Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Græjur og tækni Flest erum við háð netinu með einum hættieða öðrum. Það kæmi sér því illa ef lokað yrði fyrir netumferð á Íslandi. Það fór þó svo í Írak um síðustu helgi en þar í landi lok- uðu stjórnvöld fyrir netnotkun í landinu í rúma þrjá klukkutíma. Átæðan: Til að koma í veg fyrir að nemendur gætu svindlað á inntökuprófi í gagnfræðaskóla landsins. Enginn skal svindla! F rá því að maðurinn áttaði sig á því að alheimurinn væri stærri og flóknari en ein- göngu vistkerfi jarðarinnar höfum við spurt okkur hvort líf sé að finna á öðrum hnöttum. Áhug- inn er ekki eingöngu hjá hámennt- uðum vísindamönnum því hann má einnig finna í dægurmenningu bók- mennta, útvarpsleikrita, sjónvarps, kvikmynda og tölvuleikja þar sem settir eru fram heimar fullir áhuga- verðra lífvera frá ólíkum hnöttum. Nærtækast er að nefna framtíðar- sýn Gene Roddenberry, sem skap- aði Star Trek, en í hugarheimi hans mun mannkynið vinna saman með fjölda ólíkra samfélaga frá hinum ýmsu hnöttum að rann- sóknum og könnun í geimnum. Þá má ekki sleppa því að nefna Star Wars, ævintýraheim ólíkra mann- vera að berjast fyrir frelsi sínu og annarra. Raunveruleikinn virðist órafjarri þessum sköpunarverkum afþreyingargeirans og vísinda- skáldsagnahöfunda en er engu að síður vísbending um þekkingar- þorsta mannsins og áhugann á að finna líf á öðrum hnöttum. Finnst líf á Evrópu? Enn sem komið er höfum við ekki fundið líf á öðrum hnöttum en jörð- inni. Margir telja þó líklegt að finna megi líf á öðrum hnöttum í okkar eigin sólkerfi. Vísindamenn, m.a. hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, telja að mögulega geti leynst örverulíf eða einhvers konar bakteríur á t.d. Mars eða einu tungla Júpíter, Evrópu. Slík uppgötvun væri á engan hátt jafn spennandi og að hitta talandi og hugsandi geimverur en engu að síður væri um merkan viðburð í sögu vísinda að ræða enda ómögu- legt að segja fyrir hvað slíkur fundur gæti haft í för með sér. Stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson, sem flestir Íslend- ingar þekkja úr heimildarþáttunum The Cosmos, hefur verið ötull tals- maður þess að sent verði könnunarfar til Evrópu í þeim til- gangi einum að leita að lífi á tungl- inu en hann hefur m.a. bent á að finnist líf á Evrópu svari það ekki bara einni stærstu spurningu vís- indanna, þ.e. hvort við séum ein í alheiminum, heldur gæti það orðið til framþróunar í læknavísindum, efnafræði og auðvitað hvers konar náttúruvísindum og víðar. NASA sendir könnunarfar Draumur Tysons um að leita lífs á Evrópu gæti orðið að veruleika, en áætlun um að senda könnunarfar til hnattarins hefur verið samþykkt af NASA og gangi allt að óskum mun geimflaug skjóta könnunar- farinu á loft árið 2020. Geimfarið, sem verður ómannað, mun þó ekki lenda á hnettinum sjálfum heldur hringsóla um hann 45 sinnum og gera margs konar mælingar. Í kjöl- farið geta sérfræðingar NASA metið hvort ástæða sé til að gera frekari rannsóknir á hnettinum. Íslenskir vísindamenn eru ekki síður spenntir fyrir könnunarleið- angri NASA, en Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og for- maður Stjörnuskoðunarfélags Sel- tjarnarness, segir mögulegt að rannsóknir á Evrópu muni svara spurningunni um hvort líf