Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015
Viðtal
karíókí. „Þetta var kannski ekki mest spenn-
andi verkefni í heimi, að mynda fullt af
karíókí-giggum, en ég lét mér það í léttu
rúmi liggja. Einhvers staðar þarf maður að
byrja.“
Skömmu síðar hjálpaði Egill Örn fyrir til-
viljun ókunnugum manni að flytja búferlum.
Þeir tóku tal saman og þegar maðurinn
heyrði að Egill væri kvikmyndatökumaður
sagði hann: „En skemmtilegt, ég er leik-
stjóri.“
Nokkrum dögum síðar hringdi umboðs-
maður leikstjórans og kvaðst vera með verk-
efni handa Agli Erni. „Áður en ég vissi var
ég kominn upp í þotu með hljómsveitinni
Fleetwood Mac og skaut hluta af myndbandi
fyrir þau. Það var mikið ævintýri. Svona
geta tilviljanirnar ráðið miklu.“
Aldrei feiminn við að vinna
Egill Örn byrjaði í tónlistarmyndböndum en
í kjölfarið komu sjónvarpsþættir og auglýs-
ingar. Þetta voru lítil verkefni til að byrja
með en stöðug vinna og reynslan safnaðist
jafnt og þétt í bankann. „Það kom sér vel að
ég hef aldrei verið feiminn við að vinna. Ætli
það sé ekki uppeldið, Íslendingar eru upp til
hópa vinnusamt fólk,“ segir Egill Örn.
Á þessum tíma gerði hann meðal annars
þátt um tónleikaferð Sykurmolanna með
stórstjörnunum í U2, ásamt félögum sínum
Ágústi og Kristni, og gerði tónlistar-
myndbönd fyrir rapparann MC Hammer og
fleiri.
Egill Örn var kominn með umboðsmann á
þessum tíma og árið 1992 var honum sagt að
drífa sig á kapalstöðina Showtime sem væri
að leggja drög að nýjum þáttum, Red Shoe
Diaries. „Ég lét ekki segja mér það tvisvar,
dreif mig upp í trukkinn minn, Ford ’56 með
gati í gólfinu, og hafði með mér vídeóspólu
með sýnishorni af verkum mínum,“ rifjar
hann upp. „Mér var vísað til herbergis og
einhver maður, sem ég kunni engin skil á,
setti spóluna í tækið. Tók hana hins vegar út
jafnharðan og fór út úr herberginu. Mér
leist ekkert á blikuna, hélt hann væri að
sækja eitthvert tröll til að henda mér út. Það
var ekki, maðurinn kom nefnilega fljótlega
aftur með leikstjórann og framleiðandann
sjálfan, Zalman King, á hælunum. Hann
kvaðst fíla það sem ég væri að gera og vildi
ráða mig. Þegar ég var búinn að skjóta í tvo
daga kom King til mín og sagði: „You are
the real deal.“ Hann sá greinilega eitthvað í
mér.“
Red Shoe Diaries var vinsæl erótísk sjón-
varpssería sem gekk frá 1992 til 1997. Með
aðalhlutverkið fór David Duchovny sem síðar
sló rækilega í gegn í X Files-þáttunum.
Egill Örn kynntist Duchovny ágætlega og
einnig bróður hans, Danny, sem er leikstjóri,
og vann fyrir hann í mörg ár við gerð aug-
lýsinga.
Erótík í Prag
Árið 1994 fékk King Egil Örn til að annast
kvikmyndatökur á mynd sinni Delta of Ven-
us í Prag en hún byggðist á erótískum sög-
um Anaïs Nin. „Ég sagði strax já við því án
þess að sjá handritið enda spennandi að fá
tækifæri til að vinna að gerð kvikmyndar.
Þetta var frábær reynsla fyrir bólstrarason-
inn og eftir á að hyggja var ég strax farinn
að hugsa eins og leikstjóri á þessum tíma –
án þess að gera mér grein fyrir því. Þetta
var stórt mál fyrir mig á þessum tíma enda
myndin á vegum stórs fyrirtækis, New Line
Cinema.“
Eftir þetta var Egill Örn mest í auglýs-
ingum, fyrir gosdrykkjaframleiðendur, bíla,
símafyrirtæki, snyrtivörur og hvaðeina.
„Þarna var fullt af flottu fólki og vel borgað,
auk þess sem ég var byrjaður að leikstýra
auglýsingum. Samt var það ekki nóg fyrir
mig. Til hvers er gott líf ef maður nær ekki
að skilja neitt eftir sig?“ spyr hann.
Komið var að vatnaskilum. Egill Örn fór
út til að segja sögur og nú hugðist hann láta
kné fylgja kviði. „Mér hafði svo sem boðist
að skjóta fullt af kvikmyndum en það var
iðulega með óþekktum leikurum og leik-
stjórum sem voru að gera sína fyrstu mynd.
Ég var hins vegar kominn á þann stað á
mínum ferli að ég þurfti ekki á því að
halda. Langaði með öðrum orðum upp á
næsta stig. Þess vegna talaði ég við um-
boðsmanninn minn.“
Lægri laun – en samt ekki
Árið var 2004 og niðurstaðan varð sjón-
varp. Þriðja þáttaröðin af glæpaþáttunum
The Wire var að fara af stað á sjónvarps-
stöðinni HBO og umboðsmaðurinn tjáði
Agli Erni að aðstandendur þeirra vantaði
tökumann. Skotið var á símafundi, þar sem
Egill Örn var ráðinn. „Ég var ekki lengi að
pakka og fljúga til Baltimore ásamt eigin-
konu og börnum. Launin voru miklu lægri,
í fjárhagslegum skilningi, en mér stóð á
sama. Laun eru ekki bara peningar. Sjón-
varpið heillaði mig strax enda möguleik-
arnir miklir. Á þessum tímapunkti hafði
bandarískt sjónvarp af einhverjum ástæð-
um aldrei litið neitt sérstaklega vel út og
það var spennandi að fá tækifæri til að
taka þátt í að breyta því.“
Úr því Egill Örn nefnir eiginkonu og
börn er ekki úr vegi að biðja hann að gera
grein fyrir þeim. Kona hans er bandarísk,
Denice Egilsson og börnin þrjú, Egill Cole,
sautján ára, Ethan Örn, fimmtán ára og
Zoe Rós, tólf ára. Allt gerðarlegir krakkar,
að sögn föðurins, en Egill Cole er víst þeg-
ar vaxinn föður sínum yfir höfuð. „Þetta
eru góðir krakkar og við Denice vorum
sammála um að þau fengju öll bæði banda-
Egill Örn, Ted Danson og Patricia Arquette við tökur á CSI: Las Vegas. Danson og Arquette verða bæði í annarri seríunni af CSI: Cyber.
Með Zalman heitnum King við gerð kvikmyndarinnar Delta of Venus í Prag
fyrir tuttugu árum. King gaf Agli Erni stórt tækifæri í bransanum.
Hér er Egill Örn um borð í flugmóðurskipi við
tökur á auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn. Egill Örn með kvikmyndatökuvélina um þær mundir sem hann hóf störf vestra fyrir aldarfjórðungi.
Egill Örn ábúðarfullur á skrifstofu forseta Bandaríkjanna. Ekki er þó allt
sem sýnist, frekar en með svo margt annað í kvikmyndabransanum.