Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nyrst á víðfeðmu Bessastaðanesi, í fjörunni Skerjafjarðarmegin, er Skansinn. Þægilegasta gönguleiðin að honum er frá bæjunum Breiða- bólstað og Jörva á svonefndu Norð- urnesi. Þá er gengið um fjöruna norður fyrir nesið, um grjótgarð á minni Dugguóss, og þar er komið á Skansinn. Virkisborg og varðturn Bessastaðanesið hefur oft verið nefnt í fréttum síðustu vikur í kjölfar útgáfu skýrslu um flugvallarmál á höfuðborgarsvæðinu og nýja val- kosti í því sambandi. Svæðið kemur til greina sem flugvallarstæði þótt Hvassahraun þyki, samkvæmt fyrr- nefndri skýrslu, besti kosturinn. Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 dvaldist flokkur þeirra á Norðurnesi um hríð. Ýmsar stríðs- minjar, svo sem steyptur varðturn, standa þar enn. Samkvæmt lenskri málhefð eru skans og virki samheiti. Viðsjár voru á Íslandi í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 og því var á nesinu hlaðin upp virkisborg og þar komið fyrir fall- byssum, en þaðan átti að berjast „gegn aðvífandi ófriðarmönnum“ eins og Kristján Eldjárn, forseti Ís- lands, ritaði í samantekt um örnefni og minjar í Bessastaðalandi. Þótt allur væri varinn góður kom aldrei til þess að illvirkjar eins og Tyrkir létu sjá sig við Ísland að nýju. Því hrundi úr hlöðnum veggjum á Skansinum og virkið varð rústir ein- ar – sem þó er áhugavert að skoða. Seinna var á þessum slóðum byggt lítið kot sem kallað var Skans, þaðan sem var Ólafur Ólafsson, fæddur ár- ið 1842. Það var um hann sem ort var danskvæðið um Óla skans og „… voðalegur vargur er hún Vala konan hans“. Varist og barist Sagan hefur þó oft þá tilhneigingu að endurtaka sig um síðir, þótt í breyttri mynd frá upphafinu sé. Tæplega 400 árum eftir Tyrkjaránið gerðu Bretar og Hollendingar hríð að Íslendingum strax eftir banka- hrunið vegna uppgjörs á Icesave- skuldinni svonefndu. Alþingi sam- þykkti lög þar að lútandi, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnaði tvívegis og vísaði í dóm þjóð- arinnar. Gerðist það eftir mótmæli og blysför á gamlársdag 2009 þar sem Indefence-hópurinn svonefndi var í forystu. Þannig var varist og barist og Bessastaðir urðu miðdepill mála, eins og forðum þegar Tyrkir voru andvaragestir Íslendinga. Gegn aðvífandi ófriðarmönnum Álftanes Bessastaðir Garðabær Hafnarfjörður Skansinn Grunnkort/Loftmyndir ehf. Stríð Ýmsar minjar úr síðari heimsstyrjöld eru á Norðurnesi við Breiðaból- stað. Hér sést varðturn, en Bretar höfðu bækistöð þarna sumarið 1940. Skansinn Rústir virkisins sem hlaðið var fljótlega eftir Tyrkjaránið árið 1627. Héðan átti að verjast og berjast gerðu mannræningjar úr suðri atlögu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Álftanesið Forsetasetrið frá sjónarhorni sem fáir þekkja. Bakhlið Bessa- staðahúsanna og kirkjan og Keilir, tákn Reykjanessins, þar á milli.  Á slóðum Óla skans við Bessastaði á Álftanesi  Skans við Dugguós  Sag- an endurtekur sig  Stríðsminjar Morgunblaðið/RAX Blysför Bessastaðir voru í brennidepli þegar félagar í Indefence-hópnum fylktu liði með neyðarblys til Bessastaða í árslok 2009 og mótmæltu lögum um Icesave-samningana. Verja skyldi landið rétt eins og á Skansinum forðum. ÓSKASTJARNAN Þann 17. júlí hittir einn af áskrifendum Morgunblaðsins á óskastund þegar við drögum út glæsilegan, fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* í áskriftarleik Morgunblaðsins. Víkkaðu hringinn með Morgunblaðinu í sumar. *Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél, rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.