Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015 Rannsókn sem fjallað er um í breska læknablaðinu Lancet Psychiatry í gær bendir til þess að daglegar tóbaksreykingar kunni að vera orsakaþáttur í geðsjúkdóm- um. Fólk sem þjáist af geðsjúkdómum er um það bil þrisvar sinnum lík- legra til að reykja en aðrir. Í rann- sókninni voru greind gögn sem safnað var í 61 rannsókn víðsvegar um heiminn milli áranna 1980 og 2014, var niðurstaðan sú að 57% þeirra, sem greinast með alvarlega geðsjúkdóma, svo sem geðklofa, reyktu. Einnig bendir rannsóknin til þess að reykingafólk þrói með sér geðsjúkdóma ári fyrr á ævinni en aðrir sjúklingar. Tekið er fram að ekki hafi með þessu verið sannað að reykingar geti valdið geðsjúkdómum; frekari rannsókna sé þörf. Hins vegar bendi niðurstöðurnar til þess að ekki sé aðeins hægt að líta á reyk- ingar sem afleiðingu geðsjúkdóma heldur kunni þær að vera orsaka- þáttur. Vísindamennirnir veltu því fyrir sér hvort breytingar á dópamín- kerfi heilans kynnu að útskýra þessi tengsl. Dópamín er taugaboð- efni sem á þátt í að stjórna svo- nefndri ánægjustöð heilans. Hugs- anlegt sé að aukin losun dópamíns af völdum nikótíns, virka efnisins í tóbaki, valdi því að sjúklingar þrói með sér geðsjúkdóma. Reykingar tengdar við geðsýki Reykingar Daglegar reykingar kunna að tengjast geðsjúkdómum. Danir eru ekki ánægðir með veðrið í sumar. „Við klæðum okkur í jakka og flíspeysur þessa dagana því veðrið er eins og á hausti en ekki sumri,“ segir á vef danska ríkis- útvarpsins. Þar segir að aðeins hafi verið sjö eiginlegir sumardagar þar í landi í sumar, þ.e. dagar þegar hitinn fór yfir 25°C. Hæst komst hitinn í 31,9°C á Borgundarhólmi 5. júlí. Næstu daga er spáð 14-18°C hita og talsverðri vindkælingu. Danir kvarta yfir sumrinu Danir striplast á Hróarskelduhátíð. Tæpur tugur manna hefur slasast það sem af er nautahlaupinu í spænsku borginni Pamplona þetta sumarið. Dagana 7. til 14. júlí ár hvert eru naut rekin á morgnana eftir götum bæjarins að nautaats- hringnum og mannfjöldi hleypur með og reynir að forðast horn og klaufir. Siðurinn er gamall en skráðar heimildir ná til 1911. Frá þeim tíma hafa 15 manns látið lífið í hlaupunum. Síðasta banaslysið varð 2009 þegar naut stakk 29 ára gamlan Spánverja á hol. Hættulegt nautahlaup í Pamplona AFP Hættuleg hlaup Hlaupið með nautum í Pamplona í vikunni. Talið er að 17 þúsund manns frá fjölda landa hafi tekið þátt í nautahlaupinu í fyrra. Grænlenskur þingmaður segir að grænlenskir fíkniefnasalar virðist í auknum mæli þvætta ágóða af ólög- legri hasssölu gegnum knattspyrnu- getraunir og lottó, sem danska ríkis- fyrirtækið Danske Spil rekur. Grænlenska blaðið Sermitsiaq hefur eftir Tillie Martinussen, þing- manni Demokraatit, að hún vilji láta rannsaka þetta mál. „Mér skilst að lögreglan í Græn- landi hafi fengið það staðfest að hasssölumenn þvætti peninga gegn- um spil og getraunir. Sé þetta rétt verður að grípa í taumana,“ hefur blaðið eftir Martinussen. Mikil umræða hefur verið á græn- lenska þinginu undanfarið um hass- sölu í Grænlandi. Í fyrirspurn, sem Martinussen lagði fram til græn- lensku ríkisstjórnarinnar, segir m.a. að með ákveðnum aðferðum geti glæpamenn fengið allt að 90% af fé, sem notað er til að tippa á knatt- spyrnuleiki, til baka í löglegum vinn- ingum. Þvætta fíkniefnapen- inga í getraunum  Grænlenskur þingmaður vill rannsókn Fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Fríhöfninni og víðar. ALLT AÐ 6 TÍMA SÓLARVÖRN ÞRÓUÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ Ofnæmisprófuð með sérhæfðum sólarfilterum fyrir húð barna. Börn elska mjúka froðuna sem auðveldar að bera á rétt magn. Vatnsheld vörn í sund, sjó og leik. Teppir ekki húðina. Meðmæli húðlækna - Yfir 90% UVA vörn Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Proderm inniheldur engin paraben, ilmefni, litarefni eða nanóefni. ÖRUGG VÖRN www.celsus.is Berið reglulega vel og jafnt á húðina, sti l l ið sólböðum í hóf. YFIR 90% UVA VÖRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.