Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Allar framtíðir heimsins. Þannig mættiþýða metnaðarfulla yfirskrift aðalsýn-ingar 56. Feneyjatvíæringsins sem var opnuð í maí undir stjórn afríska sýning- arstjórans Okwui Enwezor. Tvíæringurinn er gríðarlega umfangsmikið ævintýri fyrir alla áhugamenn um lifandi listsköpun, sköpun sem er oft á tíðum krefjandi en yfirleitt forvitnileg og, þegar best tekst til, innblásin og hrífandi. Þar fyrir utan veitir heimsókn á tvíæringinn ágæta sýn yfir stefnur og strauma í myndlist samtímans. Mest áberandi er þó ætíð sjónar- horn þess sem setur saman aðalsýninguna, í meginskálanum á sýningasvæðinu Giardini, með hluta þjóðarskálanna um kring, og í gríðarmiklum sölum fyrrverandi vopna- geymslunnar Arsenale. Ekki vantar sýningarstjórann Enwezor metnaðinn til að varpa ljósi á framtíð heims- ins gegnum myndlistina, en því má ekki gleyma að skapandi listamenn bregðast ætíð við og endurspegla, á einhvern hátt, umhverf- ið og heiminn sem þeir byggja. Á aðalsýningunni eru verk 139 listamanna allsstaðar að, flestir starfandi í dag en inn á milli verk nokkurra sem horfnir eru af sjón- arsviðinu en sýningarstjórinn telur mikilvæga í samhenginu. Sumum rýnum finnst hópurinn of stór, verkin of mörg, en því er þessi skrif- ari ekki sammála. Gesturinn þarf bara að gefa sér góðan tíma, og mæta forvitinn og með opinn huga. Þrír dagar eru í raun lág- markstími til að taka inn aðalsýninguna og kjarna þjóðarskálanna, auk helstu hliðarsýn- inga. Átök og náttúruumræða Sú margbrotna heimssýn sem birtst í Allar framtíðir heimsins getur ekki kallast mjög björt, þráttt fyrir að inn á milli séu verk sem kitla fegurðartilfinninguna og jafnvel bjart- sýnispinnann. Má til að nefna upphafin mál- verk Chris Ofili, afríska innflytjendur syngja þýska þjóðsönginn á sínum eigin móður- málum í tilfinningaríku hljóðverki Emeka Og- boh eða fínleg myndverk Tiffany Chung frá Víetnam, en efniviðurinn er þar grafalvar- legur; þetta er einskonar kortagerðarlist þar sem byggt er á stöðum þar sem glæpir hafa verið framdir. Athygli vekur að fyrir miðju sýningar Enwezor er performans þar sem lesið er úr Das Kapital eftir Karl Marx, og marxísk hug- myndafræði er rótin að sumum verkanna, og þá gjarnan unnið með myndbandsmiðilinn. Félagslegt misrétti kemur víða við sögu, með upphafspunkt í sýningu á klassískum ljós- myndum Walkers Evans af bandarískum far- andverkamönnum kreppuáranna, sumir afr- ísku listamannanna fjalla um flóttafólk, eftir Rirkrit Tiravanija er sýnd mikil röð blýants- teikninga af óeirðum og mótmælum víða um lönd, og perúísk listakona, Teresa Burga, er á svipuðum slóðum í hluta sinna verka. Og efnahagshrunið kemur vissulega við sögu, til að mynda í innsetningu Thomasar Hirsch- horn, þar sem loft eins rýmisins virðist hrun- ið niður og allt er þakið pappírum með grísku letri, og við að skoða flennistórar ljósmyndir Andreas Gursky, af æðinu í kauphöllum and- spænis verksmiðjufólki að vefa körfur í Asíu, hvarflar hugurinn að ólíkum aðstæðum fólks. Þótt myndbandsmiðillinn sé áberandi er klassísk teikning það ekki síður og nota margir listamannanna teikninguna hugvits- samlega. Til að mynda hin rússneska Olga Chernysheva sem dregur hversdagslegar að- stæður í heimalandinu upp á æði írónískan hátt. Og ástand náttúrunnar er umfjöllunarefni margra, til að mynda í verkum hins látna Roberts Smithson, sem fá gott rými, og áhrifamiklu og vinsælu myndbandsverki Johns Akomfrah frá Gana en þar er til að mynda sýnt frá hvalveiðum við Ísland. Á sýningunni birtast verk eftir marga kunnustu samtímalistamennina; til að mynda úrval áhrifaríkra neonverka eftir Bruce Nauman, sterk myndbandsverk eftir Carsten Höller, málverkaröð Marlene Dumas af haus- kúpum, málverk eftir Ellen Gallagher, inn- setning eftir Hans Haacke og röð flenn- istórra sjálfsmynda eftir Georg Baselitz – vitaskuld á hvolfi og finnst sumum það vera með því besta en öðrum það versta. Svona eru skoðanir skiptar og það er eitt af því sem gerir tvíæringinn jafn áhugaverðan og raun er á. Og aðalsýningin, sem hér hefur verið rétt tæpt á, er afar forvitnileg, margir fínir listamenn eru kynntir til sögu og flest verk njóta sín vel. Kraumandi sköpunargleði Aðalsýningin lýtur einni stjórn, einni sýn, en svo eru allir þjóðarskálarnir, í Giardini, við Arsenale-skemmurnar og út um borgina. Í þeim birtist fjölbreytileiki myndlistarlífsins eins og hann verður hvað auðugastur. Sumir skálarnir eru afar vel lukkaðir, aðrir vekja minni áhuga, eins og gengur. Skálar Frakka (þar sýnir Céleste Boursier-Mougenot tré sem hreyfist og hlýða gestir á það), Úrú- gvæja (örlágmyndir Marcos Maggi) og Kan- BOÐIÐ TIL MARGRA DAGA MYNDLISTARVEISLU Enginn dauði í Feneyjum Þjóðarskáli Armena fékk Gullna ljónið. Hann er í armensku klaustri á smáeynni San Lazzaro í Fen- eyjaflóa og listamennirnir eru allir armenskrar ættar. Hér er myndbandsverk Ninu Katchadourian. Fiona Hall fjallar um umhverfismál á fjölbreyti- legan og beittan hátt í ástralska skálanum. Hér teiknar hún íslenskan mosa á gamla seðla. Margir listamenn tvíæringsins beita teikningu, á margbreytilegan hátt. Á aðalsýningunni er mikil röð teikninga Rirkrit Tiravanija af mótmælum. Svona birtist sýningin í íslenska skálanum, Mosku Christophs Büchel, gestum: sem til- skipun yfirvalda á kirkjudyrum um lokun. Þegar gægst er á glufu á vegg í margbrotnum ítalska skálanum blasir þar við innsetning Va- nessu Beecroft með rústum og kvenstyttum. Hljóðlátur skáli Kýpur úti í borginni er einn af þeim betri; hér hefur herbergi verið hálffyllt tættum kýpverskum seðlum; eftirmál hruns. FJÖLBREYTILEIKINN ER MIKILL Á FENEYJATVÍÆRINGNUM, NÚ SEM ENDRANÆR. Á UMFANGSMIKILLI AÐALSÝNINGUNNI ER SJÓNUM BEINT AÐ FRAMTÍÐ JARÐAR, MEÐ VERKUM VÍÐFRÆGRA SEM MINNA ÞEKKTRA MYNDLISTARMANNA SEM FJALLA MÖRG HVER UM ÁTÖK OG UMHVERFISMÁL. Í ÞJÓÐARSKÁLUNUM KENNIR LÍKA ÝMISSA GRASA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.