Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Qupperneq 43
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 rískt og íslenskt nafn. Þau tala ekki ís- lensku en eru í góðu sambandi við landið, munu til dæmis koma með mér hingað næst þegar ég kem, í sumar.“ Aftur að sjónvarpinu en þar hefur Egill Örn kynnst mörgu mætu fólki. Breski leik- arinn Idris Elba var ein skærasta stjarna The Wire en í lok þriðju seríunnar var hann skrifaður út úr þeim og persóna hans látin deyja. Að sögn Egils Arnar var Elba allt annað en sáttur við þær lyktir mála og furðaði sig á ákvörðun aðstandenda þátt- arins í samtali þeirra. „Hvers vegna eru þeir að drepa mig?“ segir Egill Örn og hermir með býsna sannfærandi hætti eftir leikaranum. „Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Þetta væri það besta sem fyrir hann gæti komið. Hann ætti eftir að verða miklu stærri. Og það hefur sýnt sig.“ Egill Örn stýrði kvikmyndatökum á sjö þáttum af The Wire og það spurðist hratt út enda nutu þættirnir geysilegra vinsælda. Árið eftir, 2005, var hann fenginn til að sjá um tæknibrellurnar í kvikmyndinni Flight Plan, þar sem óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster fór með aðalhlutverkið. „Það var mjög skemmtilegt verkefni.“ Sagði nei við Bruckheimer Sama ár kom síðan risastórt tækifæri. Sím- tal kom frá aðstandendum hinna vinsælu sakamálaþátta CSI: Miami en Egill Örn lét sér fátt um finnast í fyrstu enda hafði hann ekki séð þættina á þeim tíma. Framleiðand- inn sjálfur, Jerry Bruckheimer, einn valda- mesti maðurinn í bandarísku sjónvarpi, hafði horft á efni eftir Egil Örn og vildi ráða hann. „Ég sagði bara pent nei við Bruckhei- mer,“ segir Egill Örn hlæjandi. Skömmu síðar var kvikmyndatökustjóra þáttanna sagt upp störfum og þá sneri Bruckheimer sér aftur að Agli Erni sem lét til leiðast. Hann sér ekki eftir því. „CSI: Miami var mjög krefjandi verkefni enda hafði ég frjálsar hendur og breytti útliti þáttarins. Það var með allt öðrum hætti áð- ur en ég kom að verkefninu og leyfi ég mér að segja einstakt á þeim tíma. Eftir því var tekið.“ Egill Örn kveðst hafa hugsað þættina eins og hann væri að gera 30 sekúndna auglýs- ingu, hver rammi yrði að ríghalda áhorfand- anum. Hann sá fyrir sér ævintýraheim sem áhorfendur gætu glaðir dottið inn í eftir langan og strangan vinnudag í raunheimum. „Uppleggið var að þátturinn yrði klukkutíma flótti frá raunveruleikanum.“ Egill Örn var ekki búinn að vinna lengi við CSI: Miami þegar hann fékk eftirfarandi spurningu frá aðstandendum þáttanna: Viltu ekki leikstýra? „Hvers vegna?“ spurði hann. „Það er augljóst. Við sjáum hvernig þú vinnur,“ var svarið. Umdeild aðalpersóna Hann lét vitaskuld ekki segja sér það tvisv- ar, leikstýrði átta þáttum af CSI: Miami. Ekki nóg með það, Egill Örn varð líka fljót- lega einn af framleiðendum þáttanna. Fram- leiddi í það heila 59 þætti. CSI: Miami naut gríðarlegrar hylli og var um tíma einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í heimi. Aðalpersónan, rannsóknarlögreglu- maðurinn Horatio Caine, var þó alltaf um- deild enda leikin í nokkrum ýkjustíl af David Caruso. Sá stíll var ekki allra. „Það báru ekki allir virðingu fyrir aðalleikaranum, hann var í senn umdeildur og misskilinn. David Caruso er með fyndnari mönnum sem maður hittir og ætti að vera að gera kó- medíur,“ segir Egill Örn. Hann sagði skilið við CSI: Miami árið 2008 og hefur komið nálægt mörgum sjón- varpsþáttum síðan, aðallega sem leikstjóri. Má þar nefna Heroes: Destiny, Dark Blue, Chase, Arrow, Nikita, CSI: Crime Scene Investigation og Once Upon a Time. Nýjustu verkefnin eru Gotham, Hawaii Five-0, CSI: Cyber, sem sýndur hefur verið í meira en 150 löndum, og TURN: Wash- ington’s Spies, þar sem Íslendingnum Agli Erni var falið að móta kunna persónu, George nokkurn Washington. Það er til marks um virðinguna sem Egill Örn nýtur vestra að honum var fyrir nokkr- um árum boðið að gerast meðlimur í Am- erican Society Of Cinematographers, ASC. Það er stærsta viðurkenning og heiður sem kvikmyndatökumanni getur hlotnast. Þetta er elsta félagið í bransanum og þarna eru frægustu kvikmyndatökumenn sögunnar meðlimir, bæði fyrr og nú. Egill Örn er fyrsti Íslendingurinn sem verður meðlimur. ASC veitir árlega verðlaun, The ASC Aw- ards, þar sem veitt eru verðlaun fyrir bestu töku bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Egill Örn hefur verið tilnefndur til þessara verð- launa nokkrum sinnum og er sá eini sem hefur unnið fyrir þátt þar sem hann var bæði tökumaður og leikstjóri. Verður að vera einhver óvissa Sem fyrr segir kemur Egill Örn til með að vinna að verkefnum hér heima á næstu misserum og langar að gera meira af því í framtíðinni. Honum bauðst á sínum tíma að taka upp Game of Thrones hér á landi en var þá búinn að ráðstafa sér í annað. „Ég er yfirleitt bókaður meira en ár fram í tímann. Veit til dæmis núna hvar ég verð í mars á næsta ári. Ég er alltaf á ferð og flugi og hefði ég haldið upp á alla flugmiðana mína myndu þeir þekja heilan sal. Annars gæti ég þess að hugsa aldrei of langt fram í tímann. Það verður að vera einhver óvissa í lífinu.“ Egill Örn í essinu sínu á ströndinni í Hawaii vegna þáttanna Hawaii Five-O. Börn Egils Arnar og Denice Egilsson bera öll bæði íslensk og bandarísk nöfn. Egill Cole er elstur, þá kemur Ethan Örn, sem heldur utan um móður sína á myndinni, og yngst er Zoe Rós. Myndin er tekin á Laugaveginum í heimsókn fjölskyldunnar til Íslands á dögunum. Egill Örn segir David Caruso, aðalleikara CSI: Miami, vera mikinn höfðingja. Persóna hans í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum, Horatio Caine, var þó ekki allra. Egill Örn við tökur á bílaaugslýsingu. Búið er að klippa þakið af bílnum. Síðan er honum hent. Egill Örn ber hinum virta leikara Ted Danson vel söguna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.