Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakkerð lög og flakk *Á ferðalögum fer ekki alltaf allt eftir þínuhöfði og er eitt besta ferðaráðið einfaldlegaað sýna þolinmæði. Annað ráð er að vaknasnemma á ferðalögum. Þá eru oft færri ferða-menn á stjái og morgunbirtan er góð fyrirmyndatökur. Þriðja ráðið er að hafa með sérléttan klút eða trefil. Hann mun koma sér vel í flugvélum eða á svölum kvöldum. Hann get- ur einnig varið þig fyrir brennheitri sólinni. Þrjú góð ráð fyrir ferðalanga B orgin iðar af menningu yf- ir sumarið en í júlí stend- ur yfir grínhátíð sem nefnist „Just for laughs“ og má þá finna viðburði tengda leiklist og uppistandi út um allan bæ. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hátíðin í ár stendur frá 8. til 28. júlí og er því tilvalið fyrir þá sem leggja leið sína þangað fljótlega að kaupa sér miða á einhverja sýninguna og hlæja í fríinu. Loftfimleikar og Formúlan Á hverju sumri um mánaðamót júní/júlí stendur yfir djasshátíð þar en fyrir þá sem vilja eitthvað meira krassandi er Formúla 1- kappakstur þar þrjá daga í júní á ári hverju. Ekki má missa af sýn- ingu hjá Cirque du Soleil en loft- fimleikarnir þeirra eru ógleyman- legir hverjum sem upplifa. Fyrir ungu kynslóðina er tívólí í borg- inni sem ber nafnið LaRonde og státar af tíu rússíbönum svo eitt- hvað sé nefnt. Mikill munur á árstíðum Borgin skartar fallegum bygg- ingum enda er elsti hluti borg- arinnar frá því um miðja 17. öld. Gaman er að rölta um gamla bæ- inn og setjast svo inn á veitinga- hús sem eru fjölmörg og fjöl- breytt. Mikill munur er á veðrinu eftir árstíðum; á sumrin fer hitinn yfir 25 gráður en niður í 15 stiga frost á veturna. Veturnir eru ansi harð- ir frá nóvember fram í mars. Þá er um að gera að skella sér á skíði en stutt er í fjöllin í Mont Tremblant en þangað er eins og hálfs tíma keyrsla frá borginni. Þar er dásamlegt að skíða og brekkur við allra hæfi. Bærinn er lítill og sætur og þar má finna góð veitingahús og hótel. Gott er að setjast inn og fá sér heitt kakó að loknum góðum skíðadegi. Fallegar kirkjur prýða borgina og eru sumar mörg hundruð ára gamlar eins og Notre Dame-kirkjan á Place d’Armes. FRANSKA BORGIN Í NORÐRI Hátíð hláturs á sumrin MONTREAL HEFUR EVRÓPSKT YFIRBRAGÐ ENDA TÖLUÐ ÞAR FRANSKA Á HVERJU GÖTUHORNI. BORGIN STÁTAR AF BLÓMLEGRI MENNINGU OG GÓÐU VEÐRI Á SUMRIN EN ÍSKULDA Á VETURNA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Montreal er höfuðborgin í Quebec-héraði í Kanada og er önnur stærsta borgin á eftir Toronto, með rúmlega fjórum milljónum íbúa. Hún er níunda stærsta borg Norður-Ameríku. Franska er opinbera tungumálið og er hún töluð af 68% íbúana sem búa í borginni en langflestir tala bæði frönsku og ensku. Montreal er önnur stærsta frönskumælandi borg í heimi á eftir París. Borgin hét upphaflega Ville-Marie, eða borg Maríu, en heitir nú eftir Mount Royal, þremur tindum sem eru í miðri borg en fjall- ið hét á miðaldafrönsku Mont Réal. Vinsæl- asta íþróttin er íshokkí. Montreal er miðstöð viðskipta, fjármála, tækni, hönnunar, menn- ingar, túrisma og kvikmyndagerðar, svo eitt- hvað sé nefnt. Miklar frosthörkur eru þar á veturna en sumur heit. Blómleg menning og gamlar byggingar setja svip á borgina. Á veturna flýja margir borgina og skíða í Mont Tremblant sem er eins og hálfs tíma keyrsla frá Montreal. NÆSTSTÆRSTA BORG KANADA Hét Ville-Marie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.