Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 ✝ Pétur H. Blön-dal fæddist í Reykjavík 24. júní 1944. Hann lést á heimili sínu 26. júní 2015. Foreldrar Pét- urs voru Haraldur H.J. Blöndal, sjó- maður og verka- maður, fæddur 29. mars 1917, dáinn 22. júní 1964, og Sigríður G. Blöndal skrif- stofumaður, fædd 5. september 1915, dáin 29. júní 2000. Systk- ini Péturs eru Svanfríður Blöndal, f. 24. júní 1944, Krist- ín Blöndal, f. 9. desember 1946, Hjörtur Blöndal, f. 22. júní 1950, og Lárus Blöndal, f. 22. júní 1950. Þau eru öll á lífi. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Monika Blöndal, f. 31. janúar 1947, kennari. Þau skildu. Foreldrar Moniku voru Fritz Dworczak og Maria Dworczak. Börn og kjörbörn Péturs og Moniku eru 1) Davíð Blöndal, f. 23. ágúst 1972, maki Kristín Birna Óðins- dóttir, f. 19. júní 1974. Börn þeirra eru Kári, Klara og Bergs Eiríkssonar, f. 26. jan- úar 1945, d. 5. nóvember 2007, og Sigríðar Eyglóar Antons- dóttur, f. 1. janúar 1945. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1965 og diplom-prófi í eðlisfræði, stærðfræði og tölvufræði við Kölnarháskóla 1968. Hann lauk svo diplom- prófi í hagnýtri stærðfræði, líkindafræði, tölfræði, trygg- ingastærðfræði og alþýðu- tryggingum við Kölnarháskóla 1971 og doktorsprófi í lík- indafræði við sama háskóla 1973. Pétur starfaði sem sér- fræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands á ár- unum 1973-1975. Hann var stundakennari við Háskóla Ís- lands 1973-1977 og forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1977-1984. Þá sinnti hann tryggingafræðilegri ráðgjöf og útreikningum fyrir lífeyris- sjóði og einstaklinga árin 1977-1994. Pétur var fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf. 1984-1991 og kennari við Verslunarskóla Íslands 1991- 1994. Hann var starfandi stjórnarformaður Tölvusam- skipta hf. 1994-1995. Frá 1995 til æviloka starfaði Pétur sem alþingismaður. Pétur var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 7. júlí 2015. Knútur. 2) Dagný Blöndal,f. 13. sept- ember 1972, maki Halldór Nikulás- son, f. 19. desem- ber 1974. Börn þeirra eru Sandra Sif, Pétur Andri, Nikulás og Eva Björt 3) Stefán Blöndal, f. 28. júní 1976, maki Lára Guðmundsdóttir, f. 19. febrúar 1988. Börn þeirra eru Monika og Ólíver 4) Stella María Blöndal, f. 30. mars 1980, maki Gunnlaugur Þor- geirsson, f. 30. apríl 1978. Börn þeirra eru Arnar Már, Katrín og Elín. Pétur átti einnig tvö börn með Guðrúnu Birnu Guð- mundsdóttur, f. 2. maí 1966, tölvunarfræðingi. Foreldrar Birnu eru Guðmundur Unnar Agnarsson og Ingveldur Björnsdóttir. Börn þeirra eru 1) Baldur Blöndal, f. 29. sept- ember 1989, 2) Eydís Blöndal, f. 3. janúar 1994. Seinni kona Péturs var Ey- rún Rós Árnadóttir, f. 11. júní 1975, þroskaþjálfi, dóttir Árna Ég á eftir að sakna pabba míns mjög mikið. Ég á margar góðar minningar um samveru með honum í gegn- um árin. Ég man eftir löngu sumrunum þar sem við börnin fórum með mömmu yfir skólafríið til ömmu í Þýskalandi og svo var ferðast um alla álfuna þegar pabbi kom. Ég man eftir hjóla- ferðunum með honum þegar hann skokkaði sína tugi kíló- metra í hverri viku og fjallgöng- unum. Ég man eftir því þegar hann kom upp á 15 