Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 45
5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Annað hvert sumar er sannkölluð mynd-
listarveisla í Feneyjum og full ástæða til að
hvetja fólk sem nýtur þess að láta örva
skilningarvitin að koma þá við í þessari
fögru borg, rölta um og skoða sýningar í
nokkra daga. Samhliða hinum formlega
Feneyjatvíæringi, með sýningum í skálum í
garðinum Giardini, hinni gömlu hergagna-
geymslu Arsenale, og slatta af allrahanda
þjóðarskálum úti í borginni, eru opnaðar
fjölbreytilegar myndlistarsýningar í söfn-
um, höllum og görðum. Sumt af því er fyr-
irsjáanlegt en annað býsna gott og nokkr-
ar sérsýninganna eru frábærar.
Sú sýning sem flestir hrífast af er Pro-
portio, ævintýraleg framsetning allra-
handa myndlistarverka, bóka, húsamódela,
leikmynda, hins og þessa, frá ólíkum tím-
um, í Palazzo Fortuny. Verkunum er kom-
ið fyrir í fyrrverandi húsakynnum aðals-
fólks og tengjast gegnum pælingar um
hlutföll. Í Palazzetto Tito er sýning á 14
nýjum málverkum Turner-verðlaunahafans
Peter Doig (f. 1959) sem er einn virtasti
málari samtímans. Þetta eru fersk og hríf-
andi málverk og hefur sýningin hlotið mik-
ið lof rýna. Í annarri höll, Palazzo Falier við
Canal Grande, eru ný verk eftir írska mál-
arann Sean Scully (f. 1945) og fara einnig
frábærlega í þessum flúruðu húsakynnum.
Í samtímalistasafninu í Ca’ Pesaro er fín
sýning með málverkum og skúlptúrum Cy
Twombly (1928-1911) og í hertogahöll-
inni við Markúsartorgið kemur sýning á
málverkum franska naívistans Henri Ro-
usseau (1844-1910) á óvart. Þeim er stillt
upp með verkum ýmisa samtímamanna
hans og setja sýningarstjórarnir þau í for-
vitnilegt samhengi.
Á sýningunni Proportio er stillt saman afar fjölbreytilegum verkum allrahanda listamanna á
hugvitsamlegan hátt. Fyrir miðju er verk El Anatsui sem hlaut Gullna ljónið á tvíæringnum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölbreytilegar myndlistar-
sýningar víða í borginni
Sex tilkomumiklum skúlptúrum bandarísku
listakonunnar Ursula von Rydingsvard hefur
verið komið fyrir á fallegri sérsýningu.
Hinn kunni gagnrýnandi Arthur Danto sagði
írska málarann Sean Scully tilheyra „stysta
stuttlistanum yfir mestu málara samtímans“.
Gagnrýnandi The Financial Times segir „gæðin leka af verkum“ Peters Doig á sýningunni á
þeim í einni Feneyjahöllinni og sé hann ótvírætt einn af risum samtímalistarinnar.
MARGSKONAR GLAÐNINGUR FYRIR SKILNINGARVITIN
adamanna (innsetning hópsins BGL) í Giar-
dini eru allir vel lukkaðir, gríðarlega ólíkir,
og óhætt er að bæta við metnaðrfullri sýn-
ingu hinnar áströlsku Fionu Hall en hún
vinnur með misnotkun manna á auðlindum
jarðar. Falleg sýning Hermanns de Vries í
hollenska skálanum fjallar einnig um náttúr-
una, á fínlegan en þó beittan hátt, og í sam-
sýningu þekktra listamanna frá ýmsum lönd-
um í skála Aserbaídsjan, úti í borginni, er
ástand heimsins einnig undir. Þar nærri eru
hljóðlátari en ekki síður áhugaverðir skálar
Kýpur (Christodoulos Panayiotou) og Eist-
lands (Jaanus Samma) og við Arsenale er
stór þjóðarskáli gestgjafanna, Ítala, og þeir
hafa boðið mörgum listamönnum að sýna og
á hver að kallast á við einn tiltekinn meg-
instraum í samtímalist þjóðarinnar. Þar eru
áhugaverð verk listamanna á borð við Va-
nessu Beecroft, Mimmo Palladino og Claudio
Parmiggiani (sem gerði vitann við Sand-
skeið), einskonar smámyndaútgáfa af að-
alsýningu, en þannig er tvíæringurinn, kjarn-
ar hér og þar, og svo ótal margt sem ekki
hefur verið minnst á, hugmyndir á reiki, ólík-
ar úrvinnslur, en allsstaðar kraumandi sköp-
unargleði, hugmyndir að fá útrás og gestir að
upplifa og njóta. Sannkölluð veisla.
Hermann de Vries er fulltrúi Hollendinga
á Feneyjatvíæringnum og fjalla verkin á
heildstæðri sýningunni á einlægan og fal-
legan hátt um náttúruna og umheiminn,
þar sem efniviðurinn er meðal annars
plöntur frá Feneyjum og teikningar sem
listamaðurinn vann í ýmsum löndum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Joan Jonas er fulltrúi Bandaríkjanna og fékk náttúrutengd innsetning hennar, með myndböndum og
teikningum, sérstaka viðurkeningu tvíæringsins. Kveikja verkanna var setning eftir Laxness.
Í skála Aserbaídsjan, í gamalli höll við Canal Grande, er samsýning fjölþjóðlegs hóps fólks sem allt
fjallar á beittan hátt um umhverfismál. Stórar ljósmyndir Hollendingsins Bas Princen vekja athygli.