Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 45
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Annað hvert sumar er sannkölluð mynd- listarveisla í Feneyjum og full ástæða til að hvetja fólk sem nýtur þess að láta örva skilningarvitin að koma þá við í þessari fögru borg, rölta um og skoða sýningar í nokkra daga. Samhliða hinum formlega Feneyjatvíæringi, með sýningum í skálum í garðinum Giardini, hinni gömlu hergagna- geymslu Arsenale, og slatta af allrahanda þjóðarskálum úti í borginni, eru opnaðar fjölbreytilegar myndlistarsýningar í söfn- um, höllum og görðum. Sumt af því er fyr- irsjáanlegt en annað býsna gott og nokkr- ar sérsýninganna eru frábærar. Sú sýning sem flestir hrífast af er Pro- portio, ævintýraleg framsetning allra- handa myndlistarverka, bóka, húsamódela, leikmynda, hins og þessa, frá ólíkum tím- um, í Palazzo Fortuny. Verkunum er kom- ið fyrir í fyrrverandi húsakynnum aðals- fólks og tengjast gegnum pælingar um hlutföll. Í Palazzetto Tito er sýning á 14 nýjum málverkum Turner-verðlaunahafans Peter Doig (f. 1959) sem er einn virtasti málari samtímans. Þetta eru fersk og hríf- andi málverk og hefur sýningin hlotið mik- ið lof rýna. Í annarri höll, Palazzo Falier við Canal Grande, eru ný verk eftir írska mál- arann Sean Scully (f. 1945) og fara einnig frábærlega í þessum flúruðu húsakynnum. Í samtímalistasafninu í Ca’ Pesaro er fín sýning með málverkum og skúlptúrum Cy Twombly (1928-1911) og í hertogahöll- inni við Markúsartorgið kemur sýning á málverkum franska naívistans Henri Ro- usseau (1844-1910) á óvart. Þeim er stillt upp með verkum ýmisa samtímamanna hans og setja sýningarstjórarnir þau í for- vitnilegt samhengi. Á sýningunni Proportio er stillt saman afar fjölbreytilegum verkum allrahanda listamanna á hugvitsamlegan hátt. Fyrir miðju er verk El Anatsui sem hlaut Gullna ljónið á tvíæringnum. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölbreytilegar myndlistar- sýningar víða í borginni Sex tilkomumiklum skúlptúrum bandarísku listakonunnar Ursula von Rydingsvard hefur verið komið fyrir á fallegri sérsýningu. Hinn kunni gagnrýnandi Arthur Danto sagði írska málarann Sean Scully tilheyra „stysta stuttlistanum yfir mestu málara samtímans“. Gagnrýnandi The Financial Times segir „gæðin leka af verkum“ Peters Doig á sýningunni á þeim í einni Feneyjahöllinni og sé hann ótvírætt einn af risum samtímalistarinnar. MARGSKONAR GLAÐNINGUR FYRIR SKILNINGARVITIN adamanna (innsetning hópsins BGL) í Giar- dini eru allir vel lukkaðir, gríðarlega ólíkir, og óhætt er að bæta við metnaðrfullri sýn- ingu hinnar áströlsku Fionu Hall en hún vinnur með misnotkun manna á auðlindum jarðar. Falleg sýning Hermanns de Vries í hollenska skálanum fjallar einnig um náttúr- una, á fínlegan en þó beittan hátt, og í sam- sýningu þekktra listamanna frá ýmsum lönd- um í skála Aserbaídsjan, úti í borginni, er ástand heimsins einnig undir. Þar nærri eru hljóðlátari en ekki síður áhugaverðir skálar Kýpur (Christodoulos Panayiotou) og Eist- lands (Jaanus Samma) og við Arsenale er stór þjóðarskáli gestgjafanna, Ítala, og þeir hafa boðið mörgum listamönnum að sýna og á hver að kallast á við einn tiltekinn meg- instraum í samtímalist þjóðarinnar. Þar eru áhugaverð verk listamanna á borð við Va- nessu Beecroft, Mimmo Palladino og Claudio Parmiggiani (sem gerði vitann við Sand- skeið), einskonar smámyndaútgáfa af að- alsýningu, en þannig er tvíæringurinn, kjarn- ar hér og þar, og svo ótal margt sem ekki hefur verið minnst á, hugmyndir á reiki, ólík- ar úrvinnslur, en allsstaðar kraumandi sköp- unargleði, hugmyndir að fá útrás og gestir að upplifa og njóta. Sannkölluð veisla. Hermann de Vries er fulltrúi Hollendinga á Feneyjatvíæringnum og fjalla verkin á heildstæðri sýningunni á einlægan og fal- legan hátt um náttúruna og umheiminn, þar sem efniviðurinn er meðal annars plöntur frá Feneyjum og teikningar sem listamaðurinn vann í ýmsum löndum. Morgunblaðið/Einar Falur Joan Jonas er fulltrúi Bandaríkjanna og fékk náttúrutengd innsetning hennar, með myndböndum og teikningum, sérstaka viðurkeningu tvíæringsins. Kveikja verkanna var setning eftir Laxness. Í skála Aserbaídsjan, í gamalli höll við Canal Grande, er samsýning fjölþjóðlegs hóps fólks sem allt fjallar á beittan hátt um umhverfismál. Stórar ljósmyndir Hollendingsins Bas Princen vekja athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.