Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Bækur D agur segir bókina eiginlega vera tilbúna, hann skili hand- ritinu af sér í ágúst og sé bara að færa til kommur og punkta. Bókin mun hins vegar ekki koma út fyrr en í febrúar svo hún drukkni ekki í jólabókaflóðinu. Þannig geti hann eignað sér svið bókmenntanna á nýju ári. „Maður verður bara eins og krónprins ís- lenskra bókmennta“, segir hann kíminn. Fæstu eingöngu við ritstörf? „Nei. Ég fæst við kennslu. Kenni íslensku við Menntaskólann við Sund. Skrifin borga eiginlega enga reikninga. Það er ekki nema bókin slái rækilega í gegn, sem hún mun áreiðanlega gera.“ Það er einhver púki í Degi en hann verður alvarlegri í bragði þegar talið berst að ritlaununum. „Það fá afskaplega fáir rithöfundar undir þrítugu ritlaun. Það var, held ég, einn núna síðast [Tyrfingur Tyrfings- son], þar á undan enginn. Þetta er bara orðið fjandi erfitt fyrir unga rithöfunda. Það er samt verið að gera margt, t.d. veita Nýrækt- arstyrki en þeir eru bara fyrir útgefendur. Að skrifa skáldsögu er eins og að taka á loft með flugvél. Það þarf nokkuð langa braut, skil- urðu. Það er ekki bara hægt að skrifa í kaffi- og klósettpásum. Það þarf að geta hlúð að þessu ef þetta á að vera almennilegt. Ég held að launasjóður þyrfti að eyrnamerkja ein- hvern hluta ungum höfundum. Nú er ég ekki bara að væla fyrir sjálfan mig. Ég hef verið svo heppinn að fá bækur mínar útgefnar en veit um helling af hæfileikaríkum ungum höf- undum, með góð handrit og hugmyndir, sem fá ekki tækifæri til að demba sér í skrifin.“ Hefur verið heppinn Nú hefur þú unnið til verðlauna fyrir skrif þín. Hefur það skipt sköpum? „Ég var mjög heppinn að fá Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar og Ný- ræktarstyrk sömuleiðis. Eins hef ég verið með útgefendur sem hafa tekið séns á bók- unum mínum. Ég hef kannski ekki sjálfur undan miklu að kvarta, en almennt finnst mér að það megi taka meiri sénsa í þessum launa- sjóði, veðja á yngri höfunda. Þeir þurfa að fá tækifæri til þess að skrifa bækurnar sínar.“ Feit ár og mögur Dagur talar um að kynslóðin á undan hans, fólk fætt kringum 1975 hafi almennt komist fyrr á ritlaun. „Þetta eru margir af okkar bestu höfundum í dag. Það hefur skipt sköp- um fyrir þau að geta helgað sig ritstörfum áður en einhver önnur launavinna gleypti þau.“ Ungir höfundar fengu sem sagt stuðning, en ekki lengur? „Já,“ svarar Dagur tregur og dregur seim- inn. „Kannski er tímabært að launaseðillinn lendi á nýrri kynslóð. Það þarf eiginlega að fara að gerast núna. Það er margt spennandi að gerast í grasrótinni en það er ekki hægt að gera allt frítt eða á næturnar. Fólk þarf að fá tíma til að vinna og til þess þarf það að fá borgað.“ Hvað er til ráða? „Það mætti setja fleiri höfunda á heiðurs- laun og rýmka þannig til. Mér finnst Rithöf- undasambandið ekki hafa staðið fyllilega með launakjörum höfunda og því hefur mér ekki þótt ástæða til að skrá mig í það. Það heyrist ekki nóg í þessu sambandi, sem ætti að berj- ast fyrir kjörum allra rithöfunda, en ekki að- eins þeirra sem gefa út í hörðu spjaldi.“ Vinátta, ást og flótti En aftur að bókinni. Ég spurði hvort titillinn væri hernaðarleyndarmál? „Það er eiginlega það eina sem er ekki komið,“ svarar hann eilítið óviss hversu miklu hann eigi að trúa mér fyrir. „Vinnutitillinn er: [eitthvað um ástina og lífið], en hann mun ekki enda framan á bókinni.“ Er mér óhætt að spyrja um hvað hún er? „Hún fjallar um ungan mann, sirka 25 ára. Hann kemur til Reykjavíkur, fer í nám og finnur ástina. En hlutirnir vinda upp á sig. Það sem hann og besti vinur hans eru að bralla stangast á við hugmyndaheim kærustu hans. Þetta eru tveir heimar sem takast á. Sagan fjallar um vináttu og ást og að flýja sjálfan sig. Í grunninn er þetta mjög einföld ástarsaga af ungu fólki en á sama tíma smá óður til Reykjavíkur.