mínútna fresti til að vekja mig, því á einhverjum tíma sem barni fannst mér svo gott að vera hálfvakandi og dotta aftur. Ég á síðan einnig góðar minningar frá síðustu ævidögum hans, en ég tók mér frí frá vinnu í tvo mánuði til þess að geta verið eins mikið með honum og hægt væri. Það var tími sem gaf okkur báðum mjög mikið. Pabbi hafði mörg sterk per- sónueinkenni. Hann trúði á hið góða í heiminum og vildi öllum vel. Þannig hjálpaði hann öllum sem leituðu aðstoðar hjá honum og var t.d. undantekningarlaust tilbúinn að passa barnabörnin. Hann studdi fátæk börn um allan heim í marga áratugi án þess að segja nokkrum frá. Hann talaði aldrei illa um neinn og fyrirgaf fólki mistök þess. Jafnrétti var honum hjartans mál og hann gaf t.d. afastelpunum fótbolta og smíðadót í jólagjöf. Hann lét aldr- ei segja sér fyrir verkum, gerði einfaldlega það sem honum þótti rétt og tók lífinu eins og það kom án eftirsjár. Síðan hef ég aldrei nokkurn tímann hitt einstakling sem er eins ósérhlífinn. Sem unglingur vann hann margar vaktir í röð innan um úldna síldina á meðan samstarfsfólkið gafst upp. Hann hljóp oft í brjáluðum veðrum þannig að tær kól eða framtennur skemmdust. Þessa hörku sýndi hann alveg til enda og mætti á hvern einasta fund á Alþingi sam- hliða því að fara í geislameðferð og þrjár lyfjameðferðir gegn krabbameini. Hann neitaði ein- faldlega að skilgreina sig sem sjúkling. En í mínum huga situr þó fyrst og fremst tvennt eftir. Í gegnum alla mína ævi hefur pabbi verið siðferðislegur áttaviti minn og fyrirmynd. Það hefur verið alger- lega ómetanlegt að geta leitað til hans með hin ýmsu álitaefni og fá hlutina setta í samhengi, en að mati pabba var mannorðið ómet- anlegt. Í öðru lagi má segja að varla hafi liðið sá dagur að við sendum ekki einhverjar vanga- veltur á milli okkar eða tókum margra klukkutíma langar rök- ræður. Þær umræður byggðust iðulega á langtímaáhrifum ein- hverra aðgerða eða mati á áhættu við þær, sem oft var erfitt að fá aðra til að skilja eða hlusta á. Því miður hefur sagan sýnt að áhyggjur hans voru réttlætanleg- ar, m.a. í mörgum af þeim stærstu áskorunum sem Ísland stendur núna frammi fyrir. En nú eru breyttir tímar fram undan. Núna er þessi stoð ekki lengur til staðar. Það verður erf- itt að taka upp símann til þess að hringja í pabba eða sjá frétt sem ég myndi vilja senda honum, að- eins til að átta mig á því að enginn er til svara. Þetta tómarúm er vandfyllt en þegar söknuðurinn sækir á verður vonandi huggun að minnast hans eigin æðruleysis og hafa það að leiðarljósi. Davíð. Að kveðja pabba sinn og einn af bestu vinum sínum er óendan- lega sárt. Sársaukinn sem ég upplifi núna er hluti af hamingj- unni sem ég upplifði þá. Elsku pabbi, orðin eru fá þessa dagana en minningarnar eru margar. Þú varst einn af mínum bestu vinum og við áttum mjög sérstakt og náið samband, þú hvattir mig í öllu sem ég gerði og langaði til að gera. Þú varst kletturinn minn. Við töluðum saman nánast dag- lega og gátum talað út í eitt, þú gast alltaf ráðlagt mér eða bent mér á einhverjar lausnir ef ég þurfti á að halda. Ég er svo þakklát núna fyrir að hafa fylgt þér í gegnum lyfjameð- ferðina síðustu árin uppá spítala og veit hvað þér þótti