sé að finna annars staðar en á jörðinni. „Evrópa er einn áhugaverðasti staður sólkerfisins. Hnötturinn er svipað stór og tunglið okkar og hefur að geyma meira vatn en jörðin. Það sem gerir Evrópu fyrst og fremst spennandi er vísbend- ingar um að undir íshellu hnattar- ins sé að finna saltvatnssjó,“ segir Sævar, en mælingar Galileo- geimfarsins, sem hringsólaði kring- um Evrópu ellefu sinnum á ár- unum 1995 og 2003, gaf vísbend- ingar um fljótandi vatn á plánetunni og einnig myndir sem náðust fyrir tveimur árum með Hubble-geimsjónaukanum. Af myndum hans að dæma er vatns- gufa yfir suðurpólssvæðum Evr- ópu. „Við teljum að á hafsbotni sé mögulega eldvirkni vegna öflugra flóðkrafta frá Júpíter og öðrum tunglum í nágrenni Evrópu. Þá er kominn grundvöllur fyrir líf, þ.e. bæði rennandi vatn og mikil orka. Hins vegar erum við ekki viss um hve þykk íshellan er og hún gæti þess vegna verið 50 eða 100 metrar á þykkt. Það sem gerir áætlaða för NASA til Evrópu spennandi er að könnunarfarið hefur alla möguleika til að svara mörgum spurningum sem brenna á vísindamönnum og verður búið betri tækjum en eldri geimför sem farið hafa framhjá Evrópu.“ Er líf á öðrum hnöttum? MANNKYNIÐ HEFUR LENGI SPURT SIG HVORT FINNA MEGI LÍF Á ÖÐRUM HNÖTTUM. NÚ ERU VÍSBENDINGAR UM AÐ FINNA MEGI LÍF ANNARS STAÐAR Í SÓLKERFINU OKKAR EN Á JÖRÐINNI. Vilhjálmur Andri Kjartansdon vilhjalmur@mbl.is Evrópa, þriðja stærsta tungli Júpíters, hefur mögulega að geyma líf undir íshellu á yfirborði hnattarins. NASA stefnir á að senda könn- unarfar til Evrópu árið 2020. Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness telur að rannsóknir NASA á tunglinu Evrópu geti skilað mikilvægum upplýsingum. Morgunblaðið/Golli Divergent Microfactories er lítið fyrirtæki í San Franc- isco sem tekist hefur að framleiða bíl með þrívíddar- prentun. Margir hafa spurt sig hvort og kannski sér- staklega hvenær framleiðsla muni hefjast að miklum hluta með þrívíddarprentun og nú virðist stórt skref hafa ver- ið tekið í þá átt. Bíllinn sem framleiddur var með þessari aðferð er með 90 prósentum léttari grind en sambæri- legir bílar og kemst í 100 km á klukkustund á 2,2 sek- úndum. Eigendur fyrirtækisins segja bílinn ekki bara léttari en sambærilega bíla heldur sé hann umhverfisvænni. „Það hversu léttur bíllinn er og sú staðreynd að hann er fram- leiddur allur á einum stað gerir bílinn einstaklega um- hverfisvænan,“ segir Kevin Czinger, forstjóri Divergent. Bíllinn, sem bæði lítur vel út og er hraðskreiður, hefur 700 hestafla vél undir húddinu og er einstaklega hrað- skreiður og lipur að sögn Czinger, sem ítrekar að fram- leiðsluaðferðin sé það sem mestu máli skipti. „Það er ekki nóg að velta því fyrir sér hvort bílar gangi fyrir jarð- efnaeldsneyti eða öðrum og umhverfisvænni orkugjöf- um. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig við stönd- um að framleiðslu þeirra. Í dag eru um tveir milljarðar bíla í umferð í heiminum en þeim mun fjölga í nærri sex milljarða á næstu áratugum. Við verðum því að horfa til umhverfisvænni framleiðslu eins og þrívíddarprentunar,“ segir Czinger. UMHVERFISVÆNNI FRAMTÍÐ Þrívíddarprentarar gætu leyst af hólmi flókin framleiðslukerfi. Þeytist um á prentuðum bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.