“ Valdamiklar persónur Dagur segir hugmyndina að bókinni sprottna upp úr ástandinu á Íslandi eftir hrun. Að- spurður hvort þetta sé þá pólitískt ádeiluverk svarar hann neitandi, en hljómar eins og hann sé að yfirvega svarið á sama tíma og hann sleppir orðinu. „En hún er eflaust póli- tísk á táknrænan hátt. Þá koma við sögu valdamiklar persónur í íslensku samfélagi.“ Þú skrifar fyrst ljóðabók, svo smásagna- safn. Þú segir sífellt fleiri orð. „Minn kjarni er í ljóðinu. Ég er hins vegar opinn fyrir að vinna með öll form, er t.d. að vinna að sjónvarpsþáttaröð með félaga mínum Jónasi Reyni Gunnarssyni. Næsta bók sem ég myndi gefa út yrði hins vegar ljóðabók. Ég er kominn með bunka af ljóðum.“ Fá þá kannski kennarar nægan tíma til að yrkja? „Ljóðið er harður húsbóndi, en maður þarf styttri flugbrautir þar. Það er meira eins og þyrluflug.“ FYRSTA SKÁLDSAGAN Ljóðið er meira eins og þyrluflug Dagur segir sífellt erfiðara fyrir unga rithöfunda að hasla sér völl. Rithöfundasambandið er ekki að standa sig að hans mati. Morgunblaðið/Styrmir Kári DAGUR HJARTARSON VAR AÐEINS 26 ÁRA GAMALL ÞEGAR HANN VANN BÓKMENNTAVERÐLAUN TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR FYRIR LJÓÐABÓKINA ÞAR SEM VINDARNIR HVÍLAST. NÚ HEFUR FORLAGIÐ TRYGGT SÉR ÚTGÁFURÉTTINN Á FYRSTU SKÁLDSÖGU HANS. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is * Að skrifa skáldsöguer eins og að taka áloft með flugvél. Það þarf nokkuð langa braut. Ein bók sem oft leitar á er Dauðinn í Feneyjum eftir Thomas Mann, fyrst gefin út árið 1912; þá var Mann 37 ára og heimsstyrjöld á næsta leiti. Bókin snýst um andrúmsloft dauðans, ást, þráhyggju og þann einkennilega veruleika að eldast. Hún hefur að vonum átt erindi við lesendur alla 20. öldina sem lifa með þeirri kennd að þeir séu staddir í lokakafla mannkynssögunnar. Þessi stóru efni eru sviðsett í sögu miðaldra rithöfundar, Asc- henbach, á leið til Feneyja á hálfgerðum flótta undan sjálfum sér. Þar uppgötvar hann ástina í líki pólska táningsins Tadzio sem hann fer að elta á röndum en sem sér líklega aldrei Aschenbach. Þannig lifir ástin sem draumsýn því að milli þeirra skapast aldrei ótvíræð tengsl. Inn í söguna fléttast stöðug hræðsla Aschenbach við að veikjast og dauðinn verður æ nálægari: hans sjálfs, Tadzios og heimsins – allir virðast í lífshættu. Þannig freistar Mann í stuttri sögu að ná utan um flókinn veruleika ástarinnar sem flótta undan dauðanum og leit að líf- inu. Lífveran maður, treg að trúa á eigin tilvist, leitar lífsins annarstaðar. Aschenbach hefur lent í kreppu með skáldskap- inn sem er sá dauði sem listamaðurinn óttast mest, að geta ekki lengur fangað tilvist sína í orðum og léð henni merkingu. Hann festist í ástinni sem heldur honum föstum í Feneyjum, svefngengli í eltingarleik sem þráir listina, ástina og æskuna sem renna honum úr greipum. Í upphafi sögu hlær hann að eldri manni sem hefur reynt að gera sig til með hárkollu og kinnalit. Í sögulok er hann sjálfur orðinn hlægilegur dauða- maður á harðahlaupum á eftir æsku og lífi. Sagan sviðsetur rithöfundinn sem áhorfanda sem eltist við lífið eins og ást- fanginn þráhyggjumaður, af hálfgerðri öfund, dauðhræddur við að vera hlægilegur. En þó fagmannlega. Dauðinn vomir yf- ir listamanninum í sífelldri leit að lífi æðra því sem hann lifir. Þannig verða list og skáldskapur tvíbent tákn um líf og dauða. Um leið lýsir sagan vel innra lífi þess sem er orðinn næstum fertugur þó að Mann hafi reyndar verið svo hræddur við sinn innri Aschenbach að hann svindlar og gerir hann aðeins eldri. BÆKUR Í UPPÁHALDI ÁRMANN JAKOBSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.