Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 H ávaxinn maður stígur út úr bílnum. Með sítt, svart hár, bundið í tagl og voldugt skegg. Sannkölluð týpa. Það var hugmynd Ragnars Axels- sonar ljósmyndara að hittast á Sögusafninu vestur á Granda og hvort sem það var til- viljun eða ekki er varla hægt að hugsa sér betri stað. Það er eins og viðmælandinn sé að koma beint frá Örlygsstöðum – vígmóður en sæll eftir ærið dagsverk. Egill Örn Egilsson hefur ekki í annan tíma komið á Sögusafnið og má til með að taka hring með okkur í sýningarsalnum. „Rétt er það, ég ætti alveg heima hérna,“ segir hann sposkur á svip. Egill Örn nemur staðar hjá sagnaþul allra sagnaþula, Snorra Sturlusyni, og Ragnar er ekki lengi að grípa myndavélina. Egill Örn bregður á leik og setur sólgleraugun sín á Snorra sem tekur sig vel út. Eiginlega alveg fáránlega vel. Þessi fyrsti fundur okkar Egils Arnar á sér langan aðdraganda. Allmörg ár eru liðin frá því ég rak fyrst augun í dularfullt nafn á skjánum sem vakti forvitni mína. Var að horfa á þá miklu kempu Horatio Caine í CSI: Miami, einskonar Íslendingasagnahetju 21. aldarinnar, og fram kom að maður að nafni Eagle Egilsson hefði kvikmyndatöku með höndum. Þetta hlýtur að vera einhver Vestur-Íslendingur, hugsaði ég með mér. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Eagle Egilsson er enginn Vestur-Íslendingur, held- ur bara venjulegur reykvískur strákur úr Hvassaleitinu. Nokkru síðar komst ég á slóð Egils Arnar gegnum gamlan vin hans sem þá vann á Morgunblaðinu, Björn Þóri Sigurðsson, Bússa. Egill Örn var þá staddur í stuttu sumarfríi hér heima og ég hringdi í hann og ámálgaði viðtal. Egill Örn tók mér vel en kvaðst vera niðursokkinn, þyrfti að hitta marga á skömmum tíma, auk þess sem hann hefði aldrei farið í viðtal á Íslandi og hefði satt best að segja engan sérstakan áhuga á því. „Ég er frekar prívat maður,“ sagði hann. Eftir að hafa tekið sér stuttan um- hugsunarfrest, fyrir mín orð, sagði Egill pent nei. Tími til kominn Í þessu ljósi varð ég býsna undrandi þegar fyrirspurn spriklaði í pósthólfinu hjá mér einn morguninn á þessu vori, frá Ingvari Þórðarsyni kvikmyndaframleiðanda með meiru. „Viltu viðtal við Eagle Egilsson?“ Já, auðvitað. Hvar, hvenær? „Á morgun, hann er á landinu.“ Þetta lét ég ekki segja mér tvisvar og þegar við erum sestir niður á veitingastað Sögusafnsins spyr ég vitaskuld fyrst um þennan viðsnúning. Hvað hefur breyst, hvers vegna er Egill Örn til í viðtal núna? „Mér fannst bara tími til kominn. Ég er ekki mikið fyrir að hafa mig í frammi en núna þegar verkefni eru framundan hér heima fannst mér við hæfi að þjóðin fengi að kynnast mér aðeins betur,“ segir Egill Örn. Spurður um téð verkefni verst hann allra frétta. „Þetta eru tvö verkefni. Annað verður alfarið unnið hér heima og ég geri fastlega ráð fyrir að það muni vekja athygli þjóð- arinnar. Hitt kem ég með frá Bandaríkjun- um. Það er of snemmt að greina efnislega frá þessum verkefnum en það kemur að því.“ Egill Örn glottir út í annað enda veit hann Fór út til að segja sögur EGILL ÖRN EGILSSON, EÐA EAGLE EGILSSON EINS OG HANN KALLAR SIG, HEFUR STARFAÐ SEM KVIKMYNDATÖKUMAÐUR, LEIKSTJÓRI OG FRAMLEIÐ- ANDI Í LOS ANGELES Í ALDARFJÓRÐUNG. UNDANFARIN ÁR HEFUR HANN MEST UNNIÐ VIÐ SJÓNVARP, ÞÆTTI EINS OG THE WIRE, CSI-SERÍURNAR OG NIKITA. ÞRÁTT FYRIR GOTT GENGI VESTRA HEFUR EGILL EKKI LÁTIÐ MIKIÐ Á SÉR BERA OG VEITIR NÚ Í FYRSTA SKIPTI BLAÐAVIÐTAL Á ÍSLANDI. TILEFNIÐ ER VERKEFNI SEM HANN ER FARINN AÐ HUGA AÐ HÉR HEIMA EN EKKI MÁ UPPLÝSA UM AÐ SVO STÖDDU. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is „Sjónvarpið heillaði mig strax enda möguleik- arnir miklir. Á þessum tímapunkti hafði bandarískt sjónvarp af einhverjum ástæðum aldrei litið neitt sérstaklega vel út og það var spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í að breyta því,“ segir Egill Örn Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.