Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Undantekningarlítið hafa lög, reglur ogönnur ríkisafskipti að einhverju leytiaðrar afleiðingar en þeim er ætlað. Þeir sem bönnuðu áfengi á fyrri hluta síðustu aldar hafa vafalaust ekki ætlað sér með því að renna stoðum undir starf glæpamanna og jafn- vel glæpasamtaka eins og raunin varð víða á Vesturlöndum. Alls kyns boð og bönn af þessu tagi, þar sem reynt er að stýra neyslu fullorðins fólks, færa framleiðslu og sölu með hið forboðna undir yf- irborðið. Svo eru það lögin sem taka af einum og færa öðrum. Þeir sem lögðu drög að lögum um húsaleigu- bætur á sínum tíma hafa líklega ekki ætlað þeim að leiða til hærra leiguverðs og enda þar með í vasa leigusalans. Það er engu að síður sennileg niðurstaða af slíkum ríkisstyrkjum til leigjenda. Þeir sem sömdu lög um vaxtabætur á húsnæðislán hafa vonandi ekki heldur ætlað sér að færa fé frá skattgreiðendum til fjármála- stofnana en að öllum líkindum leiða slíkir styrk- ir til lántöku til hærri vaxta á lánum íbúðar- kaupenda en ella væri. Þessi dæmi eru af löggjöf sem er ekki mjög flókin og í raun hefði mátt blasa við í upphafi að hún gæti haft þessar afleiðingar. Það liggur í augum uppi að eftir því sem lög verða flóknari er hættara við alls kyns hlið- arverkunum af þessu tagi og ekki síður að erf- itt sé að koma auga á óæskilegar afleiðingar. Lögum um endurnýjanlegt eldsneyti var ætl- að að láta bíleigendur í gegnum ríkissjóð styðja framleiðslu á innlendu eldsneyti í nafni um- hverfisverndar. Lögin eru byggð á miklum bálkum Evrópusambandsins um sama efni ásamt séríslenskum fjallabaksleiðum. Raunin varð hins vegar sú að ríkisstyrkirnir hafa að mestu leyti runnið úr landi til framleiðenda á endurnýjanlegu lífeldsneyti. Þar fór stuðning- urinn við innlenda framleiðslu. Lífeldsneyti er að auki mjög umdeilt vegna þess að það er framleitt úr matjurtum. Í desember 2013 lagði hópur samtaka á borð við Greenpeace og Friends of Earth fram harða gagnrýni á stefnu Evrópuríkja varðandi lífeldsneyti því hún „leiddi til aukins en ekki minni útblásturs gróð- urhúsalofttegunda í samanburði við jarðefna- eldsneyti, hefði skógareyðingu í för með sér og skaðaði fjölbreytileika lífríkisins, hrekti smá- bændur af jörðum sínum og ógnaði fæðuöryggi fátækasta fólksins í veröldinni“. Þar fór um- hverfisverndin fyrir lítið. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn ætla að leysa hvern vanda með nýjum lagabálki eða handfylli af skattfé. Lögin hafa aukaverkanir * Það liggur í augumuppi að eftir því sem lögverða fleiri og flóknari er meiri hætta á alls kyns óvæntum uppákomum og ekki síður að erfitt sé að koma auga á óæskilegar afleiðingar. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Heiða Rún Sigurð- ardóttir, leik- konan sem er að slá í gegn í Poldark í Bret- landi, er nýlega komin til landsins í sumarfrí. Mik- ið er rætt um hinn mikla fjölda ferðamanna sem streymir til Ís- lands og það vakti athygli Heiðu að sjá hvergi Íslending á leiðinni heim í flugvélinni en hún skrifaði á Twitter: „Er að fara í loftið til Ís- lands, ég sver að ég held að ég sé eini Íslendingurinn hér í röðinni. Hvar eru þeir eiginlega?“ Margir minntust Pét- urs H. Blöndal alþingismanns með hlýju á samskipta- miðlum í vik- unni en Pétur lést fyrir um viku. Þeirra á meðal var Karen Kjart- ansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, sem skrifaði á Facebook: „Pétur var eitt sinn í útlöndum. Hann vildi hlaupa maraþon en var skó- laus. Hann keypti sér því par og lagði af stað. Fljótlega fann hann að skórnir pössuðu honum engan veginn, eða eins og hann sagði: „Ég missti allar táneglurnar en maður heldur samt alltaf áfram og klárar verkefnið.“ Þetta fannst mér lýsandi fyrir hann. Blessuð sé minning Péturs.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Ís- lands, skrifaði á Facebook í tilefni rektorsskipta í Háskóla Ís- lands: „Ég var viðstaddur rekt- orsskiptin, þegar Jón Atli Bene- diktsson tók við af Kristínu Ingólfsdóttur. Þau eru bæði sóma- fólk, frambærileg og góðviljuð. Ég velti því hins vegar stundum fyrir mér á háskólahátíðum, hvort eft- irsóknarvert sé, að svo margir stundi háskólanám, sérstaklega í hugvísindum. Þurfum við ekki frekar meiri hagnýta þekkingu? Fleiri rafvirkja, smiði, pípulagningamenn, vélvirkja? Og eiga ýmsar umönnunargreinar heima í háskóla? Er ekki betra að þjálfa fólkið á staðnum, á sjúkra- húsum, dagheimilum og í skól- um?“ AF NETINU Vettvangur Í kjölfar þess að einn virtasti ferða- vefur heims, Lonely Planet, valdi Akureyri sem einn besta áfanga- stað Evrópu í ár hafa fjölmiðlar ytra veitt kaupstaðnum fyrir norð- an þó nokkra athygli. Þannig birtist á dögunum viðtal við bæjarstjórann á Akureyri, Eirík Björn Björgvins- son, í Huffington Post þar sem hann sat fyrir svörum um ýmislegt er tengist Akureyri. Blaðamaður Huffington Post hefur sjálfur ferðast til Akureyrar og segir er- lenda ferðamenn ekki vera nægi- lega meðvitaða um ágæti Akureyr- ar heldur séu of fastheldnir á að halda sig við Reykjavík. Akureyri sé engu síðri. Í viðtalinu við vefmiðilinn er Ei- ríkur Björn meðal annars spurður út í hvernig eigi að bera fram „Ak- ureyri“ og bæjarstjórinn svarar að fyrir enskumælandi fólk sé best að setja kaupstaðarheitið saman svona: „Accu-ray-ri“. Hins vegar þurfi enginn að hafa áhyggjur af því sem ferðast til Íslands að kunna ekki tungumálið þar sem hérlendis tali nær allir ensku og margir þar að auki skandinavísk tungumál, þýsku og frönsku. Hann fræðir les- endur um veðurfarið fyrir norðan, hvernig sé best að komast þangað, hátíðir svo sem verslunarmanna- helgina og helstu kennileiti bæj- arins sem og það áhugaverðasta sem skoða má í næsta nágrenni Akureyrar. Bæjarstjórinn ráð- leggur ferðamönnum að dvelja í það minnsta 4-5 daga á staðnum til að fá sem mest út úr ferðinni. Að lokum var Eiríkur Björn spurður út í hvaða gersemar ferða- menn gleymi stundum að skoða sem ættu síður að gleymast og nefndi bæjarstjórinn þá sundlaug- arnar og bergmyndanirnar við Krossanesborgir. Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, sat fyrir svörum hjá Huffington Post. Akureyri í kastljósinu Akureyri er engu síðri staður til að heimsækja en Reykjavík, samkvæmt Huffington Post. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.