Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 31
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Hin árvissa fornbílasýning Fornbílaklúbbs Íslands verður á Ár-
bæjarsafni sunnudaginn 5. júlí. Félagsmenn verða til skrafs og
ráðagerða og sýna bíla sína. Þeir verða jafnframt uppáklæddir í
takt við árgerð bílanna. Opið er milli 10 og 17.
Fornbíladagur í Árbæjarsafni* Þú ættir að dæma mann af óvinumhans ekki síður en af vinum hans. Joseph Conrad
Aðalheiður Atladóttir, arkitekt hjá
A2F arkitektum, svarar spurningum
um eftirlæti fjölskyldunnar þessa vik-
una en fyrirtæki hennar og eigin-
mannsins er m.a. ábyrgt fyrir hönnun
verðlaunabyggingarinnar FMos.
Fjölskyldumeðlimirnir eru:
Aðalheiður Atladóttir, Falk Krüger,
Hrönn tíu ára, Hanna átta ára og
Freyja þriggja ára.
Þátturinn sem allir geta horft á?
Af þáttum í íslensku sjónvarpi eru
Hraðfréttir og Drekasvæðið vin-
sælir, sérstaklega hjá eldri börn-
unum. En við horfum líka mikið á
þýskt efni á netinu. Á þýsku ríkis-
sjónvarpsstöðvunum er úr mörgu
vönduðu efni að velja, t.d. fjöl-
skylduþátturinn Rennschwein
Rudi Rüssel. Hann fjallar um lit-
ríka samsetta fjölskyldu og gæludýrið þeirra,
svínið Rudi. Öðruvísi og skemmtilegur þáttur
þar sem allar kynslóðir koma fyrir og er því
eitthvað fyrir alla. Svo eru endalaust margir
fræðslu- og skemmtiþættir fyrir börn
sem foreldrunum finnst líka
skemmtilegir, t.d. Löwenzahn, Die
Sendung mit der Maus o.fl.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá
öllum?
Það eru ekki margir réttir sem allir
fjölskyldumeðlimir fíla, en heimagerð
pítsa slær alltaf í gegn. Þá útbúum við
alltaf eina fyrir börnin og svo eina fyr-
ir fullorðna. Ég fæ mikla aðstoð frá yngstu dótturinni sem er þriggja ára, en
hún vill helst sjá um allt. Sem betur fer borða börnin fisk og því eru einfaldir
fiskréttir oft eldaðir, t.d. bakaður silungur með möndluflögum og mangó-
chutney – einfalt og mjög gott.
Skemmtilegast að gera saman?
Að stinga af úr bænum og eyða saman helginni í sumarbústaðnum. Þar spil-
um við, förum í pottinn, borðum góðan mat, hvílum okkur og njótum þess að
vera í sveitinni. Við fáum stundum góða gesti og þá er mikið fjör.
Borðið þið morgunmat saman?
Já, við borðum nánast alltaf morgunmat saman. Hann er frekar einfaldur á
virkum dögum, við borðum oftast múslí eða hafragraut með ávöxtum, en um
helgar njótum við þess að hafa meiri tíma. Þá verður úr hálfgerður dögurður,
Þjóðverjinn á heimilinu sér um eggin, sýður þau eða útbýr ommelettu. Ég
útbý góðan hristing, bleikan, grænan eða gulan, og svo er eitthvert brauð-
meti með og auðvitað gott kaffi, sem er ómissandi.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar?
Við spilum nokkuð mikið saman, allt frá einföldustu spilunum eins og ólsen
ólsen og lúdó, en svo er spilið Actionary er mjög vinsælt þessa dagana. Stelp-
urnar okkar taka stundum upp á því að vera með leikrit eða tónleika með
undirleik fyrir fullorðna fólkið og það er betra en nokkurt sjónvarpsefni.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Aðalheiður
Atladóttir
Leikrit og tónleikar
heima í stofu
Heimilistækjaframleiðandinn Bosch
segir að meira en 40% Bandaríkja-
manna rífist um hvernig eigi að raða í
uppþvottavélina og 61% deili um
hvort það þurfi að skola af diskunum
fyrirfram.
„Eftir að ég set vélina af stað opnar
hann hana og byrjar að raða öllu upp
á nýtt. Það gerir mig alveg brjálaða,“
sagði Jennifer Vargas í samtali við
Wall Street Journal. „Jen er bara
meira sama, það fer meira í taug-
arnar á mér ef það er ekki raðað rétt.
Ef ég held að þetta verði ekki hreint
þá hreyfi ég hluti til,“ svaraði eig-
inmaður hennar Levy Vargas.
Hlaðin fyrir allra augum
Þetta ætti að vera einfalt, hlaða glös-
um, diskum og hnífapörum í vélina og
setja af stað. Engu að síður er hvað
mest rifist um þetta húsverk.