gott og vænt um að hafa mig og minn stuðning þar og það gaf mér líka mjög mikið. Þær eru eftirminnilegar fjöl- skyldumatarveislurnar sem við héldum oft á föstudögum, við systkinin, makar og barnabörnin sem þér þótti svo vænt um. Ég var alltaf til í hvaða ævin- týri sem var með þér og það var einnig gagnkvæmt, ég og Sigga Dögg fylgdum þér heilt maraþon á línuskautum, fórum saman í Hvalfjarðargangahlaupið, þú að hlaupa og ég á línuskautum en tókst samt fram úr mér í lokin því ég rann varla upp brattann. Tókst á móti mér brosandi og þegar bent var á rútuna sem átti að flytja okkur til baka sagðir þú „maður eða mús?“ og þá var ekk- ert annað í stöðunni en að fara aftur til baka. Ég kenndi þér síðan í kjölfarið á línuskauta sem áttu hug þinn allan ásamt hlaupunum. Við fór- um óteljandi hringi og langar línuskautaferðir á sumrin, hingað og þangað um Reykjavík og ná- grenni en minnisstæðastar eru ferðirnar „Úr sveit til sjávar“ þegar við fórum í góðum hóp frá húsi Halldórs Laxness í Mosfells- dal vestur að Gróttu á Seltjarn- arnesi. Þér fannst svo gaman að dansa og saman, ásamt Hildi og Bergdísi, fórum við á salsanám- skeið, sem byrjaði nánast uppá sviði í Borgarleikhúsinu í sýn- ingu á vegum Kramhússins. Þar kynntumst við mörgu góðu fólki sem hélt hópinn og fórum við vikulega að dansa salsa á salsa- stað í bænum og hittumst einnig oft í matarveislum, sem enduðu yfirleitt með því að húsgögn voru færð til og dansað salsa. Ég hef fylgt þér í öll Lauga- vegshlaup nema eitt og hlaupið með þér síðustu kílómetrana og eitt Jökulsárhlaup með Dóra og Kollu en þá varstu orðinn mjög veikur án þess að vita það. Þú tókst skyndiákvörðun og komst með mér í fyrstu göngu mína á Hvannadalshnjúk og einn- ig í eina Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls, þar sem þú reyndar hljópst og varst kominn nokkrum klukkutímum fyrr inní Þórsmörk og tjaldaðir fyrir okk- ur og Bergdísi og tókst brosandi á móti okkur. Ég var svo ánægð að þú vildir hafa mig með í veislunum á Bessastöðum og fögnuðum hjá þingflokknum. Evrópureisan er ógleymanleg þegar við fórum tvö með fjögur börn, Söndru, Pétur, Baldur og Eydísi, með ekkert plan nema það að fara til sem flestra landa. Öll ferðalög innan- lands, þú sem hálfgerður leið- sögumaður. Síðustu tveir mánuðir voru mjög erfiðir og það var mikið áfall um miðjan apríl þegar læknirinn þinn sagði að þú ættir bara 2-4 mánuði eftir ólifaða og ég hugsaði með mér að þú ættir örugglega meiri tíma með okkur en svo urðu þetta bara tveir mánuðir. Ég sakna þín nú þegar svo mikið og veit hreinlega ekki hvernig ég á að komast í gegnum lífið án þín þótt ég hafi fengið ágætis ráðleggingar hjá þér varð- andi það sem ég mun reyna að nýta mér. Minning um brosmildan, ljúfan og skemmtilegan pabba sem vildi öllum vel, lifir. Ég mun alltaf geyma þig í hjartanu. Þín, Dagný. Meira: mbl.is/minningar Pétur var gáfaður og góðvilj- aður dugnaðarforkur. Þar sem aðrir sáu aðeins þoku og súld þar sá hann spennandi framtíðar- tækifæri. Þekking hans og skiln- ingur á stærðfræði, þjóðmálum, hagfræði og kjörum fólks var ein- stök. Ég kynntist Pétri fyrst árið 1986 en þá kom hann í heimsókn og vildi kaupa stóran hlut í kennslufyrirtækinu Tölvu- fræðslunni