Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 AF TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Finnskir vinir mínir giftu sigum síðustu helgi og viðhjónin flugum yfir til þeirra og samglöddumst. Brúð- kaupið var haldið á lítilli, skógi vaxinni eyju rétt við borgarmörk Helsinki og að lýsa umhverfi sem og aðstæðum sem myndrænum nær vart upp í það sem fram fór. Það var eins og við værum að leika í bíómynd og tikkað var í öll þau box sem skandinavískt sveita- brúðkaup að sumarlagi felur í sér. Fyrir utan mat, drykk, ræðu- höld, punt og pjátur lék tónlist veigamikið hlutverk í brúðkaup- inu. Tilgangur hennar að því leyt- inu til var giska margþættur; hún var stundum í brennidepli (t.d. þegar gestir tróðu upp með atriði eða þegar hljómsveit eða plötu- snúður lék fyrir dansi) og stund- um í víkjandi stöðu ef við getum orðað það sem svo (plötusnúður lék hálfgildings bakgrunnstónlist undir spjalli á tímabili og daginn eftir, yfir morgunmat, var tón- hlaða brúðgumans látin malla undir morgunmatnum). Tónlistin þurfti þá ekki endilega að glymja í eyrum fólks, hún virkaði líka sem ísbrjótur í samræðum þeirra sem voru áhugasamir um þetta eðla listform (þó að tilkoma snjallsíma geri það æ algengara að fólk fletti upp tóndæmum til að styðja mál sitt). Tónlistin var þannig yfir og allt um kring, þó að maður gerði sér ekki alltaf sterklega grein fyrir því. Villtur dans Eftir að hafa komið siglandi upp að eyjunni á lítilli bátsskel gengu brúðhjónin upp að sam- komuhúsinu, þar sem brúðgum- inn hélt eilitla tölu. Við svo búið einhentu nýbökuð brúðhjónin sér í lag ásamt kornungum börnum sínum, spilað var á það sem hendi var næst og mágkona gumans söng gamalt finnskt dægurlag af miklum fítonskrafti. Undir borð- haldi tróðu svo vinir upp með lítil tónlistaratriði, frumsamið efni sem tökulög, í söngvaskáldabún- ingi sem hljómsveitar. Yðar ein- Sumarbrúðkaup í Finnlandi Fjör Bad Ass Brass Band skemmti gestum en það var brúðguminn sjálfur, hönnuðurinn og tónlistarunnandinn Jussi Karjalainen, sem á heiðurinn af því. Hér gefur að líta nýjustu plötu sveitarinnar. lægur lagði meira að segja í púkkið ásamt betri helmingnum. Byrjaði á því að afskræma fallegt lag eftir kántrílistamanninn Chris Stapleton (ekki viljandi, ég klúðr- aði því og það gjörsamlega) en við björguðum okkur fyrir horn með orkuríkri útgáfu af „Who’s Got the Crack“ með The Moldy Peaches. Gestum að óvörum kom svo blásturssveitin Bad Ass Brass Band þrammandi upp að húsinu og hóf að pumpa út dansvænni og nokk trylltri klezmer-tónlist. Sveitin færði sig inn í sal og náði að vippa upp þvílíka stuðinu, ung- ir sem aldnir stigu villtan dans sem andsetnir væru. Sameining- araflið í svona nokkru er einkar fallegt og hrífandi. Þegar um hægðist tók svo plötusnúður við, reyndur höfðingi sem af smekk- vísi lék gamla finnska dæg- urtónlist, blús, sálartónlist og rokk og ról. Úti um allt Til eru ótal kenningar um hvernig tónlist litar líf okkar á margvíslega vegu og hvernig við nýtum okkur hana, meðvitað sem ómeðvitað. Stundum er hún svo sjálfsögð reyndar að við tökum varla eftir henni. Ég veit fyrir víst að brúðhjónin lögðu ekki sérstaklega upp með að hafa brúðkaupið „tónlistarlegt“ en þarna var hún samt, alltaf og úti um allt. Líf án tónlistar væri mistök sagði Nietzsche og ágætt fyrir forpokaða ráðamenn og aðra „óunnendur“ lista að hafa þau vísu sannindi í huga næst þegar á að teygja sig í niðurskurðarhníf- inn eða tuðskjóðuna. » Til eru ótal kenn-ingar um hvernig tónlist litar líf okkar á margvíslega vegu og hvernig við nýtum okk- ur hana, meðvitað sem ómeðvitað. Stundum er hún reyndar svo sjálf- sögð að við tökum varla eftir henni.  Hvert er samfélagslegt hlutverk tón- listar?  Sumarbrúðkaup sýnisdæmi an. Þeir hétu þá að reisa kirkju á þessum stað ef þeim yrði bjargað. Pétur mun því fjalla um dýrling kirkj- unnar, Maríu mey, og færa rök fyrir því að það hafi í raun verið María mey sem þarna birtist sæförunum,“ segir Björg. Túristar fá dýrmætt tækifæri „Ég hef fundið fyrir ánægju hjá heimamönnum með að það sé boðið upp á fleiri viðburði í kirkjunni, en svo er auðvitað messað reglulega í kirkjunni. Aðstæðurnar breyttust mikið þegar nýi Suðurstrandar- vegurinn kom. Það gerbreytti streyminu þarna um. Það er mjög mikið um túrista sem koma þarna núna. Við höfum orðið vör við það að ferðafólkið er mjög þakklátt fyrir að fá þarna tækifæri til þess að hlýða á tónlist, jafnvel þegar tónlistarmenn eru að æfa í kirkjunni,“ segir hún. Meðal annarra viðburða í sumar má nefna tónleika Svavars Knúts og Kristjönu Stefáns sunnudaginn 19. júlí auk þess sem þrjár söngkonur, Ísabella Leifsdóttir sópran, Margrét Einarsdóttir sópran og Þóra Pas- sauer kontra-alt, ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista, munu koma fram á tónleikum 2. ágúst. Sunnu- daginn 9. ágúst koma fram Eyjólfur Eyjólfsson tenór, sem jafnframt leikur á langspil, Hugi Jónsson barí- tón og Kári Allansson sem leikur á harmóníum og orgel. Á loka- tónleikum 16. ágúst mun Sigrún Hjálmtýsdóttir koma fram ásamt Björgu Þórhallsdóttur, Elísabetu Waage og Hilmari Erni Agnarssyni, en þá mun einnig verða upp- skerumessa í umsjá sr. Baldurs Kristjánssonar sóknarprests. Tríó Hrólfur, Helga Bryndís og Björg koma fram á sunnudaginn. ÍSLENSKT TAL ARNOLD SCHWARZENEGGER EMILIA CLARKE SÝND MEÐ ENSKU TALI Í 2D SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Ódýrt í bíó TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS SÝND KL. 2 SÝND KL. 2 Miðasala og nánari upplýsingar SÝND Í 2D SÝND Í 2D OG 3D ÍSL TAL ÍSL TAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.