Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 49
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Berglind María Tóm- asdóttir þverflautuleikari flytur tónlist eftir Telemann, Saariaho, Þorkel Sigur- björnsson og sjálfa sig á stofu- tónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. 2 Anna Jónsdóttir sópran- söngkona heldur tónleika í Vatnshelli á Snæfellsnesi í dag, laugardag, kl. 17. Þar syngur hún íslensk þjóðlög eins og andinn blæs henni í brjóst og segir frá lögum og ljóðum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hennar sem nefnist Uppi og niðri og þar í miðju. 4 Bæjarhátíðin Írskir dagar er haldin á Akranesi um helgina. Í dag, laugardag, verður rauðhærðasti Íslend- ingurinn valinn, en í kvöld leika m.a. Bubbi og Dimma, Friðrik Dór og Salka Sól. Keppt verður í bryggjugolfi, dorgveiðikeppni, sandkastalakeppni. 5 Æsa Sigurjónsdóttir list- fræðingur leiðir gesti um sýninguna Samspil − Sig- urjón Ólafsson & Finn Juhl á morgun, sunnudag, kl. 15 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Ásamt Birgittu Spur er Æsa sýningarstjóri og hefur hún rannsakað áður ókönnuð tengsl milli þessara tveggja listamanna og ritað um það grein í sýningarskrá. 3 Bandaríski saxófónkvartettinn Four kemur fram á Jómfrúnni í dag, laugardag, kl. 15. Four skipa Mark Watkins á sópran- og altsaxófón, Ray Smith á altsaxó- fón, Sandon Mayhew á tenórsaxófón og Jon Gudmundson á barítón- saxófón. Aðgangur er ókeypis. MÆLT MEÐ 1 sonar. Þar vinna Jenný Lára Arnórsdóttir og Jóel Sæmundsson sviðsverk upp úr viðtölum sem þau hafa tekið við fólk sem valdið hefur banaslysum ölvað.“ Af öðrum nýjum verkum nefnir Guð- mundur Ingi Láttu bara eins og ég sé ekki hérna úr smiðju Hannesar Óla Ágústssonar sem sett er upp í samvinnu Sóma þjóðar og Óskabarna ógæfunar og sýnt verður í óhefð- bundnum rýmum. Einnig nefnir hann dans- verkið Bríeti sem samið er til heiðurs Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu. Loks má nefna að síðasta stóra frumsýning leik- ársins verður klassíska leikritið Galdra- Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson í meðförum leikhópsins Sóma þjóðar sem frumsýnt verð- ur í maí 2016. „Síðasta leikár var mjög gott, fjölbreytt og skemmtilegt. Þótt það sé ekki endanlegur mælikvarði á gæði þá duttu margar Grímu- tilnefningar í hús og við fengum Grímuverð- laun. En ekki síður var ég ánægður með að geta boðið upp á slatta af öðruvísi sýningum, danssýningum og leikverkum sem fóru með fólk út um allt hús,“ segir Guðmundur Ingi þegar hann er beðinn að horfa um öxl og leggja mat á nýliðið leikár, en hann tók sem kunnugt er við starfi framkvæmdastjóra Tjarnarbíós í ársbyrjun 2014. Orðið rándýrt tómstundagaman „Í sumar gengur Tjarnarbíó úr gamla hamn- um og mun heilsa bæði listamönnum og áhorfendum með stórbættri aðstöðu hinn 1. ágúst,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að fyrir breytingu hafi aðeins verið um 70 góð sæti í húsinu þar sem sjónlínur af svölum hússins voru ekki ákjósanlegar. „Við breyt- inguna fjölgar góðum sætum í rúm 180. Á sama tíma verður ljósabúnaður bættur og klárað að setja upp „drapperingar“ um sviðið sem gera það að verkum að Tjarnarbíó verð- ur flottasta „black box“-leikhús landsins,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að góður tæknibúnaður sé forsenda þess að skiptingar milli listahópa á sviðinu gangi snurðulaust fyrir sig, en á sl. leikári sýndu 60 listahópar sýningar sínar í Tjarnarbíói. Líkt og síðustu misseri verður boðið upp á klippikort sem fleiri en einn getur notað í einu, en sem dæmi má nefna að 10 skipta kort kostar fram til 1. september 20 þúsund kr. en hækkar eftir það í 25 þús. kr. „Aðal- markmið okkar er að fylla húsið. Við viljum frekar geta verið með fullan sal af fólki þar sem sætið kostar 2.000 kr. en kýla upp verð- ið og sýna fyrir hálffullum sal þar sem sætið kostar t.d. 5.000 kr.,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að stærstu klippikortin hafi notið mikilla vinsælda í fyrra, en einnig er hægt að fá klippikort með fjögur og sex klipp. „Það er orðið rándýrt tómstundagaman fyrir fjölskyldur að fara í leikhús og því viljum við leggja okkar af mörkum til þess að gera sviðslistir aðgengilegar sem flestum óháð fjárhag,“ segir Guðmundur Ingi að lokum. Morgunblaðið/Kristinn „Við munum frumsýna a.m.k. eina stóra sýningu í fullri lengd í hverjum mánuði allan veturinn að janúar und- anskildum,“ segir Guðmundur Ingi. 16. Að henni lokinni verður gengið í fylkingu í Víkurkirkjugarð þar sem blómsveigur verð- ur lagður til minningar um Geir Vídalín sem þar var jarðsettur. Á sama tíma mun fulltrúi íslenska sendiráðsins í London leggja blóm- sveig að leiði Ebenezers Henderson. Að því loknu verður gengið niður í Aðalstræti 10 þar sem Biblíufélagið var stofnað,“ segir Ragnhildur og tekur fram að allir séu vel- komnir. „Aðalhátíðin okkar verður síðan laugardaginn 29. ágúst kl. 14 í Hallgríms- kirkju þar sem boðið verður upp á hátíðar- dagskrá í tali og tónum,“ segir Ragnhildur og bendir á að á vefnum biblian.is sé hægt að nálgast allar nánari upplýsingar um við- burðadagskrá afmælisársins auk þess sem félagið er á Facebook. Sýningin í Þjóðminjasafninu stendur fram í september, en þá verður að sögn Ragnhild- ar opnuð enn stærri biblíusýning á Lands- bókasafninu. „Alls liggja fyrir ellefu útgáfur biblíunnar á íslensku og þær verða allar til sýnis á Landsbókasafninu,“ segir Ragnhildur og bendir á að markmiðið sé að gera flestar þeirra aðgengilegar á vefnum biblian.is með tíð og tíma. „Sem stendur eru þrjár útgáfur biblíunnar aðgengilegar á vefnum okkar og sú fjórða bætist við næsta vetur. Þar er nú þegar hægt að nálgast Guðbrandsbiblíu frá árinu 1584 á nútímaíslensku sem og útgáf- una frá 1981 og 2007. Í nóvember bætist Viðeyjarbiblía frá 1841 síðan við í stafrænu formi. Það væri draumur að hafa allar út- gáfur biblíunnar á stafrænu formi á netinu þar sem þær væru öllum aðgengilegar.“ silja@mbl.is Þorbjörg Gunnarsdóttir sýningarstjóri með nokkrum dýrgripum sýningarinnar. Á sýningunni getur að líta gömul prentmót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.