Kannski vegna þess að fjölskyldu-
meðlimir eru líklegri til að skipta með
sér verkum verðandi þetta verk.
Ennfremur er eldhúsið oftar en ekki
hjarta heimilisins og uppþvottavélin
er hlaðin fyrir allra augum.
Það sem fólk deilir um er til dæmis
hversu mikið megi setja í vélina, hvort
hnífapör eigi að snúa upp eða niður og
hvort plast megi fara bæði í efri og
neðri hæð, samkvæmt könnun Bosch.
Heimilistækja- og þvottaefnis-
framleiðendur segja fólki að það þurfi
ekki að hreinsa diskana fyrirfram en
sumir gera það samt. Öryggisins
vegna er betra að láta hnífana snúa
niður. Ennfremur er ráðlagt að
blanda hnífapörunum saman í körf-
unni til að forðast að til dæmis skeið-
ar staflist saman. Þannig verða áhöld-
in hreinni þrátt fyrir að það bæti
nokkrum sekúndum við tímann sem
það tekur að ganga frá.
61% DEILIR UM HVORT ÞAÐ ÞURFI AÐ SKOLA FYRIRFRAM
Alls eru 39% notenda ósammála um hvort hnífar eigi að snúa upp eða niður.
Getty Images/iStockphoto
Rifist um hvernig eigi að
raða í uppþvottavélina
Ú
tivinnandi konur eru lík-
legri til að ala upp dæt-
ur sem gengur betur í
vinnu og syni sem taka
meiri þátt í uppeldi en börn heima-
vinnandi mæðra. Þetta kemur
fram í nýlegri ritgerð við Harvard
Business School. Á bak við þessa
niðurstöðu er tölfræði frá 24 lönd-
um sem nær allt aftur til ársins
2002. Vísindamennirnir komust að
því að uppkomnar dætur útivinn-
andi mæðra voru líklegri til að
vera í vinnu sjálfar og líka líklegri
til að vera í yfirmannsstöðu og
þéna meira en dætur sem áttu
heimavinnandi mæður. Þær voru
jafnframt líklegri til að vinna
meira og eyða minni tíma í heim-
ilisstörf.
Hvað karlmennina varðar þá
voru fullorðnir synir vinnandi
mæðra líklegri til að hugsa um
fjölskylduna og taka þátt í heim-
ilisstörfum. Ennfremur leiddi rann-
sóknin í ljós að bæði synir og dæt-
ur mæðra með vinnu voru jafn-
réttissinnaðari en börn mæðra sem
voru heimavinnandi.
Andstæðar raddir vestra
Á Íslandi er hvað hæst hlutfall úti-
vinnandi mæðra í heiminum svo
Frónbúar taka þessum niður-
stöðum ef til vill sem sjálfsögum
hlut. Í Bandaríkjunum er þetta
hins vegar vatn á myllu jafnrétt-
issinna. Þar eru ennþá sterk öfl
sem tala gegn útivinnandi mæðr-
um. Gavin McInnes var gestur ný-
verið í þætti Seans Hannitys á Fox
News. Hann sagði að konur væru
ekki eins metnaðarfullar og karl-
menn og þær væru hamingjusam-
astar heima hjá sér. Ekta femín-
ismi fæli í sér að styðja við heima-
vinnandi húsmæður og að konur
sem ynnu væru að sóa tíma sínum,
sagði hann. Hann sagði húsmæður
styðja við góð gildi og vera betri
fyrir samfélagið í heild. Hannity
styður við þessa umræðu með því
að malda ekki í móinn heldur leyfa
gestinum að tala óhindrað.
Harvard-ritgerðin leiðir hins
vegar í ljós að útivinnandi mæður
skapa jafnara samfélag og jafnari
stöðu kynjanna bæði heima og á
vinnumarkaði.
NÝ RANNSÓKN FRÁ HARVARD BUSINESS SCHOOL
Útivinnandi mæður
skapa jafnara samfélag
Fullorðnir synir vinnandi mæðra eru líklegri til að hugsa meira um fjölskylduna.
Getty Images/iStockphoto
ÚTIVINNANDI MÆÐUR
ERU LÍKLEGRI TIL AÐ ALA
UPP DÆTUR SEM GENGUR
BETUR Í VINNU OG SYNI
SEM TAKA MEIRI ÞÁTT
Í UPPELDI EN BÖRN
HEIMAVINNANDI MÆÐRA.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
VÍKKAÐU HRINGINN
Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina
í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir
áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið.
Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér
fyrir einn af áskrifendum okkar.
Allir áskrifendur Morgunblaðsins
eru með í áskriftarleiknum.
Fylgstu með þegar við drögum út
vinningshafann þann 17. júlí.