Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Ferðalög og flakk E ftir þessum vegi, á sumar- degi árið 1944, komu her- mennirnir. Nú býr hér ekki sála. Hermennirnir stöldr- uðu aðeins við í fáar klukkustundir. Þegar þeir fóru hafði samfélag sem hafði verið til í þúsund ár verið þurrkað út. Þetta er Oradour-sur- Glane í Frakklandi. Daginn sem hermennirnir komu var íbúunum safnað saman. Mönnunum var fylgt í skúra og hlöður. Konur og börn voru leidd í þessa kirkju. Svo heyrðu þau skothríðina þegar mennirnir voru skotnir. Síðan voru þau líka drepin. Fáum vikum síðar höfðu margir af þeim sem höfðu drepið bæjarbúana sjálfir verið drepnir í orrustu. Bærinn Oradour var aldrei endurbyggður. Rústir hans eru minnisvarði. Píslarsaga hans stendur fyrir þúsundir ann- arra píslarsagna í Póllandi, í Rúss- landi, í Búrma, í Kína, í heimi styrjaldar…“ Þetta eru upphafsorð þáttaraðar- innar The World at War. Sir Laur- ence Olivier les innganginn á með- an myndir af franska bænum Oradour eru sýndar. Fyrir mörgum árum þegar ég sá þetta fyrst vissi ég að einhvern daginn myndi ég fara í pílagrímsferð til Oradour-sur- Glane. Í skugga hernáms í fjögur ár Þessi örlagaríki sumardagur sem Sir Laurence talar um var 10. júní 1944. Oradour hafði verið í skugga hernáms Þjóðverja í rúmlega fjögur ár. Þrátt fyrir það hafði enginn þýskur hermaður stigið þar niður fæti allan þann tíma. Það hafði aldrei verið nein ástæða til þess. Oradour var friðsæll og rólegur bær. Þar var sporvagnslína sem tengdi bæinn við borgina Limoges. Rúmlega 1.000 manns bjuggu í Oradour. Íbúum hafði aðeins fjölg- að í hernáminu þegar fólk sem hafði þurft að yfirgefa heimili sín í héruðunum Alsace og Lorraine fluttist þangað eftir að Þjóðverjar höfðu innlimað þessi svæði í Þýska- land og sent burtu fjölskyldur sem þeir töldu ekki þýskar. Fjölskyld- urnar voru reknar burtu með að- eins nokkur kíló af handfarangri. Þennan sumardag voru fjórir dagar liðnir frá innrás bandamanna á strendur Normandí á D-degi. Í Oradour eins og annars staðar í Frakklandi voru íbúarnir vongóðir. Þeir vonuðust til þess að hernám Þjóðverja væri brátt á enda. Sumir af yngri karlmönnunum í Oradour veltu því jafnvel fyrir sér hvort til- hlýðilegt væri vegna innrásarinnar að aflýsa fótboltaleiknum sem átti að halda á sunnudeginum. En Oradour var víðs fjarri bardög- unum í Normandí og lífið hélt áfram eins og það hafði alltaf gert. Þjóðverjar vissu auðvitað ekki hvar bandamenn myndu koma herj- um sínum á land og höfðu því dreift hersveitum sínum um allt Frakkland. 2. SS-skriðdreka- herdeildin Das Reich hafði haldið til í nálægum bæjum, Valence- d‘Agen og Montauban. Þar hvíldust hermennirnir og þjálfuðu nýja her- menn til að bæta upp missi eftir orrustur á austurvígstöðvunum. Á D-dag hafði herdeildinni verið gefin skipun: Verið klárir til herflutninga. Atvik utan Oradour áttu nú eftir að verða örlagarík. Þann 8. júní byrjaði Das Reich ferð sína norður til Normandí. Sama dag lenti her- deildin í skærum við frönsku and- spyrnuhreyfinguna. Vegatálmar, skemmdar járnbrautarlínur og felld tré yfir vegi áttu öll sinn þátt í að tefja för SS-sveitarinnar. Nokkrir SS-hermenn voru felldir. And- spyrna var ekki talin hluti af við- urkenndum átökum og þessar skærur borgaralegra skæruliða hleyptu illu blóði í SS-hermennina. Síðan gerði andspyrnan