Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 33
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Ég trúi því að líf sé víða að finna í alheiminum, kannski ekki allt saman vits-munaverur en þó segja margir að slíkt líf eigi enn eftir að þróast á jörðinni.Stephen Hawking Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Bandaríska eldflauga- og geim- rannsóknarfyrirtækið SpaceX varð fyrir því óláni að eldflaug þeirra af gerðinni Falcon 9 sprakk og hrapaði á ferð sinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Elon Musk, eigandi og stjórn- arformaður fyrirtækisins, segir að eldflaugin hafi bilað á fyrsta stigi flugsins en bilun í súrefn- istanki flaugarinnar olli því að flugið mistókst og sprenging varð í eldflauginni. Atvikið átti sér stað í um 45 km hæð. Í eld- flauginni voru m.a. rannsókn- artæki og vistir fyrir geimfara Al- þjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er í 19. sinn sem Falcon 9-flaug er skotið á loft og fyrsta mis- heppnaða skotið. GEIMFERÐIR GETA VERIÐ HÆTTULEGAR Bilun í súrefnistanki AFP Breska fyrirtækið Steeper Group hefur þróað full- komna gervihendi, sem minnir helst á eitthvað sem við erum vön að sjá úr vísindaskáldsögum en í raun- veruleikanum. Höndin er samansett úr 337 vél- rænum þáttum og herma þeir eftir mannlegum hreyfingum handarinnar. Ekkert er sparað til, en fyr- irtækið sækir m.a. í tækni Formula 1 og notar bæði dýra og sjaldgæfa málma og önnur efni til að gera höndina raunverulegri við snertingu og ending- argóða. Höndin eða gervilimurinn nefnist The Be- Bionic og notast við skynjara sem nema vöðvahreyf- ingu í handlegg viðkomandi og bregðast við með viðeigandi hætti. Nicky Ashwell er með þeim fyrstu sem nýtt hafa gervihöndina frá Steeper Group, en hún er 26 ára gamall Breti sem hefur aldrei stigið á hjól á ævinni. Með nýju gervihöndinni gat hún í fyrsta sinn upplifað það sem við flest hin tökum sem sjálfsögðum hlut, þ.e. að geta hjólað milli staða án nokkura vankvæða. „Hreyfingar gervihandarinnar eru orðnar nátt- úrulegri fyrir mér og ég á auðveldara með að stjórna henni. Þetta hefur breytt lífi mínu og nú get ég t.d. haldið á töskunni minni á sama tíma og ég held í höndina á kærastanum mínum,“ segir Ashwell. GERVIHÖND SEM NEMUR HREYFINGU VÖÐVA Næsta stig gervilima Enn eitt stökkið í tækni- og tækjaþróun sem hjálpar fólki að endurheimta hreyfigetu og bæta daglegt líf. Það styttist óðum í komu Martys McFlys en samkvæmt annarri Back to the Future-myndinni kemur hann 21. október 2015 úr fortíðinni eða öllu heldur frá 1985. Það sem kannski helst stendur upp úr heimsókn hans í myndinni er svifbrettið fræga en McFly var sérstaklega fær á hjólabrettinu og fljótur að tileinka sér eiginleika svifbrettisins þegar hann heinsótti framtíðina. Höfundar myndarinnar sáu ekki fyrir tilkomu netsins eða snjall- síma en að sama skapi hefur tækniheiminum ekki tekist að gera svifbretti. Á því gæti þó orð- ið breyting því Lexus af öllum fyrirtækjum hefur hannað og smíðað svifbretti sem virkar en hyggur þó ekki á fjöldafram- leiðslu. „Það virkar bara þegar það myndar sterkt segulsvið og til þess þurfum við fljótandi köfn- unarefni til að kæla svokallaða of- urleiðara í brettinu. Það er því hvergi nærri þeim svifbrettum sem eru í myndinni og fer því ekki í almenna sölu,“ segir Mark Templin, aðstoðarforstjóri Lexus. Fyrsta svifbrettið ÞAÐ STYTTIST Í AÐ MARTY MCFLY HEIMSÆKI OKKUR EN HANN KEMUR ÚR FORTÍÐINNI, 1985, Í STUTTA HEIMSÓKN TIL 2015. Lexus tókst fyrst af öllum að hanna og smíða svifbretti líkt því sem finna má í kvikmyndinni Back to the Future. Japanska tæknifyrirtækið Aldebaran hefur sett á mark- að vélmennið Pepper. Segja má að það eitt og sér sé merkilegur áfangi enda umgengni við vélmenni ekki hluti af daglegu lífi okkar flestra. Það sem gerir vél- mennið Pepper enn áhugaverðara er hæfileiki þess til að greina tilfinningar okkar. Verkfræðingar Aldebaran segja tæknina á bak við til- finningagreind Peppers byggjast á greiningartækjum sem greina m.a. líkamstjáningu fólks, andlitsdrætti og almenna tjáningu okkar, bæði tóninn í röddinni og orðaval. Þannig metur Pepper það tilfinningalega ástand sem við erum í og aðlagar sig að því t.d. með því að reyna að kæta okkur þegar við erum sorgmædd eða spila uppáhaldslagið okkar þegar við erum leið. Hönnuðir Pepper segja hann málglaðan og hafa mik- inn áhuga á að kynnast fólki. Þá verður hæfileiki hans til að greina tilfinningar betri eftir því sem fólk hefur meiri samskipti við Pepper. Eins og stendur talar Pep- VÉLMENNI SEM SKILUR TILFINNINGAR Pepper veit hvernig þér líður Vélmennið Pepper greinir tilfinningar fólks og bregst við. per bara japönsku, ensku, spænsku og frönsku en ekk- ert stendur í vegi fyrir að hægt verði að kenna vél- menninu fleiri tungumál í framtíðinni. Núna er bara spurning hvenær vélmenni á borð við Pepper verða hluti af fjölskyldunni og fara út að ganga með hundinn, passa börnin og taka til og elda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.