. júlí fyrir 200 árum var Hið íslenska biblíufélag stofnað á biskupssetrinu að Aðalstræti 10 í Reykjavík. Af því tilefni var í gær haldin guðs- þjónusta í Dómkirkjunni en að henni lokinni var afhjúpaður skjöldur sem settur hefur verið á hús- ið. Á honum er þess m.a. getið að félagið hafi þar verið stofnað. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, og Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður Minjaverndar, sviptu hulunni af skildinum. Skjöldur afhjúpaður á gamla biskupssetrinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Athöfn við Aðalstræti 10 í tilefni 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Undanfarna daga hefur töluverður fjöldi lögmanna öðlast réttindi til fasteignasölu en samþykkt var á Alþingi þann 30. júní að breyta lögum um fasteignasala. Breytingarnar höfðu m.a. í för með sér að lögmenn geta ekki lengur öðlast réttindi til fasteigna- sölu á grunni lögmannsréttinda sinna heldur þurfa þeir nú að setj- ast á skólabekk til þess að geta fengið réttindin. Lögin hafa hins vegar ekki verið birt og því ekki tekið gildi. Í Lög- birtingablaðinu kemur fram að 28 löggildingar hafa farið fram það sem af er júlímánaði en til sam- anburðar var ein löggilding í júní, þrjár í maí og tvær í apríl á þessu sviði. Flestir þeirra sem hafa fengið löggildingu réttinda sinna í júlí eru lögmenn og því virðast margir þeirra ætla að grípa gæsina meðan hún enn gefst. Fyrrverandi hæstaréttardóm- ari í löggildingu Athygli vekur að af þeim 28 lög- gildingum sem birtar hafa verið í Lögbirtingablaðinu hafa 16 þeirra verið á réttindum lögmanna á lög- mannsstofunni LEX. Meðal þeirra sem þar starfa og fengið hafa lög- gildingu eru Aðalsteinn E. Jón- asson, Kristín Edwald, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Karl Ax- elsson en hann var einnig settur hæstaréttardómari þar til fyrir skemmstu. Lögmannafélagið hefur gagn- rýnt breytingarnar á lögunum en Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir breytingarnar af hinu góða. Þær skýri út hlutverk fasteignasala og tryggi neytendum betri þjónustu. Grétar telur breytingarnar þó ekki endilega til þess fallnar að auka tekjur fasteignasala, þó að tíminn verði að leiða það í ljós, en lögin munu þó gera þá skylda til þess að sinna stórauknu hlutverki við miðlun fasteigna. Lögmenn flykkjast í löggildingu  Lagabreytingar á Alþingi um störf fasteignasala hafa sent lærða lögmenn á skólabekk á ný  Flestir af LEX  Lögmannafélagið gagnrýndi breytingarnar Fasteignasala Breytingar hafa orð- ið á starfsskilyrðum fasteignasala. Morgunblaðið/Ómar Kona á sextugsaldri var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið unnusta sínum til níu ára að bana með hnífstungu í Hafnarfirði 14. febrúar sl. Konan neitaði allan tím- ann sök í málinu. Þegar lögreglan kom á vettvang var ákærða, dóttir hennar og 15 ára barnabarn á heim- ilinu. Eftir að lögregla hafði rætt við þá sem staddir voru á vettvangi var tekin sú ákvörðun að handtaka ákærðu og færa hana á lögreglustöð vegna gruns um að hún hefði átt þátt í andláti sambýlismanns síns. Krufningin leiddi í ljós að dánaror- sök var blæðing út um sár á efra lungnablaði hægra megin. Sárið í lunganu opnaði engar stærri æðar. Engu að síður var að finna mikið magn fljótandi og storknaðs blóðs í brjóstholi hægra megin. „Af þessum sökum er unnt að ganga út frá því að nokkur tími hafi liðið á milli tilkomu sársins og andlátsins. Hugsanlega hafi liðið 30 mínútur þar á milli,“ seg- ir í dómnum yfir konunni. Drakk tvo bjóra um morguninn Parið sat að drykkju langt fram á laugardagsmorgun en í dómnum segir að hin dæmda hafi vaknað klukkan 06.00, hringt í vinnuna sína og tilkynnt að hún kæmi ekki. Hún hafi lagt sig en vaknað skömmu síðar og drukkið tvo bjóra. Unnustinn hafi svo viljað fara í Bónus um leið og opnað var þar. Hin ákærða greindi frá að hinn látni hefði fengið sér tvö vodkastaup og verið mjög ölvaður þegar hann fór. Hin ákærða varð eft- ir og svaf. Þegar hún vaknaði var hann látinn. Lögreglan var kölluð til um kl. 15 þann 14. febrúar sl. Héraðsdómur telur atburðarásina um morguninn vera afar óljósa. Hann telur sannað svo ekki verði vé- fengt með skynsamlegum rökum að ákærða hafi veist að sambýlismanni sínum með hnífi og stungið hann þannig að hann hlaut bana af. benedikt@mbl.is Kona dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp  Neitaði ávallt sök  30 mínútur liðu frá stungu til andláts Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur verið ákærður fyrir brot gegn níu drengjum, meðal annars kynferðisbrot. RÚV greindi frá þessu í gær- kvöldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði, sem féll í Hæstarétti 5. nóv- ember síðastliðinn, kom fram að lög- reglan væri að rannsaka meint brot hans gegn 11 drengjum. Tvö mál enduðu ekki með ákæru. Munu brot- in gegn drengjunum varða þau ákvæði hegningarlaga er snúa að nauðgun, samræði við börn undir 15 ára aldri, tælingu barna til samræðis og fégreiðslu fyrir vændi og vændi barns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður kemst í kast við lögin en á síðasta ári var hann dæmdur fyrir blekkingar eftir að hann lofaði 17 ára gömlum dreng, sem hafði verið tekinn við ölvunarakstur, að hann gæti látið kæruna hverfa gegn sam- ræði. Geðlæknir sem gerði rannsókn á Sigurði telur hann sakhæfan en siðblindan, samkvæmt gæslu- varðhaldsúrskurðinum. Grunur um brot gegn níu piltum Sigurður Ingi Þórðarson  Siggi hakkari sið- blindur en sakhæfur Viðræðunefnd Bandalags háskóla- manna (BHM) afhenti gerðardómi í gær þau gögn sem lögð hafa verið fram af hálfu BHM í viðræðunum við ríkið. Einnig voru lagðar fram 18 möppur af aðildarfélögum BHM. Næsti fundur er boðaður á fimmtudaginn, en þá rennur út frestur samninganefndanna til að gera athugasemdir við kröfugerð- irnar. Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst næstkomandi til að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM, samkvæmt verkfallslögunum sem Alþingi samþykkti 13. júní síð- astliðinn. Kveðinn verður upp dómur í máli BHM gegn íslenska ríkinu á mið- vikudag klukkan 14 en málið fékk sérstaka flýtimeðferð fyrir dóm- stólum. benedikt@mbl.is Ekkert sumarfrí hjá samninganefnd BHM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.