hf. sem ég var í for- svari fyrir. Hann hreifst af menntastefnu fyrirtækisins en mikil áhersla var lögð á að ráða fólk með góða há- skólamenntun og markmiðið var að kenna fólki að vinna með nú- tíma tölvutækni við skrifstofu- og stjórnunarstörf. Síðan lágu leiðir okkar oft saman og sérstaklega eftir að ég stofnaði þekkingarfyr- irtækið Tölvu- og stærðfræði- þjónustuna sem kennir stærð- fræðivinnu með verkfærum nútímans. Við voru algjörlega sammála um að fjölbreytt hagnýt menntun er undirstaða velmeg- unar og framfara. Pétur var svo áhugasamur, hugmyndaríkur og fróður um menntamál að ég var að vona að hann yrði einhvern tíma mennta- málaráðherra og hann var í póli- tík til að hafa áhrif. Það varð því miður aldrei og hann fékk aldrei að nýta sína frábæru starfskrafta í ráðherrastóli. Steininn tók þó úr eftir kosningarnar 2007 þegar þjóðin var á barmi hruns eftir allt frjálshyggjuruglið. Þá þarfnaðist þjóðin sárlega manns með mikla þekkingu og staðfestu til að stýra fjármálum þjóðarinnar. Enn var gengið fram hjá Pétri og valinn í stöðuna friðsamur maður með góða þekkingu á dýrasjúkdóm- um. Sú vegferð endaði hálf illa eins og öllum er kunnugt. Fyrir nokkrum árum hringdi Pétur í mig frá Berlín og hafði þá kynnt sér fjölmörg þýsk kennslu- forrit fyrir börn. Hann sá strax þá miklu möguleika sem góður hug- búnaður og upplýsingatækni skapar í starfi kennara. Pétur var afar glettinn og gam- ansamur og var snillingur í að út- skýra flókin mál á einfaldan hátt. Hann var tíður gestur í fjölmiðl- um og aflaði Sjálfstæðisflokknum vinsælda með skemmtilegri og hrífandi útskýringum á vanda- málum þjóðarinnar. Það var mikil gæfa að njóta vináttu Péturs og þiggja góð ráð frá honum. Ég fór oft með fyrsta eintakið af bókunum mínum til hans og gaf honum áritað eintak. Hann var undrafljótur að fara í gegnum bækurnar og var áhuga- samur og hugmyndaríkur gagn- rýnandi. Það var alltaf jafn gaman að koma á litlu skrifstofuna hans við Austurvöll. Þar voru myndir af börnum hans á veggnum og hann lét sér afar annt um þau og menntun þeirra. Hann leit á það sem heilaga skyldu við þjóðina að fara vel með opinbera fjármuni. Hann valdi minnstu skrifstofuna á hæðinni, ferðaðist á ódýran máta og gisti á ódýrum hótelum. Hann bauðst til að útvega mér viðtalstíma við ráðherra mennta- mála en slík bið tekur mörg ár fyrir frumkvöðla. Ég hafnaði góðu boði og vildi engin sérrétt- indi umfram aðra. Ég hitti Pétur síðast fyrir kosningarnar 2013 en þá var sjúkdómurinn farinn að herða tökin en hann var glaður í bragði og lagði óhræddur á stað í síðustu orrustuna. Ég þakka Pétri fyrir alla vináttuna og hvatninguna í gegnum árin. Aðstandendum votta ég sam- úð. Ellert Ólafsson. Hann var um margt sérstakur, hann Pétur Blöndal, frjór í hugs- un og afburðagreindur, leit málin öðrum augum en flestir samferð- armenn, sagði skoðanir sínar um- búðalaust á mönnum og málefn- um, gat verið hvass en samt svo innilegur. