Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Fjölskyldan KRÁS götumarkaður verður opnaður um helgina eftir að hafa legið í vetr-ardvala. Markaðurinn er í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur. Þarna verður matur frá tólf þekktum veitingahúsum í Reykjavík en kokkarnir gera götumatarútgáfu af réttum sínum. Opið milli 13 og 18 laugardag. Góður matur á götumarkaði ÁFANGASTAÐIR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Samvera og skemmtilegir leikir Börn hafa sér-staklega gaman afþví að sofa í tjaldi. Getty Images/iStockphoto ÞAÐ ERU MARGIR SPENNANDI STAÐIR SEM HÆGT ER AÐ HEIMSÆKJA Í NÁGRENNI VIÐ HÖFUÐBORGAR- SVÆÐIÐ SEM ERU SKEMMTILEGIR FYRIR FJÖLSKYLDUR OG FELA Í SÉR ÚTIVIST, SAMVERU OG LEIK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leikvöllur Stutt frá bænum, nánar tiltekið í gamla bænum í Borgarnesi, er Bjössaróló, skemmti- legur leikvöllur fyrir börn. Þar eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ým- islegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi en hægt er að fara í fjöruferð í leiðinni. Eftir á er upplagt að fara í lautarferð í hinn fallega Skallagrímsgarð, sem er þarna nálægt. Morgunblaðið/Eggert Útilífsmiðstöð Útilífsmiðstöð Skáta við Úlf- ljótsvatn er kjörinn áfanga- staður fyrir fjölskyldufólk. Fyr- ir tjaldgesti er til dæmis innifalið vatnasafarí (e. wipe out), þrautabraut, leiktæki fyrir þau yngstu, klifurnet, fótbolta- völlur, blakvöllur og veiði í vatninu innan marka tjaldsvæð- isins. Um helgar er síðan boðið upp á dagskrá á borð við bog- fimi og klifur. Þeir sem gista ekki geta keypt dagspassa. Lækur Börn þurfa ekki heilan skemmtigarð til að hafa gaman heldur hafa þau ein- stakt lag á að njóta þess ein- falda í lífinu. Á ferðalagi um landið er um að gera að stoppa oftar en ekki og velja sér fallega laut við fallegan læk til að hvíla sig í. Foreldr- arnir geta hallað sér aftur á meðan börnin sulla í lækn- um, fáklædd ef veður leyfir, annars bara í gamla góða pollagallanum og stígvélum.Morgunblaðið/ÞÖK Grábrók Næst þegar brunað er í gegnum Borgarfjörðinn á norðurleið er upplagt að stoppa við Grábrók og skokka upp á topp. Fullorðnir geta til dæmis farið í kapp við börnin. Eftir að allir eru búnir að hreyfa sig nóg er hægt að verðlauna fjölskylduna með hressingu í Hreðavatnsskála. Völundarhús Garðyrkjustöðin Engi í Laugarási hefur einbeitt sér að lífrænni ræktun í yfir tuttugu ár. Þar er líka að finna völundarhús úr ís- lenskum gulvíði, sem útbúið var vorið 2005 og þéttist með hverju árinu. Það er stórt, ríflega þúsund fermetrar að flatarmáli. Það er sérstaklega skemmtilegt að reyna að finna réttu leiðina inn að miðju en þar trónir útsýn- isturn úr timbri, sem er hand- hægur ef einhver skyldi villast. Völundargarðurinn er opinn föstudaga, laugardaga og sunnu- daga milli 12 og 18. Það sem eyk- ur enn á aðdráttarafl staðarins er grænmetismarkaðurinn sem haldinn er á sama tíma en þar er jafnan gott úrval af kryddjurtum. Morgunblaðið/Kristinn Dýragarður Dýragarðurinn Slakki í Laugarási er einn þessara staða sem er svo gaman að heimsækja. Í garðinum eru húsdýr, gæludýr og fuglar auk þess sem hægt er að leika sér og fara í minigolf eða setjast niður með ís. Á sumrin er opið alla daga frá 11 til 18. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.