Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 ÚTSALA - ÚTSALA 30–50% afsláttur af völdum vörum Gríptu tækifærið! Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Framkvæmdastjórn Evrópusam-bandsins sagði frá því, eftir að Grikkir höfðu í þjóðaratkvæði hafn- að kröfum sambandsins, að sam- bandið virti niðurstöðuna. Þessi óvænta virðing ESB fyrir atkvæða- greiðslu í aðildarríki kom á óvart enda reyndist hún af öðr- um toga en gengur og gerist utan Bruss- el.    Um svipað leytikom nefnilega frá ESB, nánar til- tekið frá Valdis Dombrovskis, sem fer með málefni evr- unnar, að spurningin sem borin hefði ver- ið undir grísku þjóð- ina hefði hvorki verið rétt efnislega né lagalega. Og síðustu daga hefur hvorki farið framhjá Grikkjum né öðrum með hvaða hætti niðurstaða kosninganna var virt.    Í gær kom fram eftir samtöl for-sætisráðherra Íslands og ráða- manna ESB að sambandið virti að fullu ákvarðanir stjórnvalda hér um að vilja ekki að Ísland sé umsókn- arríki. Ekki hefur verið útskýrt hvað í þessari virðingu felst, en hún hefur þó ekki dugað enn til að ESB lýsi því yfir að Ísland sé ekki umsóknarríki og að aðildarferlið sem sett var í gang árið 2009 hafi enga þýðingu lengur.    Varaþingmaður Pírata og fyrrver-andi starfsnemi við Evr- ópuþingið, Ásta Helgadóttir, sagði í viðtali í vikunni að utanríkisráðherra hefði ekki náð að draga Ísland út sem umsóknarríki því að það sé ekki hægt, „það þarf að semja sig út“.    Getur verið að þetta sé rétt túlkuná virðingu ESB fyrir afstöðu ís- lenskra stjórnvalda? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ESB virðir ákvarð- anir á sinn hátt STAKSTEINAR Ásta Guðrún Helgadóttir Veður víða um heim 10.7., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 17 skúrir Glasgow 21 léttskýjað London 26 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 17 léttskýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 26 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:30 23:38 ÍSAFJÖRÐUR 2:48 24:29 SIGLUFJÖRÐUR 2:28 24:15 DJÚPIVOGUR 2:49 23:17 Hlýindin undanfarna daga láta í minni pokann fyr- ir vætu og kuldatíð. Gert er ráð fyrir lítils háttar rigningu á Suðurlandinu öllu á hádegi í dag og hita á bilinu 7-13 stig. Austast á Suðurlandi verður svo talsverður vindur eða um 10 metrar á sekúndu. Á Austurlandi verður einnig rigning samkvæmt spánni og hitinn 6-8 stig. Besta veðrið verður á norðvesturhorninu. Þar er spáð skýjuðu veðri og 6-12 stiga hita og vindurinn verður um 6-8 metrar á sekúndu. Ferðalangar voru þó á ferðinni þrátt fyrir vætutíð í kortum en um 12 þúsund bílar óku um Kjalarnesið í gær og þá fóru 12 þúsund bílar sömuleiðis austur fyrir fjall í gegnum Sandskeið. Tæplega þrjú þúsund bílar fóru yfir Holtavörðu- heiðina. Eftir góða tíð undanfarna daga tókst Vegagerð- inni að opna leiðina yfir Sprengisand í gær og er leiðin nú opin fyrir fjallabíla. Einnig er búið að opna leiðina um Kjöl og eru flestallir helstu há- lendisvegir að opnast hægt og rólega. Þó er Fjalla- baksleið syðri lokuð. Vegagerðin tilkynnti einnig í gær að nú væri op- ið inn í Hvanngil. benedikt@mbl.is Hlýindin láta í minni pokann  Vætutíð og vindur í spákortum helgarinnar Morgunblaðið/Eggert Brunað burt Margir voru á faraldsfæti í gær þrátt fyrir vætuspá í kortum og lágan hita. Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Grafarholtsprestakalli, Reykjavík- urprófastsdæmi eystra frá 1. sept- ember nk. Biskup skipar í embættið til fimm ára. Í Grafarholtsprestakalli er ein sókn, Grafarholtssókn, með rúm- lega sex þúsund íbúa og eina kirkju, Guðríðarkirkju. Núverandi sóknarprestur, sr. Sigríður Guð- marsdóttir, hefur þjónað í Noregi undanfarna mánuði. Í fjarveru hennar hefur sr. Karl V. Matthías- son gegnt embættinu. Þá hefur biskup Íslands auglýst laust til umsóknar embætti prests í Keflavíkurprestakalli, Kjalarness- prófastsdæmi. Biskup skipar í embættið til fimm ára. Í Keflavíkurprestakalli er ein sókn, Keflavíkursókn, með tæplega átta þúsund íbúa og eina kirkju, Keflavíkurkirkju. sisi@mbl.is Tvö prests- embætti auglýst Morgunblaðið/Kristinn Altari Guðríðarkirkja í Grafarholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.