Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Því var haldið að okkur í skóla að í íslensku táknaði orðið maðurmanneskjur af báðum kynjum, karla jafnt sem konur, andstætt ná-grannamálunum þar sem sami orðstofn hefur fengið merkingunakarlmaður. „Tvífætt og tvíhent spendýr sem talar, býr til verkfæri og vinnur með þeim … (Homo sapiens)“ segir orðabókin. Snorri Sturluson var á sama máli, í formálanum að Eddu segir hann: „Al- máttugur guð skapaði í upphafi himin og jörð og alla þá hluti, er þeim fylgja, og síðast menn tvo, er ættir eru frá komnar, Adam og Evu, og fjölgaðist þeirra kynslóð og dreifðist um allan heim.“ En eftir því sem aldirnar liðu bættist við aukamerkingin karlmaður. Ekki veit ég hvenær en þó er ljóst að svo hefur verið komið þegar Jón Thoroddsen sat á þarsíðustu öld og ritaði skáldsöguna Maður og kona. Þrátt fyrir þessa auka- merkingu orðsins maður var þó haldið áfram að minna fólk á upprunalegu merk- inguna og í árdaga kvenrétt- indabaráttu var mikið upp úr því lagt að konur væru vissulega menn og ættu því að njóta allra lögfestra mannréttinda til jafns við karla. Í rökréttu framhaldi af þessu vildu konur í ýmsum störfum síðan ekki láta kenna sig við kyn sitt heldur hafa sama starfsheiti og starfsbræðurnir: Leikkonur urðu leikarar, skólastýrur skólastjórar og svo framvegis. Ég veit ekki hvort kona hefur nokkurntíma gegnt starfi hafnsögumanns hér á landi en áreiðanlega hefði slík kona ekki sóst eftir starfsheitinu hafnsögukona og enn síður hafnsögu- manneskja. Nýlega var það rifjað upp að Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til for- setakjörs sem maður en ekki sem kona. Starfsheitið forseti vafðist heldur ekki fyrir henni, að minnsta kosti er víst að ekki hefði hún fremur viljað kall- ast forsetning svo vitnað sé til frægrar vísu eftir Egil Jónasson. Það kom því flatt upp á marga þegar þingmenn kvennalistans á sínum tíma vildu ekki kallast svo, en kusu fremur að heita þingkonur. Það var eins og þróunin væri komin í hring og upphafleg barátta kvenna fyrir því að vera viðurkenndar sem menn hefði snúist við. Ekki varð betur séð en því væri haldið fram að orðið maður í íslensku væri hætt að merkja bæði kynin og þýddi nú einungis karl. Útbreiðsluherferð fyrir óákveðna fornafninu kona hlýtur að eiga sér sömu rætur. Heyrt hef ég framsæknar konur (og réttsækna karla) amast við orðunum mannkyn, mennska, menning og bókmenntir á þessum forsendum. En gang- ist maður (ÓFN) inn á þetta er orðið karlmaður þar með orðið hringskýring eða tugga, tátólógía, og orðið kvenmaður þverstæða. Ekki er því úr vegi að rifja upp staðreyndir málsins enn einu sinni: Allar konur eru menn en ekki eru allir menn konur af því sumir menn eru karlar. Eða ef komið er úr hinni áttinni: Allir karlar eru menn en ekki eru allir menn karlar af því að sumir menn eru konur. Maður lifandi Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Mannfólk Allar kon- ur eru menn en ekki eru allir menn konur af því sumir menn eru karlar. Áseinni áratugum hefur það komizt í tízku aðgera lítið úr þjóðerniskennd og jafnvelreynt að gera lítið úr slíkum tilfinningum ígarð eigin þjóðar, sögu hennar og fortíðar. Sumir telja slíkar kenndir hættulegar og líkja þeim við öfgastefnur í pólitík, nota gjarnan orðið þjóðern- isdramb til að lýsa fyrirlitningu sinni á þjóðern- iskennd. Árið 1903, fyrir 112 árum, kom út lítil bók eftir mann að nafni Jón Jónsson, sem heitir Íslenzkt þjóð- erni en undirtitill er Alþýðufyrirlestrar. Bókin hefur að geyma 10 fyrirlestra, sem höfundurinn hafði flutt í Reykjavík um sögu lands og þjóðar. Höfundurinn tók síðar upp ættarnafnið Aðils til að aðgreina sig í hópi hinna mörgu Jóna