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum og vinna með honum í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins og við söknum vinar og samferðamanns. Sagt hefur verið að viskuna öðlist menn aðeins með því að hafa hugann ávallt opinn og vak- andi og það átti svo sannarlega við um Pétur Blöndal. Oftar en ekki kom hann með svo mörg og margslungin sjónarhorn á mál- efnin að við hin sátum þögul, ann- að tveggja skildum við hann ekki eða hugsuðum þetta er PHB en við hlustuðum og stundum tók- umst við á. Pétur Blöndal hafði óbilandi áhuga á að breyta kerfum sam- félagsins sem voru flókin og erfið þeim sem í þeim voru eða þurftu að leita til þeirra, þar hélt hann á lofti og fylgdi fast eftir sjónarmið- um og aðferðum sem hann taldi að miðuðu að því að gera kerfin réttlátari og skilvirkari oftar en ekki fyrir þá sem minna máttu sín í samfélaginu. Við félagar hans í þingflokki Sjálfstæðisflokksins munum fylgja hans málum eftir á komandi þingum og heiðra á þann hátt minningu hans. Góður og vandaður maður er fallinn frá og heimurinn er fátæk- ari án hans, megi hann hvíla í friði. Við í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins kveðjum góðan félaga og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Kveðja frá Sjálf- stæðisflokknum Stórt skarð og vandfyllt er höggvið í raðir okkar sjálfstæð- ismanna. Frá er fallinn félagi okkar og vinur, Pétur H. Blöndal, einhver ötulasti málsvari sjálf- stæðisstefnunnar og borgara- legrar raunsæisstefnu í íslenskri þjóðmálaumræðu og á Alþingi Ís- lendinga í tvo áratugi. Pétur var skarpgáfaður maður og hugur hans beindist í ýmsar áttir. Öllu því gaf hann góðan gaum og hugsaði til þrautar, en það átti jafnt við um innri hugð- arefni og verkefni þau, sem hann tókst á hendur. Pétur var há- menntaður í eðlisfræði, stærð- fræði, líkindafræði, tölfræði, tryggingastærðfræði og alþýðu- tryggingum, en hann var doktor frá Kölnarháskóla. Jafnframt afl- aði hann sér umfangsmikillar þekkingar á fjölmörgum sviðum öðrum eftir því sem áhuginn bauð. Yfirburðaþekkingu sína og víðfeðma reynslu í akademíu og atvinnulífi hagnýtti Pétur sér við þingstörf sín og til að ná fram ein- földum lausnum í flóknum við- fangsefnum, líkt og í málefnum lífeyrissjóða, efnahagsmálum og við endurskoðun almannatrygg- ingalaga, svo nokkur dæmi séu tekin. Þótt Pétur hafi einatt verið talsmaður hinnar köldu rök- hyggju, þá skyldi enginn halda að honum hafi verið hið mannlega fjarri. Þvert á móti var áhuginn á mannlegri velferð driffjöðrin í öllu hans starfi. Pétur markaði sér mikla sér- stöðu sem þingmaður. Hann var prinsippmaður, sem vann að hug- sjónum sínum af dugnaði og elju- semi, var ávallt samkvæmur sjálfum sér og gaf aldrei afslátt af grundvallarskoðunum sínum. Sumum þótti jafnvel nóg um á stundum, sögðu dugnaðinn þrjósku og staðfestuna einstreng- ingshátt. En þótt stjórnmálin séu mikið til list hins mögulega, samningar og eftirgjöf, þá er nauðsynlegt að hafa menn eins og Pétur með sér í liði, til þess að minna á grundvöllinn, hvað sé umsemjanlegt og hvað ekki. Gagnvart andstæðingunum var Pétur fastur fyrir og ef þeir vildu ekki beygja sig fyrir rökum hans, þá eyddi hann engum tíma í mælskubrögð: þeir urðu bara að hafa rangt fyrir sér! En það segir sína sögu að í hópi pólitískra and- stæðinga naut hann bæði virðing- ar og væntumþykju. Eldmóður Pétur hætti aldrei að koma mér á óvart þau tólf ár, Pétur H. Blöndal ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.