Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2015        Smiðjuvegur 11, sími 571 377, taekjataekni.is fjárfesting í vellíðan                      Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þ ótt ekki virðist alltaf tek- ið út með sældinni að vera kvikmyndagerð- arkona á Íslandi, er létt yfir Ásu Helgu Hjör- leifsdóttur, handritshöfundi og leik- stjóra. Enda ekki við öðru að búast því í vikunni fékk hún þau gleðitíð- indi að nýja stuttmyndin hennar, Þú og ég, hefði verið valin í keppni um bestu norrænu stuttmyndina á Nor- disk Panorama kvikmyndahátíðinni. Auk þess verður mjög góð þátttaka í sumarnámskeiði fyrir stúlkur á framhaldsskólaaldri í stutt- myndagerð, sem þær Dögg Mós- esdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður Wift, Women in Film and Television, efna til í næsta mánuði í samstarfi við RIFF og Kvikmynda- skóla Íslands. Öll þessi gleði kemur svo til viðbótar gleðinni frá í fyrra þegar Kvikmyndamiðstöð Íslands veitti henni vilyrði um framleiðslustyrk fyrir kvikmynd í fullri lengd. Þau voru þrjú, sem fengu slíkt vilyrði fyrir tökur 2016, tvær konur og karl, og þótti kynjahlutfallið tíð- indum sæta í ljósi umræðunnar um að konur bæru skarðan hlut frá borði þegar styrkveitingar væru annars vegar. Gusan um hlut kvenna Skömmu áður hafði Ása Helga einmitt flutt hátíðargusuna svo- kölluðu á opnunarhátíð RIFF, Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, þar sem hún fór yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðn- aðinum. „Ég vakti meðal annars athygli á að fjögur ár væru liðin frá því kona leikstýrði kvikmynd fyrir ríkisstyrk á Íslandi og lýsti sérkennilegu viðmóti sem konur í stéttinni mæta oft hjá kollegum, karlkyns sem og kvenkyns. En jafnframt talaði ég um það hversu þreytandi það er að vera alltaf stimplaður sem „kvenleikstjóri“, ekki bara „leikstjóri“, og vera þannig sjálfkrafa komin í pólitíska stöðu. Það er endalaust hægt að tala um þetta mál, en með nám- skeiðinu sem við ætlum að halda viljum við reyna að tækla vandann á frumstigi og hvetja stelpur til að segja sínar sögur gegnum þann miðil sem kvikmyndin er. Það skýtur til dæmis mjög skökku við að í myndbandaklúbbum fram- haldsskólanna er að meðaltali ein stelpa á móti hverjum níu strákum,“ segir Ása Helga og vísar í tölur frá mennta- og menningar- málaráðuneytinu máli sínu til stuðnings. Það leynir sér ekki að henni er í mun að rétta hlut kvenna í grein- inni. Sjálf hefur hún að leiðarljósi hvatningarorð sem hún heyrði í fyr- irlestri ástralska leikstjórans Jane Campion, en hún sagði konum ein- faldlega að „just do the work“ – að þannig myndi byltingin eiga sér stað, en Campion tók það jafnframt fram að til að svara því kalli þyrftu kvikmyndasjóðir allra landa að hafa kynjakvóta á úthlutunum. Fyrst Þú og ég, síðan Svanurinn Ása Helga Hjörleifsdóttir er ein þriggja kvikmyndagerðarmanna sem hafa fengið vilyrði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir framleiðslustyrk kvikmyndar í fullri lengd árið 2016. Hún ætlar að hefja tökur næsta sumar um leið og styrkurinn kemur í hús, en áður og von bráðar frumsýnir hún stuttmyndina Þú og ég. Tragikómedísk drama Gríma Valsdóttir í hlutverki sínu í Þú og ég. Óperusöngvarinn Ágúst Ólafsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari mæta kl. 14 í dag í Bókamarkað Bóka- bæjanna austanfjalls í Hveragerði og flytja nokkur falleg og sígild verk, t.d. Maístjörnu Jóns Ásgeirs úr Heims- ljósi Halldórs Laxness og aríu Don Giovanni eftir Mozart.. Þema Bóka- markaðsins um helgina er drama- tískar bókmenntir. Bókamarkaðurinn er í húsi Leik- félags Hveragerðis, Austurmörk 23. Markaðurinn er opinn frá kl. 12-18 föstudag til sunnudags. Bókamarkaður Morgunblaðið/Eggert Tónleikar Ágúst og Eva Þyrí. Dramatískar bókmenntir og óperusöngur Á morgun kl. 11 mun Grasagarður Reykjavíkur standa að fræðslu um notkun einærra sumarblóma í görðum. Sumarblóm eru allstór og fjölbreyttur hópur garðplantna sem sáð er til snemma vors og for- ræktaðar í gróðurhúsi þar til þær eru gróðursettar úti. Flest sum- arblóm blómgast stærstan hluta sumars og deyja næsta vetur. Svanhildur Björk Sigfúsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Grasagarð- inum, leiðir gönguna og verða gróðursetningar í beð, ker og potta skoðaðar í Grasagarðinum og skrúðgarði Reykjavíkur í Laug- ardal. Fræðslugangan hefst við aðal- inngang Grasagarðsins. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. Grasagarður Reykjavíkur Fræðsla um einær sumarblóm Sumarblóm Sólboði (Osteo- spermum) er sumarblóm sem þrífst vel á Íslandi. Ástarsaga Aðalleikararnir Katherine Waterston og Walter Grímsson. Margir af bestu og þekktustu harmonikuleikurum landsins koma fram og spila eins og þeim einum er lagið á hinni árlegu Harmonikuhátíð Reykjavíkur í Ár- bæjarsafni á morgun, 12. júlí. Þeir hefja leikinn kl. 13. Á safninu geta gestir jafnframt fylgst með og tekið virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla – að því tilskildu að veður haldist þurrt. Þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast því hvernig forfeðurnir og -mæðurnar notuðu orf, ljá og hrífur á árunum áður. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri til að afla vetrarforðans. Þessi gömlu handbrögð eru sjaldséð í sveitum landsins en voru þó víða viðhöfð allt fram yfir miðja síðustu öld. Dagskráinni lýkur með samspili allra harm- onikuflytjendanna undir stjórn hins eina sanna Karls Jónatanssonar. Árbæjarsafn Harmonikuhátíð og heyannir Ljúfir tónar Harmonikuleikur verður á dagskrá Árbæjarsafns á sunnudaginn. Stjórnandinn Karl Jónatansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.