Jónssona. Í inngangsorðum segir Jón J. Aðils: „Ennfremur mun eg leitast við að sýna fram á, hvernig ættjarðarástin og þjóðernistilfinningin vakna hjá Íslendingum með stofnun allsherjarríkis á Ís- landi, hvernig þær þroskast og dafna við sjálfstjórn- ina og sporna lengi vel á móti öllum tilraunum Nor- egskonunga til að ná yfirráðum á Íslandi, þar til flokkadrættir og ósamlyndi, persónuleg valda- fýsn einstakra manna og taum- lausar ástríður bera þær að lok- um ofurliði og knýja Íslendinga til að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt útlendu stjórnvaldi.“ Í tíunda og síðasta fyrirlestrinum segir Jón J. Að- ils: „En hvað er þá þessi þjóðernistilfinning, sem hefur borið oss uppi og bjargað oss úr hættunum? Þjóðern- istilfinningin er í raun og veru ekki annað en rækt- arsemi – ræktarsemi við fortíð og endurminningar þjóðarinnar. Þess vegna er hún líka kölluð öðru nafni þjóðrækni. Þessi tilfinning er svo sterk af því að hún er ekki einskorðuð við neina sérstaka kynslóð heldur á sér miklu dýpri rætur. Hún er sprottin upp af og stendur í sambandi við reynzlu og lífskjör ótal fortíð- arkynslóða – allrar þjóðarinnar í heild sinni frá alda öðli.“ Þegar fyrirlestrar Jóns J. Aðils, sagnfræðings, eru lesnir á 21. öldinni birtast þau gömlu sannindi les- andanum mjög skýrt að ekkert er nýtt undir sólinni. Í fjórða fyrirlestri segir: „Þegar kemur fram á 12. öldina fer þetta jafnvægi að raskast. Auðurinn og völdin hlaðast niður hjá nokkrum mönnum en tvístrast um leið yfirleitt og er þetta lögmál alþekt í mannfélaginu bæði fyr og síðar á öldum. Í staðinn fyrir jöfnuðinn sem áður var, þeg- ar margir göfugir menn voru jafnt um auðinn og völdin, er nú skift þannig um að allur þorri höfð- ingjastéttarinnar má heita eignarýr og valdalítill í samanburði við það, sem áður var, en nokkrir menn hafa aftur rakað að sér auð fjár og komist yfir mannaforráð víðsvegar um landið. Þessi umskifti áttu að nokkru leyti rót sína að rekja til þess ákvæðis í lögunum að goðorðin mátti afhenda öðrum manni ut- an ættarinnar og láta þau ganga kaupum og sölum eins og hverja aðra eign.“ Minnir þetta einhvern á afleiðingar lagasetningar Alþingis 1990 undir forystu vinstri stjórnar, sem þá sat, um frjálst framsal kvótans?! Tilraunir Noregskonunga til að ná Íslandi undir sín yfirráð og afleiðingar þess að það tókst eru að sjálf- sögðu rauður þráður í þessum fyrirlestrum. Aðferð- irnar virðast hafa verið þær sömu og nú á tímum. Annars vegar að koma sér upp útsendurum og hins vegar að hampa þeim og fylgismönnum þeirra sem mest. Í þriðja fyrirlestri segir: „Um Ólaf konung helga vita menn með fullri vissu að hann neytti allra bragða til að ná yfirráðum á Ís- landi og fór ekkert dult með. Hann reyndi á margan hátt að vinna hylli Íslendinga, eftir að hann var sezt- ur að stóli, sendi helztu mönn- um landsins vingjafir og tók vel við öllum höfðingjasonum og metorðamönnum af Íslandi, sem sóttu fund hans.“ Á okkar tímum hefur Evr- ópusambandið rekið sérstaka skrifstofu á Íslandi til þess að hampa „metorðamönn- um“ og bjóða þeim í heimsóknir til Brussel. Í fimmta fyrirlestri segir Jón. J. Aðils: „Árið 1265 sendi Magnús konungur lagabætir nýja lögbók til Íslands og bauð að samþykkja hana en bókin var þannig úr garði gerð að Íslendingar þver- neituðu að taka við henni. Magnús konungur lét þó ekki hér við sitja. Hann breytti lögunum og bætti á ýmsa vegu og lagði síðan fyrir alþingi á nýjan leik nokkrum árum síðar og var nú bókinni að vísu betur tekið en áður en þó ekki tregðulaust.