árás á þýska setuliðið í Tulle. Þann 9. júní endurheimtu Þjóðverjar bæinn og hengdu 99 menn sem þeir grunuðu um að styðja andspyrnuhreyf- inguna í ljósastaurum og á svölum í bænum. Meðan á þessu stóð náði franska andspyrnuhreyfingin að handsama þýskan herforingja, Sturmbannführer Helmut Kämpfe, og taka hann af lífi. Í kjölfar þessarar mótspyrnu sem SS-hersveitin mætti ákváðu foringjar í Das Reich þann 10. júní að fara í hefndaraðgerðir gegn íbú- um héraðsins. Bærinn Oradour varð fyrir valinu. Um 200 SS- hermenn undir stjórn Sturmbann- führer Adolf Diekmann tóku stefn- una á bæinn. Hermennirnir komu í Oradour um klukkan tvö síðdegis þann 10. júní. Þeir byrjuðu á því að um- kringja bæinn og skipuðu svo íbú- um hans að safnast saman á mark- aðstorginu. Öllum var skipað að mæta með skilríki, sem var aðferð sem þýskar hersveitir höfðu oft notað á austurvígstöðvunum. Með því að krefjast skilríkja gáfu þeir íbúunum von. Þeir töldu ómögulegt að Þjóðverjarnir ætluðu að vinna þeim mein, hvers vegna væru þeir þá að krefjast skilríkja? Þannig er mannlegt eðli. Fólk heldur í vonina. Þeir sem voru veikir eða aldnir voru fluttir í herflutningavögnum á markaðstorgið. Hermenn fylgdu nemendum úr þremur barnaskólum á torgið. Einn sjö ára drengur, Roger Godfrin, komst undan. Fjöl- skylda hans var ein þeirra sem höfðu orðið að yfirgefa heimili sitt í Lorraine og móðir hans hafði sagt honum að ef hann sæi nokkurn tíma þýska hermenn ætti hann að hlaupa í skóginn við enda kirkju- garðsins og fela sig þar. Á flótt- anum skaut þýskur hermaður á hann en hæfði ekki. Síðar mætti hann öðrum hermanni sem skaut hann ekki heldur sagði honum að halda áfram að hlaupa. Roger var eina barnið sem fór í skóla þennan dag og lifði af. Eftir að íbúum bæjarins hafði verið safnað saman voru konur og börn aðskilin frá karlmönnunum og þeim fylgt í kirkju bæjarins. Menn- irnir sem urðu eftir voru spurðir hvort einhver vopn væru í þorpinu og síðan fylgt í misstórum hópum í sex nálægar hlöður og skúra. Þeim var sagt að þar yrðu þeir í haldi á meðan hermennirnir leituðu að vopnum, skotfærum og bönnuðum varningi í bænum. Fyrir framan hvern skúr og hlöðu stilltu síðan SS-hermennirnir upp þungum vél- byssum. Það var um kl. fjögur, tveimur klukkustundum eftir að hermenn- irnir komu í bæinn, sem drápin hóf- ust. Þar sem vélbyssurnar höfðu verið settar upp á jörðinni og á stuttu færi fóru fyrstu skotin í læri og neðri búk mannanna og særðu þá frekar en að drepa til að byrja með. Eftir að allir höfðu fallið niður gengu þýsku hermennirnir á milli hinna föllnu og skutu þá sem enn voru lifandi. Fljótlega kveiktu þeir í húsunum. Fimm menn úr einni hlöðunni náðu að komast lífs af þó Kirkjan í Oradour-sur-Glane þangað sem konur og börn voru leidd. ORADOUR-SUR-GLANE Leifar af lífi AÐEINS RÚM 70 ÁR ERU SÍÐAN NASISTAR ÞURRKUÐU ÚT ÞÚSUND ÁRA SAMFÉLAG Í ÞORPINU ORADOUR-SUR- GLANE MEÐ ÞVÍ AÐ MYRÐA ALLA ÍBÚANA. RÚSTIR ÞORPSINS STANDA ENN SEM MINNISVARÐI UM HRYLLINGINN OG ÞANGAÐ SÆKJA FERÐAMENN VÍÐA AÐ. GREINARHÖFUNDUR SEGIR FRÁ VOÐAVERKUNUM OG UPPLIFUN SINNI AF HEIMSÓKN Í ÞORPIÐ. Jökull Gíslason g.jokull@gmail.com Leifar af barnavagni sem brann í kirkjunni. Þýskalan Sviss Belgía Frakkland París Montpellier Bourdeaux Toulouse LyonOradour-sur-Glane Oradour-sur-Glane
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.