Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Ólafur Már Ásgeirsson hefur unnið við dúklagningar og vegg-fóðranir meirihluta ævi sinnar, en hann lærði fagið hjá föðursínum, Ásgeiri Val Einarssyni. Ólafur rekur fyrirtækið Dúk- arinn Óli Már og hefur tekið þátt í félagsstarfi dúklagninga- og vegg- fóðrarameistara, setið í stjórn og verið formaður. Hann rak heild- verslun og OM búðina á Grensásvegi, allt í sambandi við gólf- og veggefni, en hefur starfað eingöngu við fagið sjálft síðustu 20 árin. Ólafur hefur verið viðriðinn tónlist meira og minna allt sitt líf. „Það var stanslaus músík á heimilinu mínu, móðir mín og systkini hennar spiluðu mikið. Ég lærði ungur á píanó og fór svo einnig út í rafmagns- orgelið. Ég var í ýmsum hljómsveitum en þekktust þeirra var Sóló og spiluðum við mikið á Keflavíkurflugvelli og sveitaböllum um allt land. Síðast spilaði ég með Garðari Guðmundssyni söngvara fyrir Félag eldri borgara í Spöng fyrr á þessu ári.“ Eiginkona Ólafs er Camilla Hallgrímsson. „Við kynntumst fimmtán ára á skautum á Tjörninni. Svo fórum bæði utan til náms, ég í ensku- nám og hún í djassballett, en byrjuðum aftur saman þegar heim var komið og eigum 50 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári.“ Camilla var varaformaður Íþróttasambands fatlaðra yfir 20 ár, hefur fengið viðurkenningar frá íþróttahreyfingunni og verið virkur félagi í Lions- hreyfingunni. Sjálfur hefur Ólafur verið meðlimur í Lionsklúbbnum Viðari í yfir 25 ár, setið í stjórn og verið formaður. Börn Ólafs og Camillu eru Thor Ólafsson og María Ólafsdóttir. Ólafur heldur upp á daginn í faðmi fjölskyldunnar í Skorradal. Fjölskyldan Ólafur ásamt Camillu, börnum og barnabörnum í tilefni 100 ára minningar um móður Ólafs, Sigríði Beinteinsdóttur. Kynntist konunni á skautum á Tjörninni Ólafur Már Ásgeirsson er sjötugur í dag A rnheiður og Ólöf fædd- ust á Akureyri 11.7. 1975 en ólust upp í Hrísey frá þriggja ára aldri. Þær voru í Grunnskólanum í Hrísey. Starfsferill Arnheiðar Arnheiður lauk stúdentsprófi frá MA 1995, B.Sc.-prófi í rekstr- arfræði frá HA og M.Sc.-prófi í al- þjóðamarkaðsfræði frá The Uni- versity of Strathclyde í Glasgow árið 2000. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið til Evrópsku einka- leyfastofunnar (EPO). Á háskólaárum hér heima á sumrin vann Arnheiður á Hótel Ak- ureyri, Hótel Húsavík og á hótelum í Austurríki og Noregi auk þess sem hún vann við fiskvinnslu í Hrísey, á Djúpavogi og Akureyri, en sumarið 1999 starfaði hún við FSA. Arnheiður vann við úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunn- og framhaldsskóla fyrir mennta- málaráðuneytið 1999, sinnti tíma- bundinni stöðu framkvæmdastjóra Kötluvikurs ehf. 2001, var verk- efnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands 2003-2011, var verk- efnastjóri flugklasans Air 66N hjá Markaðsstofu Norðurlands í 2011- 2013 en í ársbyrjun 2013, varð hún framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem er samstarfsvett- vangur Norðurlands í ferðamálum. Að Markaðstofunni standa um 180 ferðaþjónustufyrirtæki og 19 sveit- arfélög. Arnheiður hefur þróað og stýrt ýmsum námskeiðum um gerð við- skiptaáætlana og stofnun og rekst- ur fyrirtækja, m.a. Brautargengi, Sóknarbraut og Frumkvöðlaskól- anum sem var undirbúinn í sam- starfi við Háskólann á Akureyri. Arnheiður og Ólöf Jóhannsdætur Tvíburar með tvíbura Tvíburasysturnar Arnheiður og Ólöf með tvíburasyni Arnheiðar, þá Friðrik Brynjar og Örv- ar Þór Þorbergssyni. Auk þess á Arnheiður þrjú börn en Ólöf á tvo syni og Magnús Ingi, maður hennar, einn son. Hressar systur úr Hrísey Guðrún María Gunnarsdóttir, frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, er 70 ára í dag, 11.júlí. Hún mun taka á móti vinum og vandamönnum að heimili sínu, Tröllakór 14, í Kópavogi, milli klukkan 14 og 18 í dag. Árnað heilla 70 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is FRÁ 106.800kr FRÁ 122.900kr 58.900kr KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.