Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Það er búið að vera bara ágætt. Það skiptist á gott og slæmt. Ég hefði viljað fá meiri hita og geta farið meira í sólbað. Helga Rut Sæmundardóttir Eins og þið sjáið er það bara mjög gott. Þeg- ar sumardagurinn fyrsti kemur fer ég bara í stuttbuxur og er í þeim yfir sumartímann. Guðjón Þór Mathiesen Það hefði mátt vera betra. Það er búin að vera leiðindarigning og ég hefði viljað meiri sól. Ég hafði svosem ekki miklar væntingar, það er búið að vera leiðinlegt í allan vetur. Ylva Rós Þorleifsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég verð hér á landi í rúman mánuð og finnst veðrið mjög gott. Ég er fæddur í október í landinu mínu, Lettlandi, og þar er veðrið allt- af svona í október. Neimantas Morgunblaðið/Kristinn SPURNING VIKUNNAR: HVAÐ FINNST ÞÉR UM VEÐRIÐ Í SUMAR? Guðmundur Ingi Þor- valdsson, framkvæmda- stjóri Tjarnarbíós, hefur það að markmiði að gera Tjarnarbíó að lifandi heimili sjálfstæðra sviðslista. Á næsta leikári verða frum- sýndar 13 sýningar í Tjarn- arbíói, þar af átta ný íslensk leikrit. Menning 48 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Kristinn Forsíðumyndina tók RAX Feneyjatvíæringurinn er umfangsmikið æv- intýri fyrir alla áhugamenn um lifandi listsköpun. Sumir skálarnir eru vel lukkaðir en aðrir vekja minni athygli. Menning 44 Safakúrar af ýmsum toga njóta mikilla vin- sælda um þessar mundir en hverjir eru meintir kostir þeirra og hvernig líður manneskju eftir að hafa lifað á fljótandi fæði í nokkra sólarhringa? Er það yfirhöfuð hægt? Heilsa og hreyfing 16 Útivinnandi mæður eru líklegri til að ala upp dætur sem gengur betur í vinnu og syni sem taka meiri þátt í uppeldi og heimilisstörfum en börn heimavinnandi mæðra, að því er segir í nýlegri ritgerð við Harvard Business School. Fjölskyldan 31 Gunnar Ragnarsson er annar söngvarinn í Grísalappalísu, sem er ein þeirra hljómsveita sem spila á ATP Iceland-tónlistarhátíðinni í ár. Hljómsveitin mun spila á ókeypis tónleikum á Kex hosteli næstkomandi miðvikudags- kvöld, 8. júlí, og troða upp á hátíðunum LungA og Eistnaflugi í sumar. GUNNAR RAGNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Hvað ertu að gera í þessum samfestingi? Ég er að háþrýstiþvo blokkirnar hérna við KR-völlinn. Þegar ég er ekki að syngja í rokkhljómsveit háþrýstiþvæ ég stundum byggingar fyrir Berglindi ehf. Við Baldur, sem er hinn söngvarinn í Grísalappalísu, mundum oft byssurnar saman í vinnunni. Hvað er Grísalappalísa? Við erum rokkhljómsveit skipuð sjö tón- listarmönnum á þrítugsaldri úr Reykjavík. Við erum búnir að gefa út tvær plötur og tvær sjö- tommur. Ali hét fyrsta platan, sem kom út árið 2013, og þar á eftir Rökrétt framhald, sem kom út í fyrra. Við leggjum áherslu á að semja texta á íslensku og vera svolítið pönkaðir á því. Hvað merkir titill hljómsveitarinnar? Hljómsveitin er nefnd eftir laginu Grísalappalísu eftir Meg- as. Það er á plötunni Drögum að sjálfsmorði, uppáhaldsplötu okkar Baldurs. Þegar við vorum niðurlútir að drekka fyrir nokkrum árum – áður en við stofnuðum hljómsveitina því nú er- um við alltaf svo glaðir – vorum við alltaf að hlusta á Drög að sjálfs- morði. Hvernig tónlist spilið þið? Við erum með svolítinn geðklofa hvað það varðar. Þetta er kannski rokktónlist með aðferða- og fagurfræði pönksins að leiðarljósi. Fyrir alla í hljómsveitinni er mjög mikið frelsi fólgið í Grísalappalísu. Allt má flakka, við tökum okkur ekki of alvarlega og flækjumst til og frá í stílum og áhrifum. Til dæmis eru tvö lög á nýjustu plötunni þar sem við höfum Bruce Springsteen fastlega í huga og annað lag sem heitir Þurs, því þar kemur kafli sem minnir mjög á Þursaflokkinn. Hverjir eru bestu tónleikar sem þið hafið haldið? Þeir eru svo margir, maður. Við fórum í tónleikaferð um landið í fyrra sem við kölluðum Gríslandstúrinn. Við ætlum að gefa út „live“ plötu með upptökum af honum. Ef ég þyrfti að nefna eitthvað eitt var sá túr alveg sérstaklega eftirminnilegur. Hvernig hefur ykkur litist á ATP í ár? Ótrúlega vel. Þetta er langbesta dagskrá sem ég hef vitað af á tónlistar- hátíð á Íslandi. Við erum fáránlega sáttir við þetta, bæði að spila og sjá hina tónlistarmennina. Hver eru stærstu nöfnin í ykkar augum? Þessi stóru frægu nöfn eru náttúrlega flott en síðan er svo margt í boði. Belle and Sebastian og Iggy Pop voru bæði á fimmtudeginum en þetta er ekki eins og á Secret Solstice-hátíðinni þar sem allt þetta stóra var á einu kvöldi og ekk- ert í gangi hina dagana. Á ATP horfir maður á dagskrána og sér að það er bara ennþá meiri snilld kvöldin sem eftir eru. Ég var spenntur fyrir nöfnum eins og Lightning Bolt, Swans, Ice Age og ótrúlega mörgu fleiru. Munda byssurnar og eru pönkaðir á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.