“ Má finna enduróma þessara tíma 750 árum síðar í þeim tilskipunum frá Evrópusambandinu, sem Al- þingi ber að lögfesta skv. EES-samningnum? Og þó ekki “tregðulaust“ miðað við gagnrýni um seinagang á samþykktum þingsins! Saga þjóðar okkar sýnir, að hér hefur alltaf verið til hópur manna, sem hefur verið þeirrar skoðunar, að Ísland væri betur komið, sem hluti af öðru ríki eða ríkjasambandi. Stundum hefur það verið sann- færing þeirra. Stundum hefur það varðað hagsmuni, ýmist pólitíska eða viðskiptalega, sem þeir hafa tekið að sér að gæta. Lýðveldisstofnunin var ekki einu sinni óumdeild. Sumir vildu bíða þar til Danir yrðu frjáls þjóð á ný. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum. En viðhorfið til þeirra, sem telja okkur betur komna undir pils- faldi annarra, breytist þegar ljóst verður að þeir vinna á vegum erlends valds. Það á bæði við um þá, sem ráku erindi heimskommúnismans á Íslandi og líka um þá sem hafa tekið að sér hlutverk Una hins danska á vegum Evrópusambandsins en honum var heitið jarlstign á Íslandi að launum. Sporgöngumenn Una hins danska Alþýðufyrirlestrar Jóns Jónssonar Aðils eiga erindi við nútímann Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á meðan Ísland var á breskuvaldsvæði 1807-1941, vildu Bretar ekki stjórna landinu beint, nema sérstaklega stæði á. Þetta kom í ljós í Norðurálfuófriðnum mikla 1914-1918. Strax 12. september 1914 var breskur ræðismaður kominn til Reykjavíkur, Eric Grant Cable. Hann fæddist 1887 og hafði verið í bresku utanríkisþjónustunni frá 1904, í Helsinki, Hamborg og Rott- erdam. Aðspurður kvaðst hann vera hingað kominn, því að svo marga starfsmenn utanríkisþjónustunnar vantaði verkefni, eftir að stríð skall á og þeir urðu að fara frá óvinaríkjum. Þetta þótti yfirmönnum hans í Lundúnum snjallt svar, en Cable var í raun sendur hingað að ósk breska flotans til að fylgjast með ferðum þýskra óvinaskipa í Norðurhöfum og hugsanlegum umsvifum Þjóðverja á landinu. Cable settist strax í íslenskutíma hjá Einari H. Kvaran rithöfundi og talaði málið reiprennandi eftir nokkra mánuði. Hann komst fljótt að því, að Íslendingar væru hlynntir Bretum og samstarfsfúsir. Hann fékk til dæmis Íslending til að laum- ast um borð í þýskt skip og lýsa öll- um búnaði fyrir sér. Einnig fékk hann starfsmann loftskeytastöðv- arinnar til að afhenda sér skeyti milli þýska kjörræðismannsins í Reykjavík og Þýskalands. En eftir 1915 var aðalverkefni Cables að reyna að koma í veg fyrir, að íslensk- ar afurðir bærust til Þýskalands um Danmörku. Greip hann til ýmissa ráða í því skyni, eins og Sólrún B. Jensdóttir lýsir í fróðlegu riti um þessi ár. Cable lét einnig reka nokkra opinbera starfsmenn, sem taldir voru Þjóðverjahollir. Hótaði hann ella að stöðva kolasölu til landsins. Cable ritskoðaði enn frem- ur loftskeyti og millilandapóst. Cable var vinsæll á Íslandi, þótt hann þætti harður í horn að taka. Hann hvarf héðan 1919 og gegndi síðan víða störfum. Á meðan Cable var ræðismaður í Kaupmannahöfn, 1933-1939, kom hann oft til Íslands og endurnýjaði samband við vini og kunningja. Eftir það varð hann ræð- ismaður í Köln og Rotterdam um skamma hríð, en síðast í Zürich 1942-1947. Í Sviss tók hann þátt í leynilegum viðræðum við þýska áhrifamenn, sem vildu binda enda á stríðið, þótt ekkert yrði úr. Hefur talsvert verið um það skrifað. Sá grunur lék á, að Cable ynni fyrir bresku leyniþjónustuna, MI6. Hann lést 1970. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Dularfulli ræðismaðurinn duxiana.com Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni D U X ®, D U X IA N A ® a n d P a sc a l® a re re g is te re d tr a d e m a rk s o w n e d b y D U X D e si g n A B 2 0 12 . Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950 SUMARTILBOÐ 